Fjölmenningarlegt samfélag að rísa á Suðurnesjum Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 25. desember 2017 21:00 Gert er ráð fyrir að sextíu þúsund manns muni starfa í og við keflavíkurflugvöll árið 2040, í beinum og afleiddum störfum. Jafnframt spáir Framtíðarsetur Íslands að íbúm Suðurnesja muni fjölga um 55% á næstu þrettán árum og verða um 35 þúsund talsins árið 2030. Reykjanesbær hefur gert ráðstafanir vegna þessa. „Þetta er búið að vera mjög spennandi. Við höfum endurskoðað aðalskipulag og gerum ráð fyrir mikilli uppbyggingu, segir Friðjón Einarsson, formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar. En uppbygging er líka kostnaðarsöm. Reykjanesbær sem hefur verið skuldum hlaðinn, hefur nú gert áætlun í samstarfi við eftirlitsnefnd um fjármál sveitarfélaga sem hefur verið samþykkt. Friðjón segir reksturinn ganga vel í dag. „Við erum búin að ganga frá samningum við alla kröfuhafa þannig að við erum mjög klár í framhaldið,“ segir hann. Atvinnuleysi er vel innan við tvö prósent í Reykjanesbæ og því er stóra spurningin hvernig muni ganga að manna þessi störf. „Við vitum að það verða útlendingar sem munu sinna mikið af þessum störfum og við verðum bara að vanda okkur við að taka utan um þetta fólk. Faðma þessa útlendinga og gera þá hluta af samfélaginu. Þannig að allar byggingarframkvæmdir vera samkvæmt skipulagi. Við erum ekki að reisa nein gettó heldur verður fólk að samlagast okkur – þetta verður fjölþjóðlegt samfélag.“Fjallað hefur verið um húsnæðisskort í Reykjanesbæ síðustu mánuði en Friðjón segir jafnvægi vera að komast á markaðinn og von sé á hundruðum bygginga á næstu tveimur til þremur árum. Hundrað manns er nú á biðlista eftir félagslegu húsnæði þrátt fyrir að Reykjanesbær sé með eitt hæsta hlutfall félagslegra íbúða á Íslandi. Friðjón útskýrir það með aðsókn fólks í bæinn úr öðrum sveitarfélögum. „Nágrannasveitarfélögin eru ekki eins stórtæk í félagslegum íbúðum, þau mættu herða sig verulega,“ segir Friðjón. Efnahagsmál Húsnæðismál Tengdar fréttir Boðist til að taka börn í fóstur við útburð hjá Sýslumanni Fimmtán eru heimilislausir í Reykjanesbæ og fjögurra ára bið eftir félagslegu húsnæði. Ástandið hefur aldrei verið jafn slæmt. Úrræðin felast fyrst og fremst í stuðningi við leigu en ekkert húsnæði er að fá. 23. júlí 2017 20:00 Mikil fjölgun íbúa er áskorun fyrir skuldum hlaðinn Reykjanesbæ Íbúar Reykjanesbæjar orðnir 17.000. Hefur fjölgað um 6,4% á einu ári. Húsnæðisskortur er mikill en byggingaframkvæmdir framundan. 28. júní 2017 20:00 Þarf yfir tvö hundruð nýjar íbúðir á ári Ef spár um fólksfjölgun á Suðurnesjum ganga eftir þarf að byggja íbúðir fyrir 10.800 fleiri íbúa á næstu þrettán árum eða allt að 400 nýjar íbúðir á hverju ári. 24. ágúst 2017 07:00 Mest lesið Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Innlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Fleiri fréttir Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Tveir handteknir vegna stolins riffils með hljóðdeyfi Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Tekur við stöðunni af Guðmundi Inga Opnunarsamkoma leiðtogafundar í menntamálum „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Sjá meira
Gert er ráð fyrir að sextíu þúsund manns muni starfa í og við keflavíkurflugvöll árið 2040, í beinum og afleiddum störfum. Jafnframt spáir Framtíðarsetur Íslands að íbúm Suðurnesja muni fjölga um 55% á næstu þrettán árum og verða um 35 þúsund talsins árið 2030. Reykjanesbær hefur gert ráðstafanir vegna þessa. „Þetta er búið að vera mjög spennandi. Við höfum endurskoðað aðalskipulag og gerum ráð fyrir mikilli uppbyggingu, segir Friðjón Einarsson, formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar. En uppbygging er líka kostnaðarsöm. Reykjanesbær sem hefur verið skuldum hlaðinn, hefur nú gert áætlun í samstarfi við eftirlitsnefnd um fjármál sveitarfélaga sem hefur verið samþykkt. Friðjón segir reksturinn ganga vel í dag. „Við erum búin að ganga frá samningum við alla kröfuhafa þannig að við erum mjög klár í framhaldið,“ segir hann. Atvinnuleysi er vel innan við tvö prósent í Reykjanesbæ og því er stóra spurningin hvernig muni ganga að manna þessi störf. „Við vitum að það verða útlendingar sem munu sinna mikið af þessum störfum og við verðum bara að vanda okkur við að taka utan um þetta fólk. Faðma þessa útlendinga og gera þá hluta af samfélaginu. Þannig að allar byggingarframkvæmdir vera samkvæmt skipulagi. Við erum ekki að reisa nein gettó heldur verður fólk að samlagast okkur – þetta verður fjölþjóðlegt samfélag.“Fjallað hefur verið um húsnæðisskort í Reykjanesbæ síðustu mánuði en Friðjón segir jafnvægi vera að komast á markaðinn og von sé á hundruðum bygginga á næstu tveimur til þremur árum. Hundrað manns er nú á biðlista eftir félagslegu húsnæði þrátt fyrir að Reykjanesbær sé með eitt hæsta hlutfall félagslegra íbúða á Íslandi. Friðjón útskýrir það með aðsókn fólks í bæinn úr öðrum sveitarfélögum. „Nágrannasveitarfélögin eru ekki eins stórtæk í félagslegum íbúðum, þau mættu herða sig verulega,“ segir Friðjón.
Efnahagsmál Húsnæðismál Tengdar fréttir Boðist til að taka börn í fóstur við útburð hjá Sýslumanni Fimmtán eru heimilislausir í Reykjanesbæ og fjögurra ára bið eftir félagslegu húsnæði. Ástandið hefur aldrei verið jafn slæmt. Úrræðin felast fyrst og fremst í stuðningi við leigu en ekkert húsnæði er að fá. 23. júlí 2017 20:00 Mikil fjölgun íbúa er áskorun fyrir skuldum hlaðinn Reykjanesbæ Íbúar Reykjanesbæjar orðnir 17.000. Hefur fjölgað um 6,4% á einu ári. Húsnæðisskortur er mikill en byggingaframkvæmdir framundan. 28. júní 2017 20:00 Þarf yfir tvö hundruð nýjar íbúðir á ári Ef spár um fólksfjölgun á Suðurnesjum ganga eftir þarf að byggja íbúðir fyrir 10.800 fleiri íbúa á næstu þrettán árum eða allt að 400 nýjar íbúðir á hverju ári. 24. ágúst 2017 07:00 Mest lesið Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Innlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Fleiri fréttir Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Tveir handteknir vegna stolins riffils með hljóðdeyfi Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Tekur við stöðunni af Guðmundi Inga Opnunarsamkoma leiðtogafundar í menntamálum „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Sjá meira
Boðist til að taka börn í fóstur við útburð hjá Sýslumanni Fimmtán eru heimilislausir í Reykjanesbæ og fjögurra ára bið eftir félagslegu húsnæði. Ástandið hefur aldrei verið jafn slæmt. Úrræðin felast fyrst og fremst í stuðningi við leigu en ekkert húsnæði er að fá. 23. júlí 2017 20:00
Mikil fjölgun íbúa er áskorun fyrir skuldum hlaðinn Reykjanesbæ Íbúar Reykjanesbæjar orðnir 17.000. Hefur fjölgað um 6,4% á einu ári. Húsnæðisskortur er mikill en byggingaframkvæmdir framundan. 28. júní 2017 20:00
Þarf yfir tvö hundruð nýjar íbúðir á ári Ef spár um fólksfjölgun á Suðurnesjum ganga eftir þarf að byggja íbúðir fyrir 10.800 fleiri íbúa á næstu þrettán árum eða allt að 400 nýjar íbúðir á hverju ári. 24. ágúst 2017 07:00