Algengt að karlkyns þolendur nauðgana upplifi hótanir, kúgun og mútur Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 5. janúar 2018 15:15 Neyðarmóttaka fyrir þolendur nauðgana er staðsett á Landspítalanum í Fossvogi og er opin allan sólarhringinn, allan ársins hring. vísir/heiða helgadóttir „Það hefur sýnt sig að áföll í æsku leiða drengi oft út í afbrot, áfengis- og fíkniefnaneyslu,“ sagði Dr. Sigrún Sigurðardóttir lektor og formaður Rannsóknamiðstöðvar gegn ofbeldi við HA, í erindi sínu í dag á ráðstefnunni Þöggun, skömmin og kerfið. Hún varði síðasta sumar doktorsritgerð sína Kynferðislegt ofbeldi í æsku: Afleiðingar og heildræn meðferðarúrræði. Þolendur nauðgana upplifa oft sjálfsásökun, skömm og sektarkennd. „Það sem að er kannski mjög algengt með drengi sem þolendur eru þessar hótanir, kúgun og mútur. Þeir þiggja peninga, þeir fá síma, þeir fá áfengi og oft eru þeir mjög ungir þegar þeir verða á vegi ofbeldismannsins.“Upplifa fordóma og efast um kynhneigð sína Sigrún segir að það sé erfitt að segja frá fyrir þá sem hafi þegið áfengi og verða fyrir broti, erfitt sé að segjast hafa orðið fyrir broti og að segja svo frá því að hafa drukkið undir lögaldri. „Þeir upplifa fordóma, bæði fordóma frá sjálfum sér og fjölskyldu sinni og samfélaginu, út af því að þeir eru karlmenn. Það er mjög algengt að karlmenn segi ekki frá, leiti sér ekki hjálpar og kæri því ekki.“ Tölfræðin yfir fjölda karlmanna sem kæri nauðgun eða leiti á neyðarmóttöku, gefi því ekki rétta mynd af tíðninni. „Þeir eru einnig að glíma við efasemdir um kynhneigð, vegna þess að drengir sem eru misnotaðir af karlmönnum, halda jafnvel að þeir séu samkynhneigðir.“ Sigrún segir að karlmenn sem verði fyrir kynferðisbroti efist stundum um karlmennskuímynd sína. „Segja að þetta sé eitthvað svona „matcho-dæmi“ að þú nauðgar ekki karlmönnum. Að þeir eiga að vera sterkir og standa upp og svara fyrir sig og geta barist á móti.“Tæpur helmingur fanga orðið fyrir kynferðisbroti Erlendar rannsóknir hafa sýnt að einn af hverjum sex drengjum verður fyrir kynferðislegu ofbeldi í æsku, þó finnast rannsóknir allt frá 3 til 23 prósent algengi. Sigrún segir að erfitt er að rannsaka karlmenn sem þolendur kynferðisofbeldis að oft náist ekki til karla og drengja sem eru fíkniefnaneytendur eða í fangelsi eða hafa tekið sitt eigið líf. „Rannsókn sem var gerð í Háskólanum á Akureyri á meðal fanga um ofbeldi, þar kom fram að fimmtíu prósent karlkyns fanga á Íslandi sögðu frá kynferðislegu ofbeldi í æsku.“ Sigrún segir að afleiðingarnar séu brotin sjálfsmynd, andfélagsleg hegðun, námserfiðleikar, áfengis- og fíkniefnamisnotkun, afbrot, félagsleg einangrun, sjálfsskaðandi hegðun og sjálfsvígshugsanir. Segir hún að þolendurnir gefist á endanum upp ef kerfið er ekki að virka, ef það er ekki að hjálpa þeim. „Alvarlegustu afleiðingarnar eftir nauðgun og kynferðislegt ofbeldi meðal karla eru sjálfsvíg.“ Lögreglumál Tengdar fréttir Bein útsending: Þögnin, skömmin og kerfið Í dag fer fram ráðstefna um nauðgun á vegum lagadeildar og sálfræðisviðs Háskólans í Reykjavík. 5. janúar 2018 12:30 „Það á aldrei neinn að þjást í þögninni“ Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra segir að tíminn sé versti óvinur réttvísinnar í kynferðisbrotum. 5. janúar 2018 13:50 Mest lesið Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik Erlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Innlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Fleiri fréttir Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Sjá meira
„Það hefur sýnt sig að áföll í æsku leiða drengi oft út í afbrot, áfengis- og fíkniefnaneyslu,“ sagði Dr. Sigrún Sigurðardóttir lektor og formaður Rannsóknamiðstöðvar gegn ofbeldi við HA, í erindi sínu í dag á ráðstefnunni Þöggun, skömmin og kerfið. Hún varði síðasta sumar doktorsritgerð sína Kynferðislegt ofbeldi í æsku: Afleiðingar og heildræn meðferðarúrræði. Þolendur nauðgana upplifa oft sjálfsásökun, skömm og sektarkennd. „Það sem að er kannski mjög algengt með drengi sem þolendur eru þessar hótanir, kúgun og mútur. Þeir þiggja peninga, þeir fá síma, þeir fá áfengi og oft eru þeir mjög ungir þegar þeir verða á vegi ofbeldismannsins.“Upplifa fordóma og efast um kynhneigð sína Sigrún segir að það sé erfitt að segja frá fyrir þá sem hafi þegið áfengi og verða fyrir broti, erfitt sé að segjast hafa orðið fyrir broti og að segja svo frá því að hafa drukkið undir lögaldri. „Þeir upplifa fordóma, bæði fordóma frá sjálfum sér og fjölskyldu sinni og samfélaginu, út af því að þeir eru karlmenn. Það er mjög algengt að karlmenn segi ekki frá, leiti sér ekki hjálpar og kæri því ekki.“ Tölfræðin yfir fjölda karlmanna sem kæri nauðgun eða leiti á neyðarmóttöku, gefi því ekki rétta mynd af tíðninni. „Þeir eru einnig að glíma við efasemdir um kynhneigð, vegna þess að drengir sem eru misnotaðir af karlmönnum, halda jafnvel að þeir séu samkynhneigðir.“ Sigrún segir að karlmenn sem verði fyrir kynferðisbroti efist stundum um karlmennskuímynd sína. „Segja að þetta sé eitthvað svona „matcho-dæmi“ að þú nauðgar ekki karlmönnum. Að þeir eiga að vera sterkir og standa upp og svara fyrir sig og geta barist á móti.“Tæpur helmingur fanga orðið fyrir kynferðisbroti Erlendar rannsóknir hafa sýnt að einn af hverjum sex drengjum verður fyrir kynferðislegu ofbeldi í æsku, þó finnast rannsóknir allt frá 3 til 23 prósent algengi. Sigrún segir að erfitt er að rannsaka karlmenn sem þolendur kynferðisofbeldis að oft náist ekki til karla og drengja sem eru fíkniefnaneytendur eða í fangelsi eða hafa tekið sitt eigið líf. „Rannsókn sem var gerð í Háskólanum á Akureyri á meðal fanga um ofbeldi, þar kom fram að fimmtíu prósent karlkyns fanga á Íslandi sögðu frá kynferðislegu ofbeldi í æsku.“ Sigrún segir að afleiðingarnar séu brotin sjálfsmynd, andfélagsleg hegðun, námserfiðleikar, áfengis- og fíkniefnamisnotkun, afbrot, félagsleg einangrun, sjálfsskaðandi hegðun og sjálfsvígshugsanir. Segir hún að þolendurnir gefist á endanum upp ef kerfið er ekki að virka, ef það er ekki að hjálpa þeim. „Alvarlegustu afleiðingarnar eftir nauðgun og kynferðislegt ofbeldi meðal karla eru sjálfsvíg.“
Lögreglumál Tengdar fréttir Bein útsending: Þögnin, skömmin og kerfið Í dag fer fram ráðstefna um nauðgun á vegum lagadeildar og sálfræðisviðs Háskólans í Reykjavík. 5. janúar 2018 12:30 „Það á aldrei neinn að þjást í þögninni“ Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra segir að tíminn sé versti óvinur réttvísinnar í kynferðisbrotum. 5. janúar 2018 13:50 Mest lesið Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik Erlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Innlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Fleiri fréttir Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Sjá meira
Bein útsending: Þögnin, skömmin og kerfið Í dag fer fram ráðstefna um nauðgun á vegum lagadeildar og sálfræðisviðs Háskólans í Reykjavík. 5. janúar 2018 12:30
„Það á aldrei neinn að þjást í þögninni“ Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra segir að tíminn sé versti óvinur réttvísinnar í kynferðisbrotum. 5. janúar 2018 13:50