Öll í strætó Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar 4. janúar 2018 07:00 Það gleður mig mjög að nú á nýju ári skuli Strætó BS taka mörg mikilvæg skref að bættri þjónustu við íbúa höfuðborgarsvæðisins. Ég er meðal annars að tala um lengri þjónustutíma, næturstrætó, enga sumaráætlun, aukna tíðni og aðgengi fleira fólks að þjónustunni. Við þurfum öflugt almenningssamgöngukerfi til að ekki verði gengið á umhverfisgæði íbúa á höfuðborgarsvæðinu þótt íbúum fjölgi og mikilvægur þáttur í því er að koma í veg fyrir að bílum fjölgi í sama hlutfalli. Fyrirhuguð Borgarlína gegnir þar lykilhlutverki en henni er ætlað að tengja kjarna allra sveitarfélaganna saman með samgöngu- og þróunarásum. Strætó mun þó áfram gegna veigamiklu hlutverki til að almenningssamgöngur verði raunhæfur kostur. Framtíðarsýn Strætó er að viðskiptavinir okkar kjósi að komast leiðar sinnar með Strætó vegna þess að það sé mun hagkvæmari, umhverfisvænni og jafnvel fljótlegri kostur en að nota einkabíl. Sem skref í átt að þessari framtíðarsýn aukum við þjónustu Strætó og innleiðum breytingar á leiðakerfi, lengjum þjónustutímann og aukum tíðni um leið og við stækkum þjónustusvæði Strætó. Leið 6 mun aka að Egilshöll í Grafarvogi á 10 mínútna tíðni á annatímum eins og leið 1 hefur nú gert í rúmt ár með góðum árangri. Þjónustutími verður lengdur til klukkan 1 eftir miðnætti á leiðum 1, 2, 3, 4, 5, 6, 11, 12, 15 og 18 og í akstursþjónustu fatlaðra. Næturakstur hefst til reynslu í eitt ár þannig að sex leiðir verða eknar á um klukkutíma fresti frá klukkan 01.00 til 04.30 úr miðbæ Reykjavíkur aðfaranætur laugar- og sunnudaga. Við munum fylgjast með notkun og árangri þessara breytinga enda er meginhlutverk Strætó BS að nýta það fé sem sveitarfélög og ríki fjárfesta í þjónustunni sem allra best til að koma til móts við óskir og væntingar viðskiptavina. Örar breytingar á þjónustu almenningssamgangna eru ekki ákjósanlegar og það gleður okkur því að geta tilkynnt að 2018 verður engin sérstök þjónustuskerðing yfir sumartímann eins og síðastliðin ár. Það er von mín að þessar breytingar geri fleiri íbúum kleift að koma með í Strætó, það er upplagt áramótaheit. Höfundur er stjórnarformaður Strætó, varaformaður Samfylkingarinnar og borgarfulltrúi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Heiða Björg Hilmisdóttir Mest lesið Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Sjá meira
Það gleður mig mjög að nú á nýju ári skuli Strætó BS taka mörg mikilvæg skref að bættri þjónustu við íbúa höfuðborgarsvæðisins. Ég er meðal annars að tala um lengri þjónustutíma, næturstrætó, enga sumaráætlun, aukna tíðni og aðgengi fleira fólks að þjónustunni. Við þurfum öflugt almenningssamgöngukerfi til að ekki verði gengið á umhverfisgæði íbúa á höfuðborgarsvæðinu þótt íbúum fjölgi og mikilvægur þáttur í því er að koma í veg fyrir að bílum fjölgi í sama hlutfalli. Fyrirhuguð Borgarlína gegnir þar lykilhlutverki en henni er ætlað að tengja kjarna allra sveitarfélaganna saman með samgöngu- og þróunarásum. Strætó mun þó áfram gegna veigamiklu hlutverki til að almenningssamgöngur verði raunhæfur kostur. Framtíðarsýn Strætó er að viðskiptavinir okkar kjósi að komast leiðar sinnar með Strætó vegna þess að það sé mun hagkvæmari, umhverfisvænni og jafnvel fljótlegri kostur en að nota einkabíl. Sem skref í átt að þessari framtíðarsýn aukum við þjónustu Strætó og innleiðum breytingar á leiðakerfi, lengjum þjónustutímann og aukum tíðni um leið og við stækkum þjónustusvæði Strætó. Leið 6 mun aka að Egilshöll í Grafarvogi á 10 mínútna tíðni á annatímum eins og leið 1 hefur nú gert í rúmt ár með góðum árangri. Þjónustutími verður lengdur til klukkan 1 eftir miðnætti á leiðum 1, 2, 3, 4, 5, 6, 11, 12, 15 og 18 og í akstursþjónustu fatlaðra. Næturakstur hefst til reynslu í eitt ár þannig að sex leiðir verða eknar á um klukkutíma fresti frá klukkan 01.00 til 04.30 úr miðbæ Reykjavíkur aðfaranætur laugar- og sunnudaga. Við munum fylgjast með notkun og árangri þessara breytinga enda er meginhlutverk Strætó BS að nýta það fé sem sveitarfélög og ríki fjárfesta í þjónustunni sem allra best til að koma til móts við óskir og væntingar viðskiptavina. Örar breytingar á þjónustu almenningssamgangna eru ekki ákjósanlegar og það gleður okkur því að geta tilkynnt að 2018 verður engin sérstök þjónustuskerðing yfir sumartímann eins og síðastliðin ár. Það er von mín að þessar breytingar geri fleiri íbúum kleift að koma með í Strætó, það er upplagt áramótaheit. Höfundur er stjórnarformaður Strætó, varaformaður Samfylkingarinnar og borgarfulltrúi.
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun