„Þetta er náttúrlega gríðarlegt áfall fyrir alla" Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 30. janúar 2018 19:45 86 starfsmönnum Odda var sagt upp störfum í dag. Meðal þeirra sem missa vinnuna var fólk með áratuga langa reynslu hjá fyrirtækinu og eru starfsmenn eru slegnir yfir tíðindunum. Hópuppsögnin sem greint var frá í dag er með þeim umfangsmestu sem þekkjast á einu bretti. „Þetta er náttúrlega gríðarlegt áfall fyrir alla. Bæði þá sem eru að fara og þá sem eftir sitja og þessi dagur er enginn gleðidagur í sögu fyrirtækisins,“ segir Kristján Geir Gunnarsson framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Odda, í samtali við Stöð 2. Uppsagnirnar eru til komnar vegna ákvörðunar fyrirtækisins um að leggja af innlenda framleiðslu á plast- og bylgjuumbúðum. Við breytingarnar verða lögð niður 83 störf við framleiðslu og afleidd störf og þá verður fækkað um þrjá í framkvæmdastjórn fyrirtækisins.Uppsagnirnar taka gildi um mánaðamótin, einhverjir starfsmannanna kusu að láta samstundis af störfum en aðrir vinna uppsagnafrest. „Aðdragandinn er mjög langur. Við erum búin að vera að velta þessari stöðu fyrir okkur síðan um mitt árið. Við erum búin að velta fyrir okkur ýmsum sviðsmyndum þessari stöðu, því miður þá er þetta raunin, bara til að tryggja framtíð fyrirtækisins,“ segir Kristján Geir. Trúnaðarmaður starfsmanna segir tíðindin vera gríðarlegt áfall. „Fólk er slegið yfir þessu og það er bara rólegt yfir öllum hérna,“ segir Kristín Helgadóttir, trúnaðarmaður starfsmanna. „Það er mjög hár starfsaldur í prentsmiðjunni, einhverjir sem hafa verið í yfir þrjátíu ár. Ég veit um einn sem var alla veganna búinn að vera í 35 ár, eitthvað svoleiðis. [...] Ég man ekki eftir svona stórri tölu, alla veganna ekki um síðari ár, þetta eru 86 manns sem eru að fara héðan,“ bætir Kristín við. Samkvæmt upplýsingum frá Vinnumálastofnun eru hópuppsagnirnar í dag með þeim umfangsmestu sem þekkjast á einu bretti, en þó ekki þær umfangsmestu. Sem dæmi sagði HB Grandi upp um áttatíu starfsmönnum í fyrra og þá sagði Actavis upp um nítíu manns í fyrra og 105 manns árið þar áður. Vistaskipti Tengdar fréttir 86 manns sagt upp hjá Odda 86 manns munu missa starfið hjá Odda vegna ákvörðunar um að leggja af innlenda framleiðslu á plast- og bylgjuumbúðum. 30. janúar 2018 13:40 Hópuppsögn hjá Odda: Fólki með áratugastarfsreynslu var sagt upp Fólk er slegið. Það er rosalega erfitt að horfa á eftir fólkinu hérna, segir trúnaðarmaður starfsmanna. 30. janúar 2018 14:27 Mest lesið Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Viðskipti innlent „Þetta er afnotagjald“ Viðskipti innlent „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Viðskipti innlent Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Viðskipti innlent Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Viðskipti innlent BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Eyjólfur Árni hættir hjá SA Viðskipti innlent Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Viðskipti innlent Jón Ólafur í framboði til formanns SA Viðskipti innlent Fleiri fréttir Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Hans leiðir vinnu við mögulega sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Hagnaður Isavia rúmir fimm milljarðar Aðalsteinn verður aðstoðarritsjóri við hlið systur sinnar Sjá meira
86 starfsmönnum Odda var sagt upp störfum í dag. Meðal þeirra sem missa vinnuna var fólk með áratuga langa reynslu hjá fyrirtækinu og eru starfsmenn eru slegnir yfir tíðindunum. Hópuppsögnin sem greint var frá í dag er með þeim umfangsmestu sem þekkjast á einu bretti. „Þetta er náttúrlega gríðarlegt áfall fyrir alla. Bæði þá sem eru að fara og þá sem eftir sitja og þessi dagur er enginn gleðidagur í sögu fyrirtækisins,“ segir Kristján Geir Gunnarsson framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Odda, í samtali við Stöð 2. Uppsagnirnar eru til komnar vegna ákvörðunar fyrirtækisins um að leggja af innlenda framleiðslu á plast- og bylgjuumbúðum. Við breytingarnar verða lögð niður 83 störf við framleiðslu og afleidd störf og þá verður fækkað um þrjá í framkvæmdastjórn fyrirtækisins.Uppsagnirnar taka gildi um mánaðamótin, einhverjir starfsmannanna kusu að láta samstundis af störfum en aðrir vinna uppsagnafrest. „Aðdragandinn er mjög langur. Við erum búin að vera að velta þessari stöðu fyrir okkur síðan um mitt árið. Við erum búin að velta fyrir okkur ýmsum sviðsmyndum þessari stöðu, því miður þá er þetta raunin, bara til að tryggja framtíð fyrirtækisins,“ segir Kristján Geir. Trúnaðarmaður starfsmanna segir tíðindin vera gríðarlegt áfall. „Fólk er slegið yfir þessu og það er bara rólegt yfir öllum hérna,“ segir Kristín Helgadóttir, trúnaðarmaður starfsmanna. „Það er mjög hár starfsaldur í prentsmiðjunni, einhverjir sem hafa verið í yfir þrjátíu ár. Ég veit um einn sem var alla veganna búinn að vera í 35 ár, eitthvað svoleiðis. [...] Ég man ekki eftir svona stórri tölu, alla veganna ekki um síðari ár, þetta eru 86 manns sem eru að fara héðan,“ bætir Kristín við. Samkvæmt upplýsingum frá Vinnumálastofnun eru hópuppsagnirnar í dag með þeim umfangsmestu sem þekkjast á einu bretti, en þó ekki þær umfangsmestu. Sem dæmi sagði HB Grandi upp um áttatíu starfsmönnum í fyrra og þá sagði Actavis upp um nítíu manns í fyrra og 105 manns árið þar áður.
Vistaskipti Tengdar fréttir 86 manns sagt upp hjá Odda 86 manns munu missa starfið hjá Odda vegna ákvörðunar um að leggja af innlenda framleiðslu á plast- og bylgjuumbúðum. 30. janúar 2018 13:40 Hópuppsögn hjá Odda: Fólki með áratugastarfsreynslu var sagt upp Fólk er slegið. Það er rosalega erfitt að horfa á eftir fólkinu hérna, segir trúnaðarmaður starfsmanna. 30. janúar 2018 14:27 Mest lesið Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Viðskipti innlent „Þetta er afnotagjald“ Viðskipti innlent „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Viðskipti innlent Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Viðskipti innlent Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Viðskipti innlent BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Eyjólfur Árni hættir hjá SA Viðskipti innlent Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Viðskipti innlent Jón Ólafur í framboði til formanns SA Viðskipti innlent Fleiri fréttir Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Hans leiðir vinnu við mögulega sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Hagnaður Isavia rúmir fimm milljarðar Aðalsteinn verður aðstoðarritsjóri við hlið systur sinnar Sjá meira
86 manns sagt upp hjá Odda 86 manns munu missa starfið hjá Odda vegna ákvörðunar um að leggja af innlenda framleiðslu á plast- og bylgjuumbúðum. 30. janúar 2018 13:40
Hópuppsögn hjá Odda: Fólki með áratugastarfsreynslu var sagt upp Fólk er slegið. Það er rosalega erfitt að horfa á eftir fólkinu hérna, segir trúnaðarmaður starfsmanna. 30. janúar 2018 14:27