Norðurslóðir eru lykilsvæði Ari Trausti Guðmundsson skrifar 4. desember 2017 06:00 Við segjum gjarnan að loftslagsmálin séu gríðarlega mikilvæg og enn fremur að þar leiki norðurslóðir stórt hlutverk. Nú um stundir er hlýnun loftslags hér norður frá meira en tvisvar sinnum hraðari en sunnar á hnettinum. Ein skýring þess er hratt minnkandi snjóþekja og minni hafísþekja en var í marga áratugi á 20. öld. Hvítt yfirborð endurvarpar sólgeislun að stórum hluta en dökkt land og grátt haf miklum mun minna. Áherslur okkar á mikilvægi norðursins og á lífsskilyrði fjögurra milljóna íbúa endurspeglast í vinnu og fé sem ríkið leggur í samstarf landanna í norðri (8), undir forystu Norðurskautsráðsins. Þar sitja fulltrúar stjórnvalda og frumbyggjasamtaka, auk margra áheyrnarfulltrúa ríkja og samtaka. Fulltrúar þjóðþinga koma að vinnu ráðsins í gegnum þingmannaráðstefnu norðurslóða. Þaðan berast ályktanir og tillögur til Norðurskautsráðsins. Íslenska nefndin er skipuð þremur þingmönnum og hef ég leitt hana undanfarið. Með nýrri ríkisstjórn er endurkosið í nefndina. Íslenska nefndin hefur beitt sér fyrir því t.d. að lögð sé áhersla á baráttuna gegn hröðum loftslagsbreytingum og áhrifum þeirra, á sjálfbærni, vistkerfi og súrnun sjávar, talað fyrir jafnrétti kynja, réttindum frumbyggja til náttúrunytja og fyrir samvinnu í velferðarmálum. Á yfirstandandi ári hafa svo bæst við tillögur um að kanna möguleika á frumbyggjaskóla. Með því er átt við námskeið fyrir opinbera starfsmenn, stjórnmálamenn, fjölmiðlafólk, skólafólk og t.d. sérfræðinga þar sem frumbyggjar kenna sín fræði um náttúrunytjar, sýn á umhverfið og siðfræði, menningu og lífshætti. Enn fremur hefur verið lagt til að koma íslenskri þekkingu og skipulagningu á nýsköpun til vegs í norðrinu og nýta kunnáttu og reynslu Íslendinga af starfi meðal ungs fólks gegn reykingum, drykkju og fíknefnanotkun sem hefur borðið verulegan árangur. Tillögum og þessum hugmyndum hefur verið vel tekið. Á yfirstandandi ári hafa fundir á vegum þingmannanefndarinnar verið skipaðir formönnum landsnefnda eða fulltrúum þjóðþinga, fulltrúa Evrópuráðsins og áheyrnarfulltrúum Norðurlanda- og Vestnorden-ráðanna. Á næsta ári verður haldin ráðstefna fullsetinna nefnda og annarra fulltrúa í Finnlandi og þá gengið á fjölmörgum tillögum til vinnuhópa og ráðherranefndar Norðurskautsráðsins þar sem unnt er að raungera vilja þingmannanna eftir því sem tekst og verkast. Nú taka Finnar við formennsku í Norðurskautsráðinu og síðan Ísland 2019. Vinna þingmannanefndanna er mjög mikilvægur liður í að tengja þjóðþingin beint við ráðið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ari Trausti Guðmundsson Mest lesið Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Guðbjörg Eva Albertsdóttir,Vera Mist Magnúsdóttir Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Guðbjörg Eva Albertsdóttir,Vera Mist Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Sjá meira
Við segjum gjarnan að loftslagsmálin séu gríðarlega mikilvæg og enn fremur að þar leiki norðurslóðir stórt hlutverk. Nú um stundir er hlýnun loftslags hér norður frá meira en tvisvar sinnum hraðari en sunnar á hnettinum. Ein skýring þess er hratt minnkandi snjóþekja og minni hafísþekja en var í marga áratugi á 20. öld. Hvítt yfirborð endurvarpar sólgeislun að stórum hluta en dökkt land og grátt haf miklum mun minna. Áherslur okkar á mikilvægi norðursins og á lífsskilyrði fjögurra milljóna íbúa endurspeglast í vinnu og fé sem ríkið leggur í samstarf landanna í norðri (8), undir forystu Norðurskautsráðsins. Þar sitja fulltrúar stjórnvalda og frumbyggjasamtaka, auk margra áheyrnarfulltrúa ríkja og samtaka. Fulltrúar þjóðþinga koma að vinnu ráðsins í gegnum þingmannaráðstefnu norðurslóða. Þaðan berast ályktanir og tillögur til Norðurskautsráðsins. Íslenska nefndin er skipuð þremur þingmönnum og hef ég leitt hana undanfarið. Með nýrri ríkisstjórn er endurkosið í nefndina. Íslenska nefndin hefur beitt sér fyrir því t.d. að lögð sé áhersla á baráttuna gegn hröðum loftslagsbreytingum og áhrifum þeirra, á sjálfbærni, vistkerfi og súrnun sjávar, talað fyrir jafnrétti kynja, réttindum frumbyggja til náttúrunytja og fyrir samvinnu í velferðarmálum. Á yfirstandandi ári hafa svo bæst við tillögur um að kanna möguleika á frumbyggjaskóla. Með því er átt við námskeið fyrir opinbera starfsmenn, stjórnmálamenn, fjölmiðlafólk, skólafólk og t.d. sérfræðinga þar sem frumbyggjar kenna sín fræði um náttúrunytjar, sýn á umhverfið og siðfræði, menningu og lífshætti. Enn fremur hefur verið lagt til að koma íslenskri þekkingu og skipulagningu á nýsköpun til vegs í norðrinu og nýta kunnáttu og reynslu Íslendinga af starfi meðal ungs fólks gegn reykingum, drykkju og fíknefnanotkun sem hefur borðið verulegan árangur. Tillögum og þessum hugmyndum hefur verið vel tekið. Á yfirstandandi ári hafa fundir á vegum þingmannanefndarinnar verið skipaðir formönnum landsnefnda eða fulltrúum þjóðþinga, fulltrúa Evrópuráðsins og áheyrnarfulltrúum Norðurlanda- og Vestnorden-ráðanna. Á næsta ári verður haldin ráðstefna fullsetinna nefnda og annarra fulltrúa í Finnlandi og þá gengið á fjölmörgum tillögum til vinnuhópa og ráðherranefndar Norðurskautsráðsins þar sem unnt er að raungera vilja þingmannanna eftir því sem tekst og verkast. Nú taka Finnar við formennsku í Norðurskautsráðinu og síðan Ísland 2019. Vinna þingmannanefndanna er mjög mikilvægur liður í að tengja þjóðþingin beint við ráðið.
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Guðbjörg Eva Albertsdóttir,Vera Mist Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Guðbjörg Eva Albertsdóttir,Vera Mist Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Guðbjörg Eva Albertsdóttir,Vera Mist Magnúsdóttir Skoðun