Tekur við íslenska landsliðinu á tímamótum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. febrúar 2018 08:00 Guðmundur Guðmundsson og aðstoðarþjálfari hans Gunnar Magnússon. Vísir/Vílhelm Guðmundur Guðmundsson var kynntur sem nýr þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta á blaðamannafundi í höfuðstöðvum Arion banka í gær. Hann skrifaði undir þriggja ára samning við HSÍ sem ákvað að framlengja ekki samning Geirs Sveinssonar sem hefur stýrt íslenska liðinu síðan 2016. Þetta er í þriðja sinn sem Guðmundur tekur við íslenska landsliðinu. Hann þjálfaði það fyrst á árunum 2001-04 og svo aftur frá 2008 til 2012. Undir stjórn Guðmundar vann Ísland til silfurverðlauna á Ólympíuleikunum í Peking 2008 og bronsverðlauna á EM í Austurríki tveimur árum síðar. Þá lenti íslenska liðið í 4. sæti á EM 2002 í Svíþjóð, 5. sæti á Ólympíuleikunum 2012, 6. sæti á HM 2011 og 7. sæti á HM 2003. Guðmundur gerði danska landsliðið að Ólympíumeisturum 2016 en hætti þjálfun þess eftir HM 2017 og tók við bareinska landsliðinu. Guðmundur stýrði Barein til silfurverðlauna á Asíuleikunum í síðasta mánuði og hart var lagt að honum að halda áfram með bareinska liðið. „Ég er nýkominn heim frá Barein og var með mjög álitlegt tilboð þaðan. Síðan hafði HSÍ samband við mig og ég ákvað að fara í viðræður. Og eftir að hafa kannað hvernig menn horfa á þetta ákvað ég að stökkva á þetta,“ sagði Guðmundur sem viðurkennir að það hefði reynst erfitt að segja nei við íslenska landsliðið. „Það er mjög erfitt og mér hefur alltaf liðið vel þegar ég hef starfað fyrir HSÍ. Ég hef notið þess að þjálfa íslenska landsliðið. Svo fæ ég til liðs við mig frábæra aðstoðarmenn,“ sagði Guðmundur. Honum til aðstoðar með íslenska liðið verða Gunnar Magnússon og Thomas Svensson. Guðmundur og Gunnar hafa unnið lengi saman og Guðmundur vann með Svensson hjá danska landsliðinu og Rhein-Neckar Löwen. Hinn sænski Svensson var á sínum tíma í hópi bestu markvarða heims og gerði Íslendingum oftar en ekki lífið leitt.Vísir/VílhelmÁrangur íslenska liðsins á síðustu stórmótum hefur ekki verið beysinn og ljóst er að verkefnið sem bíður Guðmundar er ærið. „Íslenska liðið stendur á tímamótum. Það verður krefjandi verkefni að vinna með það, ná meiri stöðugleika og vonandi betri árangri,“ sagði Guðmundur sem hefur fylgst náið með gangi íslenska liðsins eftir að hann hætti sem þjálfari þess eftir Ólympíuleikana í London 2012. Fyrsta verkefni Guðmundar með íslenska liðið er fjögurra þjóða mót í Noregi í byrjun apríl. Þar mæta Íslendingar heimamönnum, Dönum og Frökkum. Leikirnir eru liður í undirbúningi fyrir umspil um laust sæti á HM 2019 þar sem Ísland mætir Litháen. Guðmundur hefur alltaf borið mikla virðingu fyrir andstæðingnum, sama hversu sterkur hann er, og Litháar eru engin undantekning. „Þetta er tækifæri sem við þurfum að nýta. Það er ekkert gefins í þessu. Við spiluðum við þá þegar ég var með danska landsliðið og við þurftum að hafa fyrir hlutunum. Þetta var góður dráttur fyrir íslenska liðið en það þýðir ekki að ég vanmeti þá,“ sagði Guðmundur. Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Í beinni: Ísland - Tyrkland | Strákarnir geta tryggt sig inn á EM Körfubolti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Fleiri fréttir Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Sjá meira
Guðmundur Guðmundsson var kynntur sem nýr þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta á blaðamannafundi í höfuðstöðvum Arion banka í gær. Hann skrifaði undir þriggja ára samning við HSÍ sem ákvað að framlengja ekki samning Geirs Sveinssonar sem hefur stýrt íslenska liðinu síðan 2016. Þetta er í þriðja sinn sem Guðmundur tekur við íslenska landsliðinu. Hann þjálfaði það fyrst á árunum 2001-04 og svo aftur frá 2008 til 2012. Undir stjórn Guðmundar vann Ísland til silfurverðlauna á Ólympíuleikunum í Peking 2008 og bronsverðlauna á EM í Austurríki tveimur árum síðar. Þá lenti íslenska liðið í 4. sæti á EM 2002 í Svíþjóð, 5. sæti á Ólympíuleikunum 2012, 6. sæti á HM 2011 og 7. sæti á HM 2003. Guðmundur gerði danska landsliðið að Ólympíumeisturum 2016 en hætti þjálfun þess eftir HM 2017 og tók við bareinska landsliðinu. Guðmundur stýrði Barein til silfurverðlauna á Asíuleikunum í síðasta mánuði og hart var lagt að honum að halda áfram með bareinska liðið. „Ég er nýkominn heim frá Barein og var með mjög álitlegt tilboð þaðan. Síðan hafði HSÍ samband við mig og ég ákvað að fara í viðræður. Og eftir að hafa kannað hvernig menn horfa á þetta ákvað ég að stökkva á þetta,“ sagði Guðmundur sem viðurkennir að það hefði reynst erfitt að segja nei við íslenska landsliðið. „Það er mjög erfitt og mér hefur alltaf liðið vel þegar ég hef starfað fyrir HSÍ. Ég hef notið þess að þjálfa íslenska landsliðið. Svo fæ ég til liðs við mig frábæra aðstoðarmenn,“ sagði Guðmundur. Honum til aðstoðar með íslenska liðið verða Gunnar Magnússon og Thomas Svensson. Guðmundur og Gunnar hafa unnið lengi saman og Guðmundur vann með Svensson hjá danska landsliðinu og Rhein-Neckar Löwen. Hinn sænski Svensson var á sínum tíma í hópi bestu markvarða heims og gerði Íslendingum oftar en ekki lífið leitt.Vísir/VílhelmÁrangur íslenska liðsins á síðustu stórmótum hefur ekki verið beysinn og ljóst er að verkefnið sem bíður Guðmundar er ærið. „Íslenska liðið stendur á tímamótum. Það verður krefjandi verkefni að vinna með það, ná meiri stöðugleika og vonandi betri árangri,“ sagði Guðmundur sem hefur fylgst náið með gangi íslenska liðsins eftir að hann hætti sem þjálfari þess eftir Ólympíuleikana í London 2012. Fyrsta verkefni Guðmundar með íslenska liðið er fjögurra þjóða mót í Noregi í byrjun apríl. Þar mæta Íslendingar heimamönnum, Dönum og Frökkum. Leikirnir eru liður í undirbúningi fyrir umspil um laust sæti á HM 2019 þar sem Ísland mætir Litháen. Guðmundur hefur alltaf borið mikla virðingu fyrir andstæðingnum, sama hversu sterkur hann er, og Litháar eru engin undantekning. „Þetta er tækifæri sem við þurfum að nýta. Það er ekkert gefins í þessu. Við spiluðum við þá þegar ég var með danska landsliðið og við þurftum að hafa fyrir hlutunum. Þetta var góður dráttur fyrir íslenska liðið en það þýðir ekki að ég vanmeti þá,“ sagði Guðmundur.
Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Í beinni: Ísland - Tyrkland | Strákarnir geta tryggt sig inn á EM Körfubolti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Fleiri fréttir Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Sjá meira