Íslendingar skoði ódýrari, hraðvirkari og umhverfisvænni kosti við smíði fjölbýlisíbúða og húsa Atli Ísleifsson skrifar 31. janúar 2018 09:00 Hannes Frímann segir að smíði húsa úr CLT límtré séu að þróast mikið og að verða bæði hraðvirkari, ódýrari og umhverfisvænni en bygging húsa með hefðbundinni uppsteypu líkt og við Íslendingar þekkjum best. Hópur Íslendinga skoðuðu hús Folkhem í Svíþjóð á síðasta ári. Hannes Frímann/Samtök iðnaðarins Hannes Frímann Sigurðsson, verkefnastjóri Byggingarvettvangs, segist vona og trúa að íslenskur iðnaður og fyrirtæki muni taka vel við sér og leita nýrra leiða við smíði fjölbýlisíbúða og -húsa hér á landi. Hann vill að litið verði til reynslu Svía sem sýni að til séu bæði hraðvirkari, ódýrari og umhverfisvænni kostir en hefðbundin uppsteypa húsa sem einkennt hafa íslenskan byggingariðnað síðustu áratugina. Á dagskrá Guðna Th. Jóhannessonar forseta í opinberri heimsókn forsetahjónanna til Svíþjóðar fyrr í mánuðinum var meðal annars heimsókn til byggingafélagsins Folkhem í Sundbyberg, norðvestur af Stokkhólmi. Þar kynntu Guðni og Karl Gústaf Svíakonungur sér vistvænar húsbyggingar í Stokkhólmi og skoðuðu fjölbýlishús fyritækisins úr timbri, eða svokölluð CLT (Cross Laminated Timber) límtréhús.„I can’t find any hängrännor“Forsetinn og konungurinn hlýddu þar á forsvarsmenn og hönnuði fyrirtækisins flytja ræður og sýna myndir af húsum þess. Andrúmsloftið var létt þó að gestir hafi verið prúðbúnir.„I can’t find any hängrännor,“ sagði Karl Gústaf léttur í bragði þegar hann tók eftir því að þakrennur voru hvergi sjáanlegar á myndum arkitektsins.Sænska sendiráðið á Íslandi„I can’t find any hängrännor,“ sagði Karl Gústaf léttur í bragði þegar hann tók eftir því að þakrennur voru hvergi sjáanlegar á myndunum. Mikill hlátur braust þá út í salnum eftir athugasemd konungsins og útskýrði hönnuðurinn Gert Wingårdh að þær væru vissulega til staðar en faldar.Lægra verð góður hvatiHannes Frímann fór ásamt öðrum frá Íslandi sömuleiðis til Svíþjóðar í október síðastliðnum þar sem þau kynnti sér Folkhem og fleiri sænsk fyrirtæki sem fást við framleiðslu vistvænna og ódýrra íbúða, húsa – einingahúsa, smáhýsa og húsa úr CLT límtré. Íslenska byggingarvettvangnum er ætlað að efla innviði, auka samkeppnishæfni, efla samtal innan byggingageirans um hagsmunamál hans og greina tækifæri til að auka framleiðni. Um er að ræða samstarfsverkefni Íbúðalánasjóðs, Mannvirkjastofnunar, Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og Samtaka Iðnaðarins. Hannes Frímann segir að smíði húsa úr CLT límtré séu að þróast mikið og að verða bæði hraðvirkari, ódýrari og umhverfisvænni en bygging húsa með hefðbundinni uppsteypu líkt og við Íslendingar þekkjum best. „Verðið eitt og sér ætti því að vera góður hvati til að velja þá leið. Um leið og varan er tilbúin í verksmiðjunni er þetta mjög fljótuppsett. Þá er þetta í raun bara eins og legó. Þetta raðast bara upp sem heilir veggir, er einfalt í öllum frágangi.“Íslenski hópurinn skoðaði verksmiðjur fyrirsækja sem smíða einingahús.Pétur HannessonHann segir límtréhúsin hafa marga kosti, meðal annars hvað varðar brunaþol. „Þeir setja meðal annars upp úðarakerfi í íbúðirnar til að auka brunaþol og svo er þekkt að þegar viður brennur, þá kolar hann sig og ver sig fyrir eldi í langan tíma. Það er margt sem mælir með þessu. Kolefnasporið er líka minna en í steypunni þegar horft er til hefðbundinna aðferða. Við viljum og eigum að beina sjónum okkar iðnaðarmanna og fyrirtækja að fara þessa leið.“Vandað, hagkvæmt, hrattHannes Frímann segir að þegar Byggingavettvangurinn verður til árið 2015 þá var verkefnið „Vandað, hagkvæmt, hratt“ eitt þeirra sem kom inn á borð hans. Það byggir á samþykkt fyrri ríkisstjórnar um aðgerðir á sviði húsnæðismála. „Hugmyndin var að reyna að vekja athygli á möguleikum sem eru til hér heima, en líka erlendis, þar sem hægt er að byggja á öðrum og lægri verðum en fólk hefur verið að horfast í augu við hér á Íslandi.“ Byggingavettvangurinn hefur frá stofnun staðið fyrir fyrirlestrum um þá möguleika sem væru í boði í samstarfi við fjölda aðila. „Síðan var meiningin að við færum erlendis til að skoða það besta sem væri að í boði þar. Svíþjóð stendur svolítið upp úr og hafa Svíarnir verið að „mastera“ þetta. Þar má meðal annars nefna BoKlok – þessar verksmiðjuframleiddu ódýru íbúðir og hús úr timbri úr smiðju IKEA – Folkhem og Junior Living, Snabbahus og Kombohus svo einhver eru nefnd. Við fórum með hóp Íslendinga – framleiðendur, hönnuði, verktaka og fleiri – út til Svíþjóðar í haust til að skoða þessa framleiðslu. Við reyndum að svara spurningunni: Af hverju erum við ekki að gera þetta hérna heima? Hvernig getum við náð tökum á slíkri framleiðslu hérna heima og reynt að gera þetta eins og þeir?“Gulli Helga við verksmiðju BoKlok.Hannes FrímannHagkvæmari markaður útiHannes segir að sænsku fyrirtækin hagnist á því að vera með sterka kaupendur. Ef einhver ætli að fjöldaframleiða á Íslandi þá sé hámarkspöntunin kannski tíu hús. „Þegar hið opinbera er að kaupa í Svíþjóð þá eru pöntuð fimm hundruð stykki eða eitthvað í þá veru. Þar eru forsendur til staðar fyrir fjöldaframleiðslu.“ Hannes Frímann segir að starfsmenn Mannvirkjastofnunar hafi einnig farið til Svíþjóðar í haust til að meta húsin og hafi þeir talið að húsin stæðust íslenskar kröfur með litlum eða fáum breytingum. „Eftir þessar heimsóknir þá teljum við allar forsendur vera fyrir að framleiða svona íbúðir hérna heima eða flytja þessi hús hingað til lands. Þannig erum við að reyna að ýta einhverjum af stað til að ráðast í slíka framleiðslu. Margir hafa hins vegar lýst yfir áhyggjum að þeir fái ekki lóðir undir þetta, en Reykjavíkurborg tók nýlega af skarið og auglýsti eftir hugmyndum að nýju húsnæði á nokkrum svæðum í Reykjavík. Þetta allt, þessir samverkandi þættir, leiðir vonandi til þess að við gætum fengið að sjá húsnæði í þessu formi – kannski þrjátíu til sextíu fermetra og hentar mjög mörgum – rísa á tiltölulega skömmum tíma.“Hannes FrímannHvatar til að byggja á umhverfisvænni mátaHannes Frímann segir að CLT límtréhúsin á borð þau sem Folkhem – fyrirtækið sem forsetinn heimsótti ásamt Svíakonungi – hafi mjög verið að ryðja sér til rúms að undanförnu. „Þannig hafa til að mynda borgaryfirvöld í Växjö í Smálöndum komið á grænum viðmiðum og hvötum til að fjölga smíði timburhúsa í borginni, til dæmis með lægri lóðakostnaði til þeirra sem ráðast í smíði umhverfisvænni húsa.“ Hann segir að sveitarfélög á Íslandi séu aðeins að kippa við sér og kveðst hann vona til að sjá að hús úr límtré og forsmíðaðar íbúðir eða einingahús, líkt og þau sem framleidd eru í Svíþjóð, fari í auknum mæli að rísa hér á landi. „Ég bind alveg svakalegar vonir við þetta útspil Reykjavíkurborgar og ég vona að íslensk fyrirtæki og iðnaður taki við sér þannig að hægt sé að bjóða upp á ódýrara húsnæði. Við sáum fullbúin fjörutíu fermetra íbúðir þarna úti þar sem kostnaðurinn nam innan við sex milljónir. Við spurðum okkur: „Hvað erum við eiginlega að gera hérna heima?“ Það eru greinilega til ódýrari lausnir sem geta hentað í mörgum tilfellum hér hjá okkur eins og hjá þeim,“ segir Hannes.Fjölbýlishús úr smiðju Junior Living.Hannes FrímannVilja auka áhuga Íslendinga á timburhúsumHåkan Juholt, sendiherra Svíþjóðar á Íslandi, heimsótti einnig Folkhem ásamt forsetanum og konungi. Hann segir í samtali við sænska blaðið Mitt i Sundbyberg að útflutningur á timbri til húsbygginga á Íslandi væri nokkuð sem Svíar legðu áherslu á að auka. Heimsókn forseta til að skoða timburhúsin væri mikilvægur liður í dagskránni og sagðist sendiherrann vona að áhugi á smíði timburhúsa á Íslandi myndi aukast þegar fram í sækir. Juholt sagði við blaðið að Íslendingar efist mikið um ágæti timburbygginga eftir fjölda stórbruna í gegnum tíðina. Lítil hefð sé fyrir smíði húsa úr timbri, sér í lagi vegna umtalsverðs skorts á trjám á eyjunni. „Það er mikill húsnæðisskortur og útbreidd þéttbýlismyndun á Íslandi og áhuginn er mikill fyrir sjálfbæra húsasmíði. Þess vegna er mjög mikilvægt fyrir okkur að sýna þessar góðu fyrirmyndir,“ segir Juholt og vísar þar í timburhús Folkhem í Sundbyberg og fleiri sænskra fyrirtækja.Að neðan má sjá innslag úr þætti Gulla Helga þar sem hann skoðar framleiðslu smáhýsa hjá Junior Living í Kungsör, vestur af Stokkhólmi. Forseti Íslands Húsnæðismál Umhverfismál Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent Fleiri fréttir Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann „Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun“ Viðbúið að talning tefjist í einhverjum kjördæmum Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Kjördagur að kveldi kominn en nóttin rétt að byrja Tveir fluttir með þyrlu vegna rútuslyssins og einn fluttur vegna veikinda Þyrlan kölluð út vegna rútuslyss Um þriðjungur hefur kosið í flestum kjördæmum „Nú þarf maður bara að treysta þjóðinni“ „Förum ekki að stefna öryggi fólks í hættu“ Sjá meira
Hannes Frímann Sigurðsson, verkefnastjóri Byggingarvettvangs, segist vona og trúa að íslenskur iðnaður og fyrirtæki muni taka vel við sér og leita nýrra leiða við smíði fjölbýlisíbúða og -húsa hér á landi. Hann vill að litið verði til reynslu Svía sem sýni að til séu bæði hraðvirkari, ódýrari og umhverfisvænni kostir en hefðbundin uppsteypa húsa sem einkennt hafa íslenskan byggingariðnað síðustu áratugina. Á dagskrá Guðna Th. Jóhannessonar forseta í opinberri heimsókn forsetahjónanna til Svíþjóðar fyrr í mánuðinum var meðal annars heimsókn til byggingafélagsins Folkhem í Sundbyberg, norðvestur af Stokkhólmi. Þar kynntu Guðni og Karl Gústaf Svíakonungur sér vistvænar húsbyggingar í Stokkhólmi og skoðuðu fjölbýlishús fyritækisins úr timbri, eða svokölluð CLT (Cross Laminated Timber) límtréhús.„I can’t find any hängrännor“Forsetinn og konungurinn hlýddu þar á forsvarsmenn og hönnuði fyrirtækisins flytja ræður og sýna myndir af húsum þess. Andrúmsloftið var létt þó að gestir hafi verið prúðbúnir.„I can’t find any hängrännor,“ sagði Karl Gústaf léttur í bragði þegar hann tók eftir því að þakrennur voru hvergi sjáanlegar á myndum arkitektsins.Sænska sendiráðið á Íslandi„I can’t find any hängrännor,“ sagði Karl Gústaf léttur í bragði þegar hann tók eftir því að þakrennur voru hvergi sjáanlegar á myndunum. Mikill hlátur braust þá út í salnum eftir athugasemd konungsins og útskýrði hönnuðurinn Gert Wingårdh að þær væru vissulega til staðar en faldar.Lægra verð góður hvatiHannes Frímann fór ásamt öðrum frá Íslandi sömuleiðis til Svíþjóðar í október síðastliðnum þar sem þau kynnti sér Folkhem og fleiri sænsk fyrirtæki sem fást við framleiðslu vistvænna og ódýrra íbúða, húsa – einingahúsa, smáhýsa og húsa úr CLT límtré. Íslenska byggingarvettvangnum er ætlað að efla innviði, auka samkeppnishæfni, efla samtal innan byggingageirans um hagsmunamál hans og greina tækifæri til að auka framleiðni. Um er að ræða samstarfsverkefni Íbúðalánasjóðs, Mannvirkjastofnunar, Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og Samtaka Iðnaðarins. Hannes Frímann segir að smíði húsa úr CLT límtré séu að þróast mikið og að verða bæði hraðvirkari, ódýrari og umhverfisvænni en bygging húsa með hefðbundinni uppsteypu líkt og við Íslendingar þekkjum best. „Verðið eitt og sér ætti því að vera góður hvati til að velja þá leið. Um leið og varan er tilbúin í verksmiðjunni er þetta mjög fljótuppsett. Þá er þetta í raun bara eins og legó. Þetta raðast bara upp sem heilir veggir, er einfalt í öllum frágangi.“Íslenski hópurinn skoðaði verksmiðjur fyrirsækja sem smíða einingahús.Pétur HannessonHann segir límtréhúsin hafa marga kosti, meðal annars hvað varðar brunaþol. „Þeir setja meðal annars upp úðarakerfi í íbúðirnar til að auka brunaþol og svo er þekkt að þegar viður brennur, þá kolar hann sig og ver sig fyrir eldi í langan tíma. Það er margt sem mælir með þessu. Kolefnasporið er líka minna en í steypunni þegar horft er til hefðbundinna aðferða. Við viljum og eigum að beina sjónum okkar iðnaðarmanna og fyrirtækja að fara þessa leið.“Vandað, hagkvæmt, hrattHannes Frímann segir að þegar Byggingavettvangurinn verður til árið 2015 þá var verkefnið „Vandað, hagkvæmt, hratt“ eitt þeirra sem kom inn á borð hans. Það byggir á samþykkt fyrri ríkisstjórnar um aðgerðir á sviði húsnæðismála. „Hugmyndin var að reyna að vekja athygli á möguleikum sem eru til hér heima, en líka erlendis, þar sem hægt er að byggja á öðrum og lægri verðum en fólk hefur verið að horfast í augu við hér á Íslandi.“ Byggingavettvangurinn hefur frá stofnun staðið fyrir fyrirlestrum um þá möguleika sem væru í boði í samstarfi við fjölda aðila. „Síðan var meiningin að við færum erlendis til að skoða það besta sem væri að í boði þar. Svíþjóð stendur svolítið upp úr og hafa Svíarnir verið að „mastera“ þetta. Þar má meðal annars nefna BoKlok – þessar verksmiðjuframleiddu ódýru íbúðir og hús úr timbri úr smiðju IKEA – Folkhem og Junior Living, Snabbahus og Kombohus svo einhver eru nefnd. Við fórum með hóp Íslendinga – framleiðendur, hönnuði, verktaka og fleiri – út til Svíþjóðar í haust til að skoða þessa framleiðslu. Við reyndum að svara spurningunni: Af hverju erum við ekki að gera þetta hérna heima? Hvernig getum við náð tökum á slíkri framleiðslu hérna heima og reynt að gera þetta eins og þeir?“Gulli Helga við verksmiðju BoKlok.Hannes FrímannHagkvæmari markaður útiHannes segir að sænsku fyrirtækin hagnist á því að vera með sterka kaupendur. Ef einhver ætli að fjöldaframleiða á Íslandi þá sé hámarkspöntunin kannski tíu hús. „Þegar hið opinbera er að kaupa í Svíþjóð þá eru pöntuð fimm hundruð stykki eða eitthvað í þá veru. Þar eru forsendur til staðar fyrir fjöldaframleiðslu.“ Hannes Frímann segir að starfsmenn Mannvirkjastofnunar hafi einnig farið til Svíþjóðar í haust til að meta húsin og hafi þeir talið að húsin stæðust íslenskar kröfur með litlum eða fáum breytingum. „Eftir þessar heimsóknir þá teljum við allar forsendur vera fyrir að framleiða svona íbúðir hérna heima eða flytja þessi hús hingað til lands. Þannig erum við að reyna að ýta einhverjum af stað til að ráðast í slíka framleiðslu. Margir hafa hins vegar lýst yfir áhyggjum að þeir fái ekki lóðir undir þetta, en Reykjavíkurborg tók nýlega af skarið og auglýsti eftir hugmyndum að nýju húsnæði á nokkrum svæðum í Reykjavík. Þetta allt, þessir samverkandi þættir, leiðir vonandi til þess að við gætum fengið að sjá húsnæði í þessu formi – kannski þrjátíu til sextíu fermetra og hentar mjög mörgum – rísa á tiltölulega skömmum tíma.“Hannes FrímannHvatar til að byggja á umhverfisvænni mátaHannes Frímann segir að CLT límtréhúsin á borð þau sem Folkhem – fyrirtækið sem forsetinn heimsótti ásamt Svíakonungi – hafi mjög verið að ryðja sér til rúms að undanförnu. „Þannig hafa til að mynda borgaryfirvöld í Växjö í Smálöndum komið á grænum viðmiðum og hvötum til að fjölga smíði timburhúsa í borginni, til dæmis með lægri lóðakostnaði til þeirra sem ráðast í smíði umhverfisvænni húsa.“ Hann segir að sveitarfélög á Íslandi séu aðeins að kippa við sér og kveðst hann vona til að sjá að hús úr límtré og forsmíðaðar íbúðir eða einingahús, líkt og þau sem framleidd eru í Svíþjóð, fari í auknum mæli að rísa hér á landi. „Ég bind alveg svakalegar vonir við þetta útspil Reykjavíkurborgar og ég vona að íslensk fyrirtæki og iðnaður taki við sér þannig að hægt sé að bjóða upp á ódýrara húsnæði. Við sáum fullbúin fjörutíu fermetra íbúðir þarna úti þar sem kostnaðurinn nam innan við sex milljónir. Við spurðum okkur: „Hvað erum við eiginlega að gera hérna heima?“ Það eru greinilega til ódýrari lausnir sem geta hentað í mörgum tilfellum hér hjá okkur eins og hjá þeim,“ segir Hannes.Fjölbýlishús úr smiðju Junior Living.Hannes FrímannVilja auka áhuga Íslendinga á timburhúsumHåkan Juholt, sendiherra Svíþjóðar á Íslandi, heimsótti einnig Folkhem ásamt forsetanum og konungi. Hann segir í samtali við sænska blaðið Mitt i Sundbyberg að útflutningur á timbri til húsbygginga á Íslandi væri nokkuð sem Svíar legðu áherslu á að auka. Heimsókn forseta til að skoða timburhúsin væri mikilvægur liður í dagskránni og sagðist sendiherrann vona að áhugi á smíði timburhúsa á Íslandi myndi aukast þegar fram í sækir. Juholt sagði við blaðið að Íslendingar efist mikið um ágæti timburbygginga eftir fjölda stórbruna í gegnum tíðina. Lítil hefð sé fyrir smíði húsa úr timbri, sér í lagi vegna umtalsverðs skorts á trjám á eyjunni. „Það er mikill húsnæðisskortur og útbreidd þéttbýlismyndun á Íslandi og áhuginn er mikill fyrir sjálfbæra húsasmíði. Þess vegna er mjög mikilvægt fyrir okkur að sýna þessar góðu fyrirmyndir,“ segir Juholt og vísar þar í timburhús Folkhem í Sundbyberg og fleiri sænskra fyrirtækja.Að neðan má sjá innslag úr þætti Gulla Helga þar sem hann skoðar framleiðslu smáhýsa hjá Junior Living í Kungsör, vestur af Stokkhólmi.
Forseti Íslands Húsnæðismál Umhverfismál Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent Fleiri fréttir Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann „Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun“ Viðbúið að talning tefjist í einhverjum kjördæmum Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Kjördagur að kveldi kominn en nóttin rétt að byrja Tveir fluttir með þyrlu vegna rútuslyssins og einn fluttur vegna veikinda Þyrlan kölluð út vegna rútuslyss Um þriðjungur hefur kosið í flestum kjördæmum „Nú þarf maður bara að treysta þjóðinni“ „Förum ekki að stefna öryggi fólks í hættu“ Sjá meira