Í félagsheimilinu Félagslund í Flóahreppi eru tuttugu pör úr sveitinni á ör dansnámskeiði að læra gömlu dansana hjá Írisi Önnu Steinarrsdóttur, danskennara. Um tveggja kvölda námskeið er að ræða. Tilgangurinn er að fólk læri undirstöðuatriðin til að geta dansað á þorrablótunum þremur í sveitinni sem eru haldin í Félagslundi, Þingborg og Þjórsárver.

„Þetta heldur manni ungum. Þetta er algjört æði.“
Öll danspörin eru sammála um að það sé mjög mikilvægt atriði að kunna eitthvað í gömlu dönsunum sé ætlunin að mæta á þorrablót og vera þar maður með mönnum.