Forstjóri lettneska seðlabankans í gæsluvarðhald grunaður um spillingu Ingvar Þór Björnsson skrifar 18. febrúar 2018 16:43 Ilmars Rimsevics, forstjóri lettneska seðlabankans. Vísir/AFP Ilmars Rimsevics, forstjóri lettneska seðlabankans, hefur verið færður í gæsluvarðhald vegna gruns um spillingu. BBC greinir frá. Lögregluyfirvöld ruddust inn á heimili hans og skrifstofu fyrr í dag til að leita að vísbendingum vegna spillingarmáls. Ráð sem sett var á fót til að koma upp um og koma í veg fyrir spillingu í landinu hefur ekki veitt frekari upplýsingar um rannsókn málsins. Í tilkynningu sem seðlabanki Lettlands sendi frá sér í kjölfarið kemur fram að bankinn geti heldur ekki tjáð sig um rannsóknina að svo stöddu en að spilling sé ekki liðin innan hans. Forsætisráðherra Lettlands, Maris Kucinskis, hefur boðað til neyðarfundar á morgun en nefndi að engin hætta steðjaði að. „Það bendir ekkert til þess að lettneska fjármálakerfinu sé ógnað,“ sagði hann. Þá sagði Kucinskis að hann komi ekki til með að skipta sér af rannsókn ráðsins og að aðrir ráðherrar geri það ekki heldur. „Ráðið vinnur rannsóknina af fagmennsku og nákvæmni,“ sagði hann og lofaði stuðningi ríkisstjórnarinnar. Í tilkynningu frá bankanum kemur fram að rannsóknin hafi ekki áhrif á daglega starfsemi bankans og að hann opni að venju á morgun.Latvijas Banka continues its business as usual, i.e., maintaining the infrastructure of interbank payment systems, ensuring cash to the economy, businesses and general public, managing currency and gold investments, to the full extent and according to the best quality standards.— Latvijas Banka (@LatvijasBanka) February 18, 2018 Lettland Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Sjá meira
Ilmars Rimsevics, forstjóri lettneska seðlabankans, hefur verið færður í gæsluvarðhald vegna gruns um spillingu. BBC greinir frá. Lögregluyfirvöld ruddust inn á heimili hans og skrifstofu fyrr í dag til að leita að vísbendingum vegna spillingarmáls. Ráð sem sett var á fót til að koma upp um og koma í veg fyrir spillingu í landinu hefur ekki veitt frekari upplýsingar um rannsókn málsins. Í tilkynningu sem seðlabanki Lettlands sendi frá sér í kjölfarið kemur fram að bankinn geti heldur ekki tjáð sig um rannsóknina að svo stöddu en að spilling sé ekki liðin innan hans. Forsætisráðherra Lettlands, Maris Kucinskis, hefur boðað til neyðarfundar á morgun en nefndi að engin hætta steðjaði að. „Það bendir ekkert til þess að lettneska fjármálakerfinu sé ógnað,“ sagði hann. Þá sagði Kucinskis að hann komi ekki til með að skipta sér af rannsókn ráðsins og að aðrir ráðherrar geri það ekki heldur. „Ráðið vinnur rannsóknina af fagmennsku og nákvæmni,“ sagði hann og lofaði stuðningi ríkisstjórnarinnar. Í tilkynningu frá bankanum kemur fram að rannsóknin hafi ekki áhrif á daglega starfsemi bankans og að hann opni að venju á morgun.Latvijas Banka continues its business as usual, i.e., maintaining the infrastructure of interbank payment systems, ensuring cash to the economy, businesses and general public, managing currency and gold investments, to the full extent and according to the best quality standards.— Latvijas Banka (@LatvijasBanka) February 18, 2018
Lettland Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Sjá meira