Aron Jóhannsson fékk að spila síðustu mínúturnar í jafntefli Werder Bremen gegn Hoffenheim í þýsku Bundesligunni í fótbolta í dag.
Aron kom inn á 84. mínútu fyrir Florian Kainz en þá var staðan orðin 1-1. Aron náði ekki að breyta því og urðu það lokatölur.
Benjamini Hubner kom Hoffenheim yfir á 39. mínútu en það var Theodor Gebre Selassie sem jafnaði metin fyrir 63. mínútu.
Bremen er í fallsæti, með 16 stig eftir 18 umferðir.
Augsburg var án krafta Alfreðs Finnbogasonar, en hann er meiddur á hásin, þegar liðið mætti Hamburg á heimavelli.
Ja-Cheol Koo skoraði eina mark leiskins fyrir Augsburg á loka mínútum fyrri hálfleiks, en Augsburg er um miðja deild, í 8. sæti.
Frankfurt og Freiburg gerðu 1-1 jafntefli, Hannover sigraði Mainz 3-2 og Stuttgart bar sigurorð af Hertha Berlin 1-0.
