Konur Saturday Night Live styðja Franken Samúel Karl Ólason skrifar 21. nóvember 2017 14:54 Al Franken, öldungadeildarþingmaður Demókrataflokksins. Vísir/Getty Alls 36 konur sem störfuðu með þingmanninum Al Franken við gerð Saturday Night Live hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þær lýsa yfir stuðningi við hann. Þær segja hann hafa komið fram við þær af mikilli virðingu og að engin þeirra hafi upplifað óviðeigandi hegðun að nokkru leyti. Franken hefur verið sakaður um káfa á tveimur konum og kyssa aðra þeirra gegn vilja hennar. Útvarpskonan Leeann Tweeden sakaði Franken um að grípa um brjóst hennar þegar hún var sofandi og kyssa hana gegn vilja hennar. Franken hefur beðist afsökunar og sagðist Tweeden samþykkja afsökunarbeiðnina. Svo steig Lindsay Menz fram og sagði hann hafa gripið í rass hennar í myndatöku árið 2010. Þá var hann orðinn þingmaður. Franken starfaði við SNL í 15 ár og þá bæði sem rithöfundur og leikari. Konurnar 36 segjast hafa starfað með honum á þeim tíma. Meðal þeirra, samkvæmt Frétt Entertainment Weekly eru Jane Curtain og Laraine Newman. „Okkur finnst við þurfa að koma Al Franken til varnar. Við höfum allar notið þeirrar ánægju að starfa með honum í gegnum árinu í SNL. Það sem Al gerði var heimskulegt og kjánalegt og við teljum að það hafi verið rétt af honum að biðja Tweeden og almenning afsökunar. Við þekkjum Al sem tryggan og trúan fjölskyldumann, yndislegan grínista og heiðarlegan opinberan starfsmann. Það er ástæða þess að við viljum taka fram að engin af okkur upplifði nokkurs konar óviðeigandi hegðun af hans hálfu. Við viljum taka fram að við kunnum að meta það að hann kom fram við okkur allar af mikilli virðingu.“ JUST IN: Women staff of "Saturday Night Live" sign letter in support of Sen. Al Franken pic.twitter.com/osN6IwMgvB— NBC News (@NBCNews) November 21, 2017 MeToo Bandaríkin Hollywood Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent Fleiri fréttir Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sjá meira
Alls 36 konur sem störfuðu með þingmanninum Al Franken við gerð Saturday Night Live hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þær lýsa yfir stuðningi við hann. Þær segja hann hafa komið fram við þær af mikilli virðingu og að engin þeirra hafi upplifað óviðeigandi hegðun að nokkru leyti. Franken hefur verið sakaður um káfa á tveimur konum og kyssa aðra þeirra gegn vilja hennar. Útvarpskonan Leeann Tweeden sakaði Franken um að grípa um brjóst hennar þegar hún var sofandi og kyssa hana gegn vilja hennar. Franken hefur beðist afsökunar og sagðist Tweeden samþykkja afsökunarbeiðnina. Svo steig Lindsay Menz fram og sagði hann hafa gripið í rass hennar í myndatöku árið 2010. Þá var hann orðinn þingmaður. Franken starfaði við SNL í 15 ár og þá bæði sem rithöfundur og leikari. Konurnar 36 segjast hafa starfað með honum á þeim tíma. Meðal þeirra, samkvæmt Frétt Entertainment Weekly eru Jane Curtain og Laraine Newman. „Okkur finnst við þurfa að koma Al Franken til varnar. Við höfum allar notið þeirrar ánægju að starfa með honum í gegnum árinu í SNL. Það sem Al gerði var heimskulegt og kjánalegt og við teljum að það hafi verið rétt af honum að biðja Tweeden og almenning afsökunar. Við þekkjum Al sem tryggan og trúan fjölskyldumann, yndislegan grínista og heiðarlegan opinberan starfsmann. Það er ástæða þess að við viljum taka fram að engin af okkur upplifði nokkurs konar óviðeigandi hegðun af hans hálfu. Við viljum taka fram að við kunnum að meta það að hann kom fram við okkur allar af mikilli virðingu.“ JUST IN: Women staff of "Saturday Night Live" sign letter in support of Sen. Al Franken pic.twitter.com/osN6IwMgvB— NBC News (@NBCNews) November 21, 2017
MeToo Bandaríkin Hollywood Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent Fleiri fréttir Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sjá meira