Grunaður um ítrekað ofbeldi og hótanir: Gaf sig fram við lögreglu á Keflavíkurflugvelli af ótta við eiginmanninn Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 9. janúar 2018 15:31 Maðurinn er grunaður um að hafa rofið skilorð með háttsemi sinni gagnvart eiginkonu sinni. Vísir/Eyþór Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavík þess efnis að karlmaður skuli sæta gæsluvarðhaldi til 1. febrúar næstkomandi vegna gruns um að hafa beitt eiginkonu sína og barnsmóður ítrekað ofbeldi á undanförnum mánuðum og haft í hótunum við hana. Maðurinn var þann 23. júní 2017 í sex mánaða úrskurðaður í nálgunarbann gagnvart konunni og þegar það rann út var hann úrskurðaður í áframhaldandi sex mánaða nálgunarbann til 23. júní 2018. Sá úrskurður hafði ekki verið birtur manninum þegar hann var handtekinn af lögreglu þann 3. janúar síðastliðinn vegna gruns um ofbeldi og hótanir í garð konunnar. Daginn eftir var hann úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald.Fram kemur í úrskurði héraðsdóms að konan hafi óttast um líf sitt, öryggi og velferð og að hún telji sig geta orðið fyrir árásum af hendi mannsins.Konan dvalið í Kvennaathvarfinu í tæpt ár Þannig hafi hún í febrúar 2017 gefið sig fram við lögregluna á Keflavíkurflugvelli, þegar hún kom til Íslands, þar sem hún óttaðist að eiginmaðurinn væri kominn í móttökusal flugstöðvarinnar til að taka á móti henni. Sagði hún lögreglu að hann hefði haft í hótunum við sig. Konan var í kjölfarið flutt í Kvennaathvarfið þar sem hún hefur dvalið síðan ásamt syni sínum. Í úrskurði héraðsdóms er skýrslutaka yfir konunni rakin þar sem hún lýsir kynnum sínum og eiginmannsins. Þau hafi verið kynnt af fjölskyldum sínum árið 2014 og trúlofað sig stuttu síðar. Þau hafi svo gift sig í ágúst 2015 og hún kom svo til Íslands 2. september 2015. Konan hafi þá búið með manninum, foreldrum hans og systkinum. Í skýrslutökunni lýsir hún því að foreldrar eiginmanns hennar rífist mikið við systkini hans og að systkinin hafi verið beitt ofbeldi. Svo segir í úrskurði héraðsdóms: „Hún hafi ekki fengið neinn pening og því ekki getað farið út og ekkert getað gert. Fljótt varð hún ólétt. Meðan hún var ófrísk lýsti hún því að hann hafi ýtt henni í nokkur skipti, en eftir að barnið fæddist, […] 2016, ágerðist ofbeldið og hann veittist að henni með höggum og spörkum í ca. 3-4 skipti. Í eitt skiptið, þann 5. nóvember 2016 tók hann A hálstaki með annarri hendi á meðan hann sat ofan á henni og sló hana ítrekað í andlitið með hinni höndinni.“Sagður hafa hótað eiginkonunni lífláti í hvert sinn sem hann réðst á hana Systir mannsins hringdi þá á lögregluna en hann sagði systrunum að segja lögreglu að þær hafi verið að rífast út af buxum og hann hafi öskrað á þær. Sá framburður er því ritaður í dagbók lögreglu sem taldi ekki ástæðu til að aðhafast frekar. Þá eru í úrskurðinum einnig raktar skýrslutökur lögreglu af systrum mannsins. Önnur þeirra lýsti því hvernig maðurinn hefði lagt hönd á eiginkonu sína. Hin systirin sagði lögregla að systir hennar hefði hringt í sig og sagt sér að bróðir hefði ráðist á konuna. Þegar hún hafi komið heim hafi mágkona hennar verið hágrátandi. Maðurinn hefði hótað eiginkonu sinni lífláti í hvert sinn sem hann réðst á hana og ef hún færi til lögreglu. Konan var á Íslandi fram í desember 2016 en kom aftur í febrúar 2017 eins og áður segir. Hún hafi dvalið í Kvennaathvarfinu síðan þá en í úrskurði héraðsdóms eru rakin nokkur tilvik þar sem eiginmaður hafi komið í Kvennaathvarfið og áreitt konuna. Auk brota mannsins gegn eiginkonu sinni er hann grunaður um ýmsa aðra refsiverða háttsemi, þar með talið stórfellt fíkniefna-og lyfjalagabrot. Þá hlaut hann árið 2016 fjögurra mánaða skilorðsbundinn dóm vegna fíkniefnalagabrots en hann er nú undir sterkum grun um að hafa rofið það skilorð. Fréttin hefur verið uppfærð þar sem í fyrstu útgáfu hennar sagði að Hæstiréttur hefði staðfest úrskurð héraðsdóms. Það er ekki rétt heldur er um að ræða Landsrétt. Lokað var fyrir ummæli við þessa frétt. Lögreglumál Mest lesið Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik Erlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Innlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Fleiri fréttir Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Sjá meira
Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavík þess efnis að karlmaður skuli sæta gæsluvarðhaldi til 1. febrúar næstkomandi vegna gruns um að hafa beitt eiginkonu sína og barnsmóður ítrekað ofbeldi á undanförnum mánuðum og haft í hótunum við hana. Maðurinn var þann 23. júní 2017 í sex mánaða úrskurðaður í nálgunarbann gagnvart konunni og þegar það rann út var hann úrskurðaður í áframhaldandi sex mánaða nálgunarbann til 23. júní 2018. Sá úrskurður hafði ekki verið birtur manninum þegar hann var handtekinn af lögreglu þann 3. janúar síðastliðinn vegna gruns um ofbeldi og hótanir í garð konunnar. Daginn eftir var hann úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald.Fram kemur í úrskurði héraðsdóms að konan hafi óttast um líf sitt, öryggi og velferð og að hún telji sig geta orðið fyrir árásum af hendi mannsins.Konan dvalið í Kvennaathvarfinu í tæpt ár Þannig hafi hún í febrúar 2017 gefið sig fram við lögregluna á Keflavíkurflugvelli, þegar hún kom til Íslands, þar sem hún óttaðist að eiginmaðurinn væri kominn í móttökusal flugstöðvarinnar til að taka á móti henni. Sagði hún lögreglu að hann hefði haft í hótunum við sig. Konan var í kjölfarið flutt í Kvennaathvarfið þar sem hún hefur dvalið síðan ásamt syni sínum. Í úrskurði héraðsdóms er skýrslutaka yfir konunni rakin þar sem hún lýsir kynnum sínum og eiginmannsins. Þau hafi verið kynnt af fjölskyldum sínum árið 2014 og trúlofað sig stuttu síðar. Þau hafi svo gift sig í ágúst 2015 og hún kom svo til Íslands 2. september 2015. Konan hafi þá búið með manninum, foreldrum hans og systkinum. Í skýrslutökunni lýsir hún því að foreldrar eiginmanns hennar rífist mikið við systkini hans og að systkinin hafi verið beitt ofbeldi. Svo segir í úrskurði héraðsdóms: „Hún hafi ekki fengið neinn pening og því ekki getað farið út og ekkert getað gert. Fljótt varð hún ólétt. Meðan hún var ófrísk lýsti hún því að hann hafi ýtt henni í nokkur skipti, en eftir að barnið fæddist, […] 2016, ágerðist ofbeldið og hann veittist að henni með höggum og spörkum í ca. 3-4 skipti. Í eitt skiptið, þann 5. nóvember 2016 tók hann A hálstaki með annarri hendi á meðan hann sat ofan á henni og sló hana ítrekað í andlitið með hinni höndinni.“Sagður hafa hótað eiginkonunni lífláti í hvert sinn sem hann réðst á hana Systir mannsins hringdi þá á lögregluna en hann sagði systrunum að segja lögreglu að þær hafi verið að rífast út af buxum og hann hafi öskrað á þær. Sá framburður er því ritaður í dagbók lögreglu sem taldi ekki ástæðu til að aðhafast frekar. Þá eru í úrskurðinum einnig raktar skýrslutökur lögreglu af systrum mannsins. Önnur þeirra lýsti því hvernig maðurinn hefði lagt hönd á eiginkonu sína. Hin systirin sagði lögregla að systir hennar hefði hringt í sig og sagt sér að bróðir hefði ráðist á konuna. Þegar hún hafi komið heim hafi mágkona hennar verið hágrátandi. Maðurinn hefði hótað eiginkonu sinni lífláti í hvert sinn sem hann réðst á hana og ef hún færi til lögreglu. Konan var á Íslandi fram í desember 2016 en kom aftur í febrúar 2017 eins og áður segir. Hún hafi dvalið í Kvennaathvarfinu síðan þá en í úrskurði héraðsdóms eru rakin nokkur tilvik þar sem eiginmaður hafi komið í Kvennaathvarfið og áreitt konuna. Auk brota mannsins gegn eiginkonu sinni er hann grunaður um ýmsa aðra refsiverða háttsemi, þar með talið stórfellt fíkniefna-og lyfjalagabrot. Þá hlaut hann árið 2016 fjögurra mánaða skilorðsbundinn dóm vegna fíkniefnalagabrots en hann er nú undir sterkum grun um að hafa rofið það skilorð. Fréttin hefur verið uppfærð þar sem í fyrstu útgáfu hennar sagði að Hæstiréttur hefði staðfest úrskurð héraðsdóms. Það er ekki rétt heldur er um að ræða Landsrétt. Lokað var fyrir ummæli við þessa frétt.
Lögreglumál Mest lesið Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik Erlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Innlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Fleiri fréttir Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Sjá meira