Jafnrétti er leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Jón Atli Benediktsson skrifar 27. desember 2017 07:00 Á árunum 2010 til 2015 dró jafnt og þétt úr kynbundnum mun á launum starfsfólks Háskóla Íslands og er munurinn nú minni en gengur og gerist í íslensku atvinnulífi. Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýútkominni skýrslu Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands, „Kynjajafnrétti innan Háskóla Íslands“, um niðurstöður jafnlaunarannsóknar og úttektar á framgangskerfi Háskóla Íslands. Þessi árangur er afar ánægjulegur og er afrakstur margvíslegra aðgerða og umræðu sem átt hefur sér stað innan skólans á undanförnum árum í þeim tilgangi að útrýma kynbundnum launamun. Starfsfólk Háskóla Íslands skiptist í tvo hópa, akademíska starfsmenn og starfsfólk í stjórnsýslu. Í skýrslunni kemur fram að þegar tekið hefur verið tillit til hefðbundinna skýribreyta er meiri munur á launum karla og kvenna innan stjórnsýslunnar (4%) en í akademískum störfum (0,9%). Við því þarf að bregðast. Samkvæmt skýrslunni eru vísbendingar um að launamunurinn meðal akademískra starfsmanna sé ekki beint kynjaður heldur megi rekja hann til framgangskerfis skólans. Framgangskerfið byggir m.a. á vinnumati sem skýrsluhöfundar telja betur sniðið að greinum þar sem karlar eru í meirihluta. Þetta geri körlum hægara um vik að fá framgang í starfi en konum og skilar þeim um leið hærri launum. Þessar vísbendingar skýrslunnar tökum við mjög alvarlega og munum nota þær við endurskoðun vinnumatskerfis skólans sem nú stendur yfir. Skýrsla Félagsvísindastofnunar mun jafnframt nýtast við yfirstandandi vinnu við þróun fjölskyldustefnu Háskóla Íslands sem mun hafa það að markmiði að gera starfsfólki betur kleift að samþætta starf og einkalíf. Einnig er hafinn undirbúningur að kynjaðri fjárhagsáætlanagerð og jafnlaunavottun fyrir Háskóla Íslands.Brugðist við af festu Umræða um niðurstöður skýrslu Félagsvísindastofnunar kemur beint í kjölfar #metoo-byltingarinnar en reynslusögur af kynferðislegri áreitni og öðru kynbundnu ofbeldi hafa valdið vakningu í íslensku samfélagi. Við þessum mikilvægu röddum höfum við hjá Háskóla Íslands brugðist af festu. Í byrjun desember var settur á fót starfshópur til að kanna hvort núverandi siðareglur skólans og verklagsreglur um viðbrögð við kynbundinni og kynferðislegri áreitni og öðru kynferðislegu ofbeldi dugi til að taka á þessum málum. Starfshópnum er ætlað að meta hvort og hvaða frekari aðgerða er þörf. Jafnframt hefur stærri hóp starfsfólks og nemenda verið boðið til samtals um hvaða frekari greiningarvinnu sé þörf og frekari skref þurfi að taka. Innan Háskóla Íslands munum við ekki sýna þolinmæði gagnvart valdníðslu og niðurlægjandi hegðun í garð kvenna og jaðarsettra hópa. Jafnrétti er leiðarljós í starfi Háskóla Íslands og eitt af grunngildum í stefnu skólans fyrir tímabilið 2016-2021. Frekari greiningar er þörf á starfsemi Háskólans með tilliti til jafnréttissjónarmiða, en skýrsla Félagsvísindastofnunar er mikilvæg við gerð aðgerðaáætlunar um útrýmingu kynbundins launamunar innan skólans. Árangur Háskóla Íslands byggist á þeim auði sem býr í starfsfólki og nemendum. Mikilvægt er að hlúa að honum með því að tryggja starfsumhverfi sem stuðlar að öryggi, velferð, heilbrigði og jafnrétti.Höfundur er rektor Háskóla Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Atli Benediktsson Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Skoðun Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Á árunum 2010 til 2015 dró jafnt og þétt úr kynbundnum mun á launum starfsfólks Háskóla Íslands og er munurinn nú minni en gengur og gerist í íslensku atvinnulífi. Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýútkominni skýrslu Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands, „Kynjajafnrétti innan Háskóla Íslands“, um niðurstöður jafnlaunarannsóknar og úttektar á framgangskerfi Háskóla Íslands. Þessi árangur er afar ánægjulegur og er afrakstur margvíslegra aðgerða og umræðu sem átt hefur sér stað innan skólans á undanförnum árum í þeim tilgangi að útrýma kynbundnum launamun. Starfsfólk Háskóla Íslands skiptist í tvo hópa, akademíska starfsmenn og starfsfólk í stjórnsýslu. Í skýrslunni kemur fram að þegar tekið hefur verið tillit til hefðbundinna skýribreyta er meiri munur á launum karla og kvenna innan stjórnsýslunnar (4%) en í akademískum störfum (0,9%). Við því þarf að bregðast. Samkvæmt skýrslunni eru vísbendingar um að launamunurinn meðal akademískra starfsmanna sé ekki beint kynjaður heldur megi rekja hann til framgangskerfis skólans. Framgangskerfið byggir m.a. á vinnumati sem skýrsluhöfundar telja betur sniðið að greinum þar sem karlar eru í meirihluta. Þetta geri körlum hægara um vik að fá framgang í starfi en konum og skilar þeim um leið hærri launum. Þessar vísbendingar skýrslunnar tökum við mjög alvarlega og munum nota þær við endurskoðun vinnumatskerfis skólans sem nú stendur yfir. Skýrsla Félagsvísindastofnunar mun jafnframt nýtast við yfirstandandi vinnu við þróun fjölskyldustefnu Háskóla Íslands sem mun hafa það að markmiði að gera starfsfólki betur kleift að samþætta starf og einkalíf. Einnig er hafinn undirbúningur að kynjaðri fjárhagsáætlanagerð og jafnlaunavottun fyrir Háskóla Íslands.Brugðist við af festu Umræða um niðurstöður skýrslu Félagsvísindastofnunar kemur beint í kjölfar #metoo-byltingarinnar en reynslusögur af kynferðislegri áreitni og öðru kynbundnu ofbeldi hafa valdið vakningu í íslensku samfélagi. Við þessum mikilvægu röddum höfum við hjá Háskóla Íslands brugðist af festu. Í byrjun desember var settur á fót starfshópur til að kanna hvort núverandi siðareglur skólans og verklagsreglur um viðbrögð við kynbundinni og kynferðislegri áreitni og öðru kynferðislegu ofbeldi dugi til að taka á þessum málum. Starfshópnum er ætlað að meta hvort og hvaða frekari aðgerða er þörf. Jafnframt hefur stærri hóp starfsfólks og nemenda verið boðið til samtals um hvaða frekari greiningarvinnu sé þörf og frekari skref þurfi að taka. Innan Háskóla Íslands munum við ekki sýna þolinmæði gagnvart valdníðslu og niðurlægjandi hegðun í garð kvenna og jaðarsettra hópa. Jafnrétti er leiðarljós í starfi Háskóla Íslands og eitt af grunngildum í stefnu skólans fyrir tímabilið 2016-2021. Frekari greiningar er þörf á starfsemi Háskólans með tilliti til jafnréttissjónarmiða, en skýrsla Félagsvísindastofnunar er mikilvæg við gerð aðgerðaáætlunar um útrýmingu kynbundins launamunar innan skólans. Árangur Háskóla Íslands byggist á þeim auði sem býr í starfsfólki og nemendum. Mikilvægt er að hlúa að honum með því að tryggja starfsumhverfi sem stuðlar að öryggi, velferð, heilbrigði og jafnrétti.Höfundur er rektor Háskóla Íslands
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun