Hvað þýðir „viðbúnaður“ á Vesturbakkanum? Þórunn Ólafsdóttir skrifar 12. desember 2017 14:11 Undanfarna daga hef ég lesið mikið um að „viðbúnaður“ á Vesturbakkanum og Gaza sé nú mikill. Hvað þýðir það? Það þýðir einfaldlega að Ísraelsher er í árásarhug. Að búa sig undir að beita harðara ofbeldi en hann beitir palestínskt fólk daglega.Hið rétta er að þessar svokölluðu gúmmíkúlur eru níðþungar stálkúlur með örlítilli gúmmíhúð.Þegar ég dvaldi á Vesturbakkanum árið 2014 var eitt af því sem við gerðum að vakta checktpointana þegar börnin voru á leið til og frá skóla (það er í alvöru ekki til neitt almennilegt íslenskt orð. Landamærastöð á ekki við því þetta er ekki staðsett á landamærum heldur inni í miðri palestínskri borg). Bara fylgjast með, sýna að heimurinn fengi fljótt að heyra af því ef börnin yrðu fyrir árás á leið til skóla. Að heimurinn sé að fylgjast með og þekki eðli hernámsins. Nærvera okkar stoppaði herinn vissulega ekki, enda byrjuðu flestir dagar í Hebron á táragasregni. Oft fylgdu hljóðsprengjur í kjölfarið til að hræða krakkana burt. Nokkrir frakkir drengir héldu oft áfram að kasta steinum í checkpointinn og þá kom fyrir að gúmmíhúðaðar stálkúlur voru dregnar fram. Lítil börn voru handtekin af fullvaxta, vígbúnum hermönnum og færð í gæsluvarðhald í stað þess að fá að halda för sinni áfram í skólann. Svona virkar hernámið. Mæður senda börnin sín af stað í skóla með örlítinn laukbita í vasanum. Þau vita að það er gott að draga hann upp þegar táragasið verður óbærilega mikið og þefa af sterkri lauklyktinni. Sannfæra þannig heilann um að það sé súrefni að finna í eiturgufunum. Þannig er ólíklegra að missa meðvitund.Tuttugu vígbúnir hermenn að handtaka ungling sem líklega hefur verið að mótmæla sturluðu inngripi Trumps í það sem fyrir voru fáránlegar aðstæður.Fréttirnar eru alltof oft út frá sjónarhóli hernámsins. Þessi svokallaði viðbúnaður þýðir td. að ísraelski herinn tekur sér nú fullt vald til að hefta tjáningarfrelsi palestínsku þjóðarinnar á palestínsku landssvæði og beitir grófara ofbeldi. Erlendur innrásarher á ekkert með að sinna „löggæslu“ eða skerða ferðafrelsi fólks í þeirra eigin heimalandi. Vera hersins á palestínskum svæðum er ólögleg og það að kalla aukið ofbeldi gegn fólki sem mótmælir valdaráni Trumps „viðbúnað“ er skrítnasta normalísering á fullkomlega óeðlilegu ástandi sem ég hef séð lengi. Önnur umfjöllun sem er tekin beint upp úr pr-deild hernámsins er umfjöllunin um gúmmíkúlurnar. Ísraelsher notast ekki við neitt sem kalla má með réttu gúmmíkúlur. Heitið hljómar sakleysislega og nákvæmlega þannig á það að hljóma. Sýna fram á að þarna sé um sakleysislegt vopn að ræða, ætlað til þess að stýra mannfjölda í ham en ekk til að meiða neinn. Hið rétta er að þessar svokölluðu gúmmíkúlur eru níðþungar stálkúlur með örlítilli gúmmíhúð, sem þær draga heiti sitt af. Herinn hefur þá reglu að þær megi nota úr ákveðinni fjarlægð og aðeins beina þeim að fótum fólks. Sem hann virðir að sjálfsögðu ekki, enda er hún bara pr. Fólk er ítrekað flutt á brott illa slasað með höfuðáverka af völdum þeirra. Fólk hefur bæði verið drepið með þeim og hlotið mjög alvarlega áverka. Þær koma í nokkrum stærðum og gerðum, en þessar sem ég held á þarna á myndinni voru notaðar í mótmælum sem ég tók þátt í haustið 2014 í þorpinu Kufr Qaddum á Vesturbakkanum. Hin myndin er tekin í Hebron 8. desember. Hún er átakanleg en um leið rammar hún hernámið svo gjörsamlega inn. Valdið gegn algjöru valdaleysi. Tuttugu vígbúnir hermenn að handtaka ungling sem líklega hefur verið að mótmæla sturluðu inngripi Trumps í það sem fyrir voru fáránlegar aðstæður. Aukinn „viðbúnaður“ þýðir að nú má allt. Hernámið gerir það sem því sýnist, alltaf. En nú gilda engar hömlur. Hernámið er í vígahug. Vígbúnaður er rétta orðið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mið-Austurlönd Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Sjá meira
Undanfarna daga hef ég lesið mikið um að „viðbúnaður“ á Vesturbakkanum og Gaza sé nú mikill. Hvað þýðir það? Það þýðir einfaldlega að Ísraelsher er í árásarhug. Að búa sig undir að beita harðara ofbeldi en hann beitir palestínskt fólk daglega.Hið rétta er að þessar svokölluðu gúmmíkúlur eru níðþungar stálkúlur með örlítilli gúmmíhúð.Þegar ég dvaldi á Vesturbakkanum árið 2014 var eitt af því sem við gerðum að vakta checktpointana þegar börnin voru á leið til og frá skóla (það er í alvöru ekki til neitt almennilegt íslenskt orð. Landamærastöð á ekki við því þetta er ekki staðsett á landamærum heldur inni í miðri palestínskri borg). Bara fylgjast með, sýna að heimurinn fengi fljótt að heyra af því ef börnin yrðu fyrir árás á leið til skóla. Að heimurinn sé að fylgjast með og þekki eðli hernámsins. Nærvera okkar stoppaði herinn vissulega ekki, enda byrjuðu flestir dagar í Hebron á táragasregni. Oft fylgdu hljóðsprengjur í kjölfarið til að hræða krakkana burt. Nokkrir frakkir drengir héldu oft áfram að kasta steinum í checkpointinn og þá kom fyrir að gúmmíhúðaðar stálkúlur voru dregnar fram. Lítil börn voru handtekin af fullvaxta, vígbúnum hermönnum og færð í gæsluvarðhald í stað þess að fá að halda för sinni áfram í skólann. Svona virkar hernámið. Mæður senda börnin sín af stað í skóla með örlítinn laukbita í vasanum. Þau vita að það er gott að draga hann upp þegar táragasið verður óbærilega mikið og þefa af sterkri lauklyktinni. Sannfæra þannig heilann um að það sé súrefni að finna í eiturgufunum. Þannig er ólíklegra að missa meðvitund.Tuttugu vígbúnir hermenn að handtaka ungling sem líklega hefur verið að mótmæla sturluðu inngripi Trumps í það sem fyrir voru fáránlegar aðstæður.Fréttirnar eru alltof oft út frá sjónarhóli hernámsins. Þessi svokallaði viðbúnaður þýðir td. að ísraelski herinn tekur sér nú fullt vald til að hefta tjáningarfrelsi palestínsku þjóðarinnar á palestínsku landssvæði og beitir grófara ofbeldi. Erlendur innrásarher á ekkert með að sinna „löggæslu“ eða skerða ferðafrelsi fólks í þeirra eigin heimalandi. Vera hersins á palestínskum svæðum er ólögleg og það að kalla aukið ofbeldi gegn fólki sem mótmælir valdaráni Trumps „viðbúnað“ er skrítnasta normalísering á fullkomlega óeðlilegu ástandi sem ég hef séð lengi. Önnur umfjöllun sem er tekin beint upp úr pr-deild hernámsins er umfjöllunin um gúmmíkúlurnar. Ísraelsher notast ekki við neitt sem kalla má með réttu gúmmíkúlur. Heitið hljómar sakleysislega og nákvæmlega þannig á það að hljóma. Sýna fram á að þarna sé um sakleysislegt vopn að ræða, ætlað til þess að stýra mannfjölda í ham en ekk til að meiða neinn. Hið rétta er að þessar svokölluðu gúmmíkúlur eru níðþungar stálkúlur með örlítilli gúmmíhúð, sem þær draga heiti sitt af. Herinn hefur þá reglu að þær megi nota úr ákveðinni fjarlægð og aðeins beina þeim að fótum fólks. Sem hann virðir að sjálfsögðu ekki, enda er hún bara pr. Fólk er ítrekað flutt á brott illa slasað með höfuðáverka af völdum þeirra. Fólk hefur bæði verið drepið með þeim og hlotið mjög alvarlega áverka. Þær koma í nokkrum stærðum og gerðum, en þessar sem ég held á þarna á myndinni voru notaðar í mótmælum sem ég tók þátt í haustið 2014 í þorpinu Kufr Qaddum á Vesturbakkanum. Hin myndin er tekin í Hebron 8. desember. Hún er átakanleg en um leið rammar hún hernámið svo gjörsamlega inn. Valdið gegn algjöru valdaleysi. Tuttugu vígbúnir hermenn að handtaka ungling sem líklega hefur verið að mótmæla sturluðu inngripi Trumps í það sem fyrir voru fáránlegar aðstæður. Aukinn „viðbúnaður“ þýðir að nú má allt. Hernámið gerir það sem því sýnist, alltaf. En nú gilda engar hömlur. Hernámið er í vígahug. Vígbúnaður er rétta orðið.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun