Lét uppskrift að kanilbollum fylgja afsökunarbeiðni vegna kynferðislegrar áreitni Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. desember 2017 12:14 Mario Batali sést hér undirbúa veislu í Hvíta húsinu árið 2016. Vísir/AFP Sjónvarpskokkurinn Mario Batali, sem sakaður hefur verið um kynferðislega áreitni, hefur verið rekinn sem stjórnandi matreiðsluþáttarins The Chew. Þátturinn var sýndur á bandarísku sjónvarpsstöðinni ABC en Batali hafði verið vikið tímabundið frá störfum við þáttinn á meðan ásakanirnar á hendur honum voru rannskaðar. Afsökunarbréf, þar sem Batali viðurkennir ósæmilega hegðun, hefur vakið mikla athygli. Í frétt Variety segir að ABC hafi slitið öllu samstarfi við Batali, sem er einn frægasti sjónvarpskokkur í heimi. „Við erum staðráðin í því að viðhalda öruggu starfsumhverfi og hegðun hans brýtur í bága við reglur,“ segir í tilkynningu frá sjónvarpsstöðinni. Fjölmargar konur hafa nú stigið fram og sakað sjónvarpskokkinn um kynferðislega áreitni. Áreitnin er sögð spanna að minnsta kosti 20 ára tímabil. Þá hefur Batali einnig verið gert að stíga til hliðar í störfum fyrir fyrirtæki sitt Batali and Bastianich Hospitality Group. Sjónvarpsstöðin Food Network hefur einnig hætt við að endurvekja þáttinn Molto Mario, þar sem Batali öðlaðist fyrst heimsfrægð. Hlekkur á uppskrift fylgdi afsökunarbeiðninni Í yfirlýsingu frá Batali sjálfum, sem hann sendi út í formi fréttabréfs, baðst hann afsökunar á framferði sínu og sagðist bera fulla ábyrgð á gjörðum sínum. Þá hét hann því að „leggja hart að sér hvern einasta dag“ til þess að endurheimta traust aðdáenda sinna. Athygli vakti þó að með afsökunarbeiðninni lét Batali fylgja uppskrift að sérstökum kanilbollum úr pítsudegi. „Ef þið eruð á höttunum eftir morgunmat með hátíðarívafi, þá eru þessir pítsudegis-kanilbollur í uppáhaldi hjá aðdáendum mínum,“ skrifaði Batali. Meðfylgjandi var hlekkur á uppskriftina. Eftir brotthvarf Batali standa meðstjórnendur hans Carla Hall, Clinton Kelly og Michael Symon vaktina í The Chew. Í kjölfar ásakananna hefur Batali verið fjarlægður úr öllu kynningarefni fyrir þáttinn. Skjáskot af fréttabréfinu, þar sem finna má afsökunarbeiðni Batali og hlekk á téða uppskrift, er að finna í tístinu hér að neðan. Hi guys, it's 2017 and Mario Batali just apologized for sexual harassment AND gave a recipe for Pizza Dough Cinnamon Rolls all in one email. pic.twitter.com/88VuVB8a4H— Jules (@jules_su) December 16, 2017 MeToo Bandaríkin Tengdar fréttir Segir karlmenn á borð við Matt Damon ekki geta skilið kynferðisofbeldi Breska leikkonan Minnie Driver ræddi viðbrögð leikarans Matt Damon við vitundarvakningu um kynferðisofbeldi í Hollywood síðustu mánuði. 17. desember 2017 10:45 Frægur leikari sagði henni að slaka á vegna Harvey Weinstein-málsins "Mér fannst það mjög sorglegt.“ 9. desember 2017 20:58 Weinstein útbjó leynilista til að koma í veg fyrir ásakanir Breska dagblaðið The Observer hefur komist yfir leynilegan lista Harwey Weinstein sem hann setti saman til þess að átta sig á því hverjir vissu um ásakanir um kynferðislega áreitni eða ofbeldi af hans hálfu. 18. nóvember 2017 23:46 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Sjá meira
Sjónvarpskokkurinn Mario Batali, sem sakaður hefur verið um kynferðislega áreitni, hefur verið rekinn sem stjórnandi matreiðsluþáttarins The Chew. Þátturinn var sýndur á bandarísku sjónvarpsstöðinni ABC en Batali hafði verið vikið tímabundið frá störfum við þáttinn á meðan ásakanirnar á hendur honum voru rannskaðar. Afsökunarbréf, þar sem Batali viðurkennir ósæmilega hegðun, hefur vakið mikla athygli. Í frétt Variety segir að ABC hafi slitið öllu samstarfi við Batali, sem er einn frægasti sjónvarpskokkur í heimi. „Við erum staðráðin í því að viðhalda öruggu starfsumhverfi og hegðun hans brýtur í bága við reglur,“ segir í tilkynningu frá sjónvarpsstöðinni. Fjölmargar konur hafa nú stigið fram og sakað sjónvarpskokkinn um kynferðislega áreitni. Áreitnin er sögð spanna að minnsta kosti 20 ára tímabil. Þá hefur Batali einnig verið gert að stíga til hliðar í störfum fyrir fyrirtæki sitt Batali and Bastianich Hospitality Group. Sjónvarpsstöðin Food Network hefur einnig hætt við að endurvekja þáttinn Molto Mario, þar sem Batali öðlaðist fyrst heimsfrægð. Hlekkur á uppskrift fylgdi afsökunarbeiðninni Í yfirlýsingu frá Batali sjálfum, sem hann sendi út í formi fréttabréfs, baðst hann afsökunar á framferði sínu og sagðist bera fulla ábyrgð á gjörðum sínum. Þá hét hann því að „leggja hart að sér hvern einasta dag“ til þess að endurheimta traust aðdáenda sinna. Athygli vakti þó að með afsökunarbeiðninni lét Batali fylgja uppskrift að sérstökum kanilbollum úr pítsudegi. „Ef þið eruð á höttunum eftir morgunmat með hátíðarívafi, þá eru þessir pítsudegis-kanilbollur í uppáhaldi hjá aðdáendum mínum,“ skrifaði Batali. Meðfylgjandi var hlekkur á uppskriftina. Eftir brotthvarf Batali standa meðstjórnendur hans Carla Hall, Clinton Kelly og Michael Symon vaktina í The Chew. Í kjölfar ásakananna hefur Batali verið fjarlægður úr öllu kynningarefni fyrir þáttinn. Skjáskot af fréttabréfinu, þar sem finna má afsökunarbeiðni Batali og hlekk á téða uppskrift, er að finna í tístinu hér að neðan. Hi guys, it's 2017 and Mario Batali just apologized for sexual harassment AND gave a recipe for Pizza Dough Cinnamon Rolls all in one email. pic.twitter.com/88VuVB8a4H— Jules (@jules_su) December 16, 2017
MeToo Bandaríkin Tengdar fréttir Segir karlmenn á borð við Matt Damon ekki geta skilið kynferðisofbeldi Breska leikkonan Minnie Driver ræddi viðbrögð leikarans Matt Damon við vitundarvakningu um kynferðisofbeldi í Hollywood síðustu mánuði. 17. desember 2017 10:45 Frægur leikari sagði henni að slaka á vegna Harvey Weinstein-málsins "Mér fannst það mjög sorglegt.“ 9. desember 2017 20:58 Weinstein útbjó leynilista til að koma í veg fyrir ásakanir Breska dagblaðið The Observer hefur komist yfir leynilegan lista Harwey Weinstein sem hann setti saman til þess að átta sig á því hverjir vissu um ásakanir um kynferðislega áreitni eða ofbeldi af hans hálfu. 18. nóvember 2017 23:46 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Sjá meira
Segir karlmenn á borð við Matt Damon ekki geta skilið kynferðisofbeldi Breska leikkonan Minnie Driver ræddi viðbrögð leikarans Matt Damon við vitundarvakningu um kynferðisofbeldi í Hollywood síðustu mánuði. 17. desember 2017 10:45
Frægur leikari sagði henni að slaka á vegna Harvey Weinstein-málsins "Mér fannst það mjög sorglegt.“ 9. desember 2017 20:58
Weinstein útbjó leynilista til að koma í veg fyrir ásakanir Breska dagblaðið The Observer hefur komist yfir leynilegan lista Harwey Weinstein sem hann setti saman til þess að átta sig á því hverjir vissu um ásakanir um kynferðislega áreitni eða ofbeldi af hans hálfu. 18. nóvember 2017 23:46