Ed Sheeran og Aron Can vinsælastir á Íslandi Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 6. desember 2017 10:45 Íslendingar hlustuðu mest á Ed Sheeran og Aron Can á árinu sem er að líða. Vísir Ed Sheeran er ótvíræður konungur streymisveitunnar Spotify árið 2017 samkvæmt árslistum sem birtir voru í gær. Sheeran er vinsælasti listamaðurinn, vinsælasti karllistamaðurinn og hann á vinsælasta lagið, Shape of You. Sumarslagarinn Despacito fylgir þar fast á hæla Sheeran en nær þó ekki að velta honum úr sessi. Sheeran er einnig vinsælasti listamaðurinn hjá íslenskum notendum Spotify. Fast á hæla hans fylgir rapparinn Aron Can og nýliðarnir JóiPé og Króli næla sér í þriðja sætið. Kanadíski rapparinn Drake er svo í fjórða sæti og Emmsjé Gauti er næsti listmaðuar á lista.Athygli vekur að konur eru ekki mjög sýnilegar á topp listum, hvorki hér heima né þegar litið er á heimslistann. Kona sést fyrst í ellefta sæti íslenska listans í laginu Neinei með Áttunni þar sem Sonja Valdín syngur. Næst sést kona í fimmtánda sæti. Það er Taylor Swift ásamt Zayn í laginu I Don‘t Wanna Live forever. Í 21. og 22. sæti sjást svo Selena Gomez og Zara Larsson, báðar koma þær fram með öðrum listamönnum. Á heimslistanum er Taylor Swift ásamt Zayn fyrsta konan sem sést á listanum í tíunda sæti. Alessia Cara er í því þrettánda ásamt Zedd. Næsta konan á listanum er söngkonan Anne-Marie ásamt hljómsveitinni Clean Bandit og rapparanum Sean Paul í 19. sæti og þar á eftir er Julia Michales í 26. sæti.Vinsælustu listamennirnir (Ísland) Ed Sheeran Aron Can JóiPéxKróli Drake Emmsjé GautiVinsælustu lögin (Ísland) Despacito Remix – Luis Fonsi, Daddy Yankee, Justin Bieber Shape of You – Ed Sheeran Fullir Vasar – Aron Can Ég vil það – JóiPé og Chase B.O.B.A – JóiPéxKróliVinsælustu listamennirnir Ed Sheeran Drake The Weeknd Kendrick Lamar The ChainsmokersVinsælustu konurnar: Rihanna Taylor Swift Selena Gomez Ariana Grande SiaVinsælustu karlarnir: Ed Sheeran Drake The Weeknd Kendrick Lamar The ChainsmokersVinsælustu hljómsveitirnar:Coldplay Imagine Dragons Maroon 5 Linkin Park MigosVinsælustu lögin (allur heimurinn)Shape of You – Ed Sheeran Despacito Remix – Luis Fonsi, Daddy Yankee, Justin Bieber Despacito (Featuring Daddy Yankee) – Luis Fonsi, Daddy Yankee Something Just Like This – The Chainsmokers, Coldplay I‘m the One – DJ Khaled, Justin Bieber, Quavo, Chance The Rapper, Lil Wayne Fréttir ársins 2017 Mest lesið Helena var krýnd Ungfrú Ísland í kvöld Lífið „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Lífið „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Lífið Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Lífið Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Fleiri fréttir Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Ed Sheeran er ótvíræður konungur streymisveitunnar Spotify árið 2017 samkvæmt árslistum sem birtir voru í gær. Sheeran er vinsælasti listamaðurinn, vinsælasti karllistamaðurinn og hann á vinsælasta lagið, Shape of You. Sumarslagarinn Despacito fylgir þar fast á hæla Sheeran en nær þó ekki að velta honum úr sessi. Sheeran er einnig vinsælasti listamaðurinn hjá íslenskum notendum Spotify. Fast á hæla hans fylgir rapparinn Aron Can og nýliðarnir JóiPé og Króli næla sér í þriðja sætið. Kanadíski rapparinn Drake er svo í fjórða sæti og Emmsjé Gauti er næsti listmaðuar á lista.Athygli vekur að konur eru ekki mjög sýnilegar á topp listum, hvorki hér heima né þegar litið er á heimslistann. Kona sést fyrst í ellefta sæti íslenska listans í laginu Neinei með Áttunni þar sem Sonja Valdín syngur. Næst sést kona í fimmtánda sæti. Það er Taylor Swift ásamt Zayn í laginu I Don‘t Wanna Live forever. Í 21. og 22. sæti sjást svo Selena Gomez og Zara Larsson, báðar koma þær fram með öðrum listamönnum. Á heimslistanum er Taylor Swift ásamt Zayn fyrsta konan sem sést á listanum í tíunda sæti. Alessia Cara er í því þrettánda ásamt Zedd. Næsta konan á listanum er söngkonan Anne-Marie ásamt hljómsveitinni Clean Bandit og rapparanum Sean Paul í 19. sæti og þar á eftir er Julia Michales í 26. sæti.Vinsælustu listamennirnir (Ísland) Ed Sheeran Aron Can JóiPéxKróli Drake Emmsjé GautiVinsælustu lögin (Ísland) Despacito Remix – Luis Fonsi, Daddy Yankee, Justin Bieber Shape of You – Ed Sheeran Fullir Vasar – Aron Can Ég vil það – JóiPé og Chase B.O.B.A – JóiPéxKróliVinsælustu listamennirnir Ed Sheeran Drake The Weeknd Kendrick Lamar The ChainsmokersVinsælustu konurnar: Rihanna Taylor Swift Selena Gomez Ariana Grande SiaVinsælustu karlarnir: Ed Sheeran Drake The Weeknd Kendrick Lamar The ChainsmokersVinsælustu hljómsveitirnar:Coldplay Imagine Dragons Maroon 5 Linkin Park MigosVinsælustu lögin (allur heimurinn)Shape of You – Ed Sheeran Despacito Remix – Luis Fonsi, Daddy Yankee, Justin Bieber Despacito (Featuring Daddy Yankee) – Luis Fonsi, Daddy Yankee Something Just Like This – The Chainsmokers, Coldplay I‘m the One – DJ Khaled, Justin Bieber, Quavo, Chance The Rapper, Lil Wayne
Fréttir ársins 2017 Mest lesið Helena var krýnd Ungfrú Ísland í kvöld Lífið „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Lífið „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Lífið Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Lífið Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Fleiri fréttir Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira