Rappið er popp nútímans Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar 9. febrúar 2018 07:00 Ragna Kjartansdóttir eða Cell7 segir rappið orðið að popptónlist dagsins í dag. Hún er með plötu í smíðum eftir nokkurra ára hlé og fór fyrsta lagið, City Lights, í loftið í haust. Fram undan er tónleikaferð. Vísir/Eyþór Ragna Kjartansdóttir eða Cell7 segir rappið orðið að popptónlist dagsins í dag. Hún er með plötu í smíðum eftir nokkurra ára hlé og fór fyrsta lagið, City Lights, í loftið í haust. Fram undan er tónleikaferð. „Fyrsti míní-tónleikatúrinn verður í Sviss, af öllum stöðum. Við fengum gigg þar fyrir einhverju síðan sem er að vinda upp á sig. Fyrstu tóleikarnir verða í maí,“ segir Ragna. „Ég ákvað loksins að skella í plötu. Hún kemur vonandi út í sumar en síðast gaf ég út plötu 2013. Í millitíðinni var ég upptekin í því að fjölga mannkyninu. Ég hef verið að koma mér aftur í gírinn og spila nýtt efni í haust og því fylgja blendnar tilfinningar. Það er bæði spennandi og taugatrekkjandi að flytja nýtt.“ Ragna geystist fyrst inn á rappsenuna seint á tíunda áratugnum þegar hljómsveit hennar Subterranean var valin bjartasta vonin á Íslensku tónlistarverðlaununum árð 1997. Subterranean naut mikilla vinsælda og hitaði meðal annars upp fyrir Fugees í Laugardalshöll. „Það var toppurinn. Frekar stórt fyrir 17 ára krakka og lifir sterkt í minningunni,“ segir Ragna. „Það er varla hægt að biðja um meira, að vera svona ungur í hljómsveit og njóta velgengni. Ég sakna þess þó bara passlega og á hollan hátt. Þetta setti dálítið óraunsæjan standard á hvert maður ætlaði sem fullorðinn tónlistarmaður. Viðmiðið var að gefa bara út og það myndi alltaf ganga vel, en það er ekkert sjálfsagt. Það er ekkert gefið í þessum bransa,“ Ragna. Hún fékk smávegis nasasjón af glamúrlífi tónlistarbransans þegar hún vann sem lærlingur í hljóðveri í New York.Ragna Kjartansdóttir rappar undir listamannsnafninu Cell7. Ný plata kemur út í sumar og fyrsta lagið þegar komið í spilun. Vísir/Anton Brink„Ég bjó í New York á árunum 2000 til 2004 og lærði hljóðupptöku á Long Island. Fyrir lítinn Reykjavíkurplebba var mjög spennandi að vinna í hljóðveri á Manhattan. Þarna voru nokkur stór nöfn eins og Foxy Brown og Timberland kom inn af og til og fleiri. Það var skemmtilegt að sjá viðskiptalegu hliðina á tónlistinni. Þessi stóru listamenn gera ekkert fyrir ekki neitt. Þetta voru öðruvísi týpur en maður hittir dagsdaglega. Annars konar fólk og maður kynntist þeim ekki neitt. Þetta var mikill bisniss og mikill glamúr og jú auðvitað á ég nokkrar góðar sögur en þær eiga betur við yfir bjór.“Stelpur eiga erfiðara uppdráttar Ragna hefur þó ekki setið auðum höndum og kom síðast fram á sviði hér heima í janúar á Puzzy Patrol tónleikunum sem fram fóru í Gamla Bíói. „Þar kom fram hríðskotalið kvenna í rappi. Þetta voru frábærir tónleikar en ég hefði viljað sjá fleiri mæta,“ segir Ragna. Fjöldi gesta hafi þó ekki endilega komið á óvart. „Stelpur eiga erfitt uppdráttar í tónlist yfir höfuð myndi ég segja. Þannig liggur landslagið, allavega í rappinu og það er ekkert nýtt fyrir mér. En það er vonandi að breytast. Ég man til dæmis ekki eftir öðrum stelpum að rappa þegar ég var að byrja. Ég var samt ekkert að spá í það þá og í raun spái ég bara í tónlist fyrir það sem hún er. Til að tengja við tónlist sem aðrir eru að gera finnst mér lykilatriði að fólk hafi áhuga og ástríðu fyrir tónlistinni,“ segir hún. Á nýju plötunni mun hún fá til liðs við sig valinkunnar söngkonur en segir það ekki hafa verið meðvitaða „girl power“ ákvörðun. „Nei, alls ekki, þetta var í raun bara skemmtilegt samstarf sem vatt upp á sig og nú er ég í sambandi við alls konar flottar íslenskar söngkonur. Þetta er nýtt fyrir mér og er alveg ótrúlega skemmtilegt,“ segir Ragna og þvertekur fyrir að vera reiður rappari sem þurfi að koma skilaboðum út gegnum tónlistina. Fjölskyldulífið hafi tekið yfir.“Þetta voru frábærir tónleikar en ég hefði viljað sjá fleiri mæt,” segir Ragna um Puzzy Patrol tónleikana sem fram fóru í Gamla bíói í janúar.Hangir á bílasölum um helgar „Hvert lag á plötunni snýst bara um stemminguna þann daginn. Ég reyni að pæla ekki of mikið í þessu. Það vex mér í augum að reyna að hugsa plötuna sem einhverja heild. Ég tek bara einn dag í einu. Í fullri vinnu og með fjölskyldu hef ég bara kvöldin og stöku helgar í tónlistina,“ segir Ragna en fjölskyldan telur fjóra, eiginmann og tvö börn, átta ára og eins og hálfs árs. Ragna segir það passlegan fjölda enda krakkarnir á fjörugum aldri. „Um helgar reynum við oft að glugga í blöðin og leita uppi eitthvað til að gera saman. Opið hús hjá bílasölunum er oft vinsælt, þar er eitthvað fyrir alla. Kallinn fær að prufukeyra nýja bíla og krakkarnir fá pulsu og blöðru og allir sáttir. Ég fæ bara að njóta þess að horfa á alla glaða,“ segir hún hlæjandi. Tekurðu tónlistarlegt uppeldi krakkanna alvarlega? „Ég ræð því sem spilað er í bílnum en ætli aðal mótunin sé ekki um unglingsárin. Það á því eftir að koma í ljós hvort mér tekst að hafa einhver áhrif á þau,“ segir Ragna. Hún fagni því hversu vinsælt rapp sé orðið hjá yngstu kynslóðinni.Sköpunarkrafturinn mikill „Rappið er popp nútímans. Það er gaman að sjá stefnuna vaxa svona mikið og hvernig íslenskir tónlistarmenn móta hana eftir sínu höfði. Þessir krakkar verða fyrir áhrifum héðan og þaðan en hafa samt sinn stíl í rappinu. Það kemur með tungumálinu og hrynjandanum. Rapp þekktist til dæmis ekki á íslensku þegar við vorum að byrja og við leituðum auðvitað bara í það sem við þekktum, amerískt rapp. Umhverfið hefur breyst mjög mikið. Tónlist er mun aðgengilegri núna og krakkar eiga miklu auðveldara með að afla sér upplýsinga og leita áhrifa gegnum netið. Það er líka orðið miklu auðveldara að búa til tónlistarmyndband. Í dag er það á færi nánast hvers sem er en þegar við vorum að byrja var það meiriháttar mál. Sköpunarkrafturinn er mikill og í raun ekkert sem aftrar krökkum frá að gera allt sjálf.“ Ert þú orðin fyrirmynd ungra tónlistarmanna? „Ég veit það ekki en ég vona það. Ég held reyndar að margir tónlistarmenn séu einhvers konar fyrirmynd, hvort sem þeir kæra sig um það eða ekki. Maður reynir alltaf að vanda sig í því sem maður er að gera og að hafa jákvæð áhrif út á við.“ Birtist í Fréttablaðinu Menning Tengdar fréttir Cell7 er komin aftur Cell7, sem var meðal annars í hinni goðsagnakenndu rappsveit Subterranean, frumsýnir glænýtt lag og myndband af komandi plötu. Annað kvöld prufukeyrir hún svo nýtt efni í Stúdentakjallaranum. 6. október 2017 11:15 Mest lesið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig Tónlist Frægar í fantaformi Lífið Fleiri fréttir Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Ragna Kjartansdóttir eða Cell7 segir rappið orðið að popptónlist dagsins í dag. Hún er með plötu í smíðum eftir nokkurra ára hlé og fór fyrsta lagið, City Lights, í loftið í haust. Fram undan er tónleikaferð. „Fyrsti míní-tónleikatúrinn verður í Sviss, af öllum stöðum. Við fengum gigg þar fyrir einhverju síðan sem er að vinda upp á sig. Fyrstu tóleikarnir verða í maí,“ segir Ragna. „Ég ákvað loksins að skella í plötu. Hún kemur vonandi út í sumar en síðast gaf ég út plötu 2013. Í millitíðinni var ég upptekin í því að fjölga mannkyninu. Ég hef verið að koma mér aftur í gírinn og spila nýtt efni í haust og því fylgja blendnar tilfinningar. Það er bæði spennandi og taugatrekkjandi að flytja nýtt.“ Ragna geystist fyrst inn á rappsenuna seint á tíunda áratugnum þegar hljómsveit hennar Subterranean var valin bjartasta vonin á Íslensku tónlistarverðlaununum árð 1997. Subterranean naut mikilla vinsælda og hitaði meðal annars upp fyrir Fugees í Laugardalshöll. „Það var toppurinn. Frekar stórt fyrir 17 ára krakka og lifir sterkt í minningunni,“ segir Ragna. „Það er varla hægt að biðja um meira, að vera svona ungur í hljómsveit og njóta velgengni. Ég sakna þess þó bara passlega og á hollan hátt. Þetta setti dálítið óraunsæjan standard á hvert maður ætlaði sem fullorðinn tónlistarmaður. Viðmiðið var að gefa bara út og það myndi alltaf ganga vel, en það er ekkert sjálfsagt. Það er ekkert gefið í þessum bransa,“ Ragna. Hún fékk smávegis nasasjón af glamúrlífi tónlistarbransans þegar hún vann sem lærlingur í hljóðveri í New York.Ragna Kjartansdóttir rappar undir listamannsnafninu Cell7. Ný plata kemur út í sumar og fyrsta lagið þegar komið í spilun. Vísir/Anton Brink„Ég bjó í New York á árunum 2000 til 2004 og lærði hljóðupptöku á Long Island. Fyrir lítinn Reykjavíkurplebba var mjög spennandi að vinna í hljóðveri á Manhattan. Þarna voru nokkur stór nöfn eins og Foxy Brown og Timberland kom inn af og til og fleiri. Það var skemmtilegt að sjá viðskiptalegu hliðina á tónlistinni. Þessi stóru listamenn gera ekkert fyrir ekki neitt. Þetta voru öðruvísi týpur en maður hittir dagsdaglega. Annars konar fólk og maður kynntist þeim ekki neitt. Þetta var mikill bisniss og mikill glamúr og jú auðvitað á ég nokkrar góðar sögur en þær eiga betur við yfir bjór.“Stelpur eiga erfiðara uppdráttar Ragna hefur þó ekki setið auðum höndum og kom síðast fram á sviði hér heima í janúar á Puzzy Patrol tónleikunum sem fram fóru í Gamla Bíói. „Þar kom fram hríðskotalið kvenna í rappi. Þetta voru frábærir tónleikar en ég hefði viljað sjá fleiri mæta,“ segir Ragna. Fjöldi gesta hafi þó ekki endilega komið á óvart. „Stelpur eiga erfitt uppdráttar í tónlist yfir höfuð myndi ég segja. Þannig liggur landslagið, allavega í rappinu og það er ekkert nýtt fyrir mér. En það er vonandi að breytast. Ég man til dæmis ekki eftir öðrum stelpum að rappa þegar ég var að byrja. Ég var samt ekkert að spá í það þá og í raun spái ég bara í tónlist fyrir það sem hún er. Til að tengja við tónlist sem aðrir eru að gera finnst mér lykilatriði að fólk hafi áhuga og ástríðu fyrir tónlistinni,“ segir hún. Á nýju plötunni mun hún fá til liðs við sig valinkunnar söngkonur en segir það ekki hafa verið meðvitaða „girl power“ ákvörðun. „Nei, alls ekki, þetta var í raun bara skemmtilegt samstarf sem vatt upp á sig og nú er ég í sambandi við alls konar flottar íslenskar söngkonur. Þetta er nýtt fyrir mér og er alveg ótrúlega skemmtilegt,“ segir Ragna og þvertekur fyrir að vera reiður rappari sem þurfi að koma skilaboðum út gegnum tónlistina. Fjölskyldulífið hafi tekið yfir.“Þetta voru frábærir tónleikar en ég hefði viljað sjá fleiri mæt,” segir Ragna um Puzzy Patrol tónleikana sem fram fóru í Gamla bíói í janúar.Hangir á bílasölum um helgar „Hvert lag á plötunni snýst bara um stemminguna þann daginn. Ég reyni að pæla ekki of mikið í þessu. Það vex mér í augum að reyna að hugsa plötuna sem einhverja heild. Ég tek bara einn dag í einu. Í fullri vinnu og með fjölskyldu hef ég bara kvöldin og stöku helgar í tónlistina,“ segir Ragna en fjölskyldan telur fjóra, eiginmann og tvö börn, átta ára og eins og hálfs árs. Ragna segir það passlegan fjölda enda krakkarnir á fjörugum aldri. „Um helgar reynum við oft að glugga í blöðin og leita uppi eitthvað til að gera saman. Opið hús hjá bílasölunum er oft vinsælt, þar er eitthvað fyrir alla. Kallinn fær að prufukeyra nýja bíla og krakkarnir fá pulsu og blöðru og allir sáttir. Ég fæ bara að njóta þess að horfa á alla glaða,“ segir hún hlæjandi. Tekurðu tónlistarlegt uppeldi krakkanna alvarlega? „Ég ræð því sem spilað er í bílnum en ætli aðal mótunin sé ekki um unglingsárin. Það á því eftir að koma í ljós hvort mér tekst að hafa einhver áhrif á þau,“ segir Ragna. Hún fagni því hversu vinsælt rapp sé orðið hjá yngstu kynslóðinni.Sköpunarkrafturinn mikill „Rappið er popp nútímans. Það er gaman að sjá stefnuna vaxa svona mikið og hvernig íslenskir tónlistarmenn móta hana eftir sínu höfði. Þessir krakkar verða fyrir áhrifum héðan og þaðan en hafa samt sinn stíl í rappinu. Það kemur með tungumálinu og hrynjandanum. Rapp þekktist til dæmis ekki á íslensku þegar við vorum að byrja og við leituðum auðvitað bara í það sem við þekktum, amerískt rapp. Umhverfið hefur breyst mjög mikið. Tónlist er mun aðgengilegri núna og krakkar eiga miklu auðveldara með að afla sér upplýsinga og leita áhrifa gegnum netið. Það er líka orðið miklu auðveldara að búa til tónlistarmyndband. Í dag er það á færi nánast hvers sem er en þegar við vorum að byrja var það meiriháttar mál. Sköpunarkrafturinn er mikill og í raun ekkert sem aftrar krökkum frá að gera allt sjálf.“ Ert þú orðin fyrirmynd ungra tónlistarmanna? „Ég veit það ekki en ég vona það. Ég held reyndar að margir tónlistarmenn séu einhvers konar fyrirmynd, hvort sem þeir kæra sig um það eða ekki. Maður reynir alltaf að vanda sig í því sem maður er að gera og að hafa jákvæð áhrif út á við.“
Birtist í Fréttablaðinu Menning Tengdar fréttir Cell7 er komin aftur Cell7, sem var meðal annars í hinni goðsagnakenndu rappsveit Subterranean, frumsýnir glænýtt lag og myndband af komandi plötu. Annað kvöld prufukeyrir hún svo nýtt efni í Stúdentakjallaranum. 6. október 2017 11:15 Mest lesið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig Tónlist Frægar í fantaformi Lífið Fleiri fréttir Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Cell7 er komin aftur Cell7, sem var meðal annars í hinni goðsagnakenndu rappsveit Subterranean, frumsýnir glænýtt lag og myndband af komandi plötu. Annað kvöld prufukeyrir hún svo nýtt efni í Stúdentakjallaranum. 6. október 2017 11:15