Þetta sagði Guðjón Valur í viðtalinu sem stuðaði svo marga Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. janúar 2018 08:00 Guðjón Valur Sigurðsson. Vísir/EPA Guðjón Valur Sigurðsson var besti leikmaður íslenska landsliðsins í tapinu á móti Serbíu í gær en úrslitin þýða að íslenska liðið er á leiðinni heim. Viðtalið við landsliðsfyrirliðann á RÚV eftir leik vakti mikla athygli enda virtist Guðjón Valur vera kátur og glaður þrátt fyrir skelfilegan lokakafla og tap. Hann vissi það ekki þá en seinna um kvöldið kom í ljós að tapið kostaði íslenska landsliðið sæti í milliriðlinum. Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson, íþróttamaður hjá RÚV, tók viðtalið við Guðjón Val og spurði hann fyrst um fyrstu hugsanir hans eftir þennan leik. „Alltaf skal þetta enda svona maður. Ha. Þegar þú mátt tapa með þremur þá tapar þú með þremur. Þetta er eins og þetta sé skrifað í skýin. Mikið ótrúlega er þetta gaman,“ sagði Guðjón Valur. Þorkell talaði þá um að strákarnir ætluðu að bjóða þjóðinni upp á spennu fram á kvöld. „Já, okkur sjálfum og áhorfendum og öllum. Við vonum það besta, að Króatarnir vinni og þá erum við áfram með tvö stig. Þá er eins og þetta hafi aldrei gerst,“ sagði Guðjón Valur. Þorkell spurði Guðjón þá út í leikinn og hvernig landsliðsfyrirliðinn upplifði hann. „Ofboðslega skemmtilegur. Fullt af fjöri og fullt af færum. Við að spila ágætlega en vorum kannski aðeins á handbremsunni. Mér fannst eins og við værum að verja sætið í milliriðli í staðinn fyrir að ná í það og taka það með okkur heim. Við áttum að vera búnir að klára þennan leik ef ég skora úr mínu hraðaupphlaupi og Malli (Arnór) úr sínu. Þá hefðum við verið komnir fimm mörkum yfir og værum að sigla lygnan sjó,“ sagði Guðjón Valur en skipti þá aftur í furðulega tóninn sem einkenndi þetta sérstaka viðtal. „Þetta skal alltaf að vera svona. Þetta er sportið maður. Ótrúlega gaman,“ sagði Guðjón Valur en Þorkell spurði hann síðan út í lokaskotið sem Björgvin Páll varði og hélt lífi í vonum íslenska liðsins. „Hann á skilið eitt gott nudd í kvöld. Herbergisfélaginn. Það verður eitthvað gott sem ég plana fyrir hann og geri fyrir hann,“ sagði Guðjón Valur. Logi Geirsson, handboltasérfræðingur RÚV talað um viðtalið þegar var skipt aftur á þá í myndverinu eftir viðtalið við Guðjón Val. „Þetta var mjög einkennilegt viðtal, verða ég að segja,“ sagði Logi og Snorri Steinn Guðjónsson hló við hlið hans. „Þetta var dass af geðshræringu og þetta er eitthvað tilfinningaviðtal,“ sagði Logi en það má sjá viðtalið við Guðjón Val Sigurðsson hér fyrir neðan.Alltaf skal þetta enda svona - Viðtal við Guðjón Val eftir leik Íslands og Serbíu fyrr í dag.https://t.co/0X8ghpLDBq — RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) January 16, 2018 EM 2018 í handbolta Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Körfubolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Fleiri fréttir Leikdagur í Innbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Sjá meira
Guðjón Valur Sigurðsson var besti leikmaður íslenska landsliðsins í tapinu á móti Serbíu í gær en úrslitin þýða að íslenska liðið er á leiðinni heim. Viðtalið við landsliðsfyrirliðann á RÚV eftir leik vakti mikla athygli enda virtist Guðjón Valur vera kátur og glaður þrátt fyrir skelfilegan lokakafla og tap. Hann vissi það ekki þá en seinna um kvöldið kom í ljós að tapið kostaði íslenska landsliðið sæti í milliriðlinum. Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson, íþróttamaður hjá RÚV, tók viðtalið við Guðjón Val og spurði hann fyrst um fyrstu hugsanir hans eftir þennan leik. „Alltaf skal þetta enda svona maður. Ha. Þegar þú mátt tapa með þremur þá tapar þú með þremur. Þetta er eins og þetta sé skrifað í skýin. Mikið ótrúlega er þetta gaman,“ sagði Guðjón Valur. Þorkell talaði þá um að strákarnir ætluðu að bjóða þjóðinni upp á spennu fram á kvöld. „Já, okkur sjálfum og áhorfendum og öllum. Við vonum það besta, að Króatarnir vinni og þá erum við áfram með tvö stig. Þá er eins og þetta hafi aldrei gerst,“ sagði Guðjón Valur. Þorkell spurði Guðjón þá út í leikinn og hvernig landsliðsfyrirliðinn upplifði hann. „Ofboðslega skemmtilegur. Fullt af fjöri og fullt af færum. Við að spila ágætlega en vorum kannski aðeins á handbremsunni. Mér fannst eins og við værum að verja sætið í milliriðli í staðinn fyrir að ná í það og taka það með okkur heim. Við áttum að vera búnir að klára þennan leik ef ég skora úr mínu hraðaupphlaupi og Malli (Arnór) úr sínu. Þá hefðum við verið komnir fimm mörkum yfir og værum að sigla lygnan sjó,“ sagði Guðjón Valur en skipti þá aftur í furðulega tóninn sem einkenndi þetta sérstaka viðtal. „Þetta skal alltaf að vera svona. Þetta er sportið maður. Ótrúlega gaman,“ sagði Guðjón Valur en Þorkell spurði hann síðan út í lokaskotið sem Björgvin Páll varði og hélt lífi í vonum íslenska liðsins. „Hann á skilið eitt gott nudd í kvöld. Herbergisfélaginn. Það verður eitthvað gott sem ég plana fyrir hann og geri fyrir hann,“ sagði Guðjón Valur. Logi Geirsson, handboltasérfræðingur RÚV talað um viðtalið þegar var skipt aftur á þá í myndverinu eftir viðtalið við Guðjón Val. „Þetta var mjög einkennilegt viðtal, verða ég að segja,“ sagði Logi og Snorri Steinn Guðjónsson hló við hlið hans. „Þetta var dass af geðshræringu og þetta er eitthvað tilfinningaviðtal,“ sagði Logi en það má sjá viðtalið við Guðjón Val Sigurðsson hér fyrir neðan.Alltaf skal þetta enda svona - Viðtal við Guðjón Val eftir leik Íslands og Serbíu fyrr í dag.https://t.co/0X8ghpLDBq — RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) January 16, 2018
EM 2018 í handbolta Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Körfubolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Fleiri fréttir Leikdagur í Innbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Sjá meira