Formaður Stjörnunnar: Mikil niðurlæging fyrir félagið Henry Birgir Gunnarsson skrifar 28. febrúar 2018 15:04 Karl formaður er hér að skrifa undir samning við landsliðsmanninn Bjarka Þór Gunnarsson. vísir/ernir Handknattleikssamband Íslands, HSÍ, leit það mjög alvarlegum augum að Stjarnan U skildi ekki hafa mætt til leiks gegn Akureyri í Grill 66-deildinni um síðustu helgi. Ákveðið var að beita félagið hámarkssekt sem er 250 þúsund krónur. Sú upphæð gæti átt eftir að hækka enda þarf Stjarnan einnig að greiða allan kostnað vegna leiksins. Þar með talið kostnað vegna dómara sem komu frá Reykjavík í leikinn. Akureyri getur þess utan sent bótakröfu á Stjörnuna. Kostnaður handknattleiksdeildar Stjörnunnar vegna þessa atviks gæti því hæglega farið yfir hálfa milljón króna.Ekkert samráð við Stjörnuna „Það átti að fljúga norður á föstudeginum og var búið að ganga frá því. Svo var ekki flogið vegna veðurs og bókuninni var svo frestað. Svo gerist það að HSÍ og Akureyri ákveða, án samráðs við okkur, að setja leikinn á klukkan 13.30 á laugardegi. Við vorum ósáttir við að hafa ekki verið í samráði um það,“ segir Karl Daníelsson, formaður handknattleiksdeildar Stjörnunnar. „Við vorum í smá vandræðum með að manna liðið vegna meiðsla og veikinda. Við sáum samt fram á að geta stillt upp liði á sunnudeginum og buðumst til þess að koma þá. Það var ekki inn í myndinni af hálfu Akureyrar. Við boðuðum því lágmarkshóp til þess að fara norður á laugardeginum en það mættu bara fjórir af um tíu sem voru boðaðir.“ Að leikmenn skuli ekki hafa skilað sér betur til þess að fara norður olli Karli miklum vonbrigðum. Eins og sjá má á myndbandinu hér að ofan var fjöldi manna mættur til þess að sjá leikinn en þeir fengu ekki mikil tilþrif að þessu sinni. „Það er bara algjör skandall. Þetta er mikil niðurlæging fyrir okkur sem erum í kringum starfið. Við funduðum svo með liðinu á sunnudeginum þar sem ég hellti úr skálum reiði minnar yfir þá og spurði hvort þeir ætluðu að greiða sektina? Hvort þeir teldu þetta lið vera fría líkamsrækt og menn gætu bara valið sér þá leiki sem þeir vildu fara í. Þetta er ofboðslega mikil niðurlæging fyrir okkur sem og fyrir íþróttina. Ekki síst er þetta líka vanvirðing við mótherjann. Við viðurkenndum okkar mistök og báðumst afsökunar. Svona hefur ekki komið fyrir áður hjá Stjörnunni og vonandi gerist það aldrei aftur.“Óþarflega há sekt Karl segir að Stjarnan muni taka á sig þennan skell og greiða sektina þó svo hann sé frekar ósáttur við að hafa fengið hámarkssekt frá HSÍ. „Ég er ekki sáttur með það og útskýrði fyrir HSÍ að það hefði ekki verið neitt samráð við okkur í þessu máli. Við viðurkennum samt okkar mistök. Ef að kostnaðurinn er 150 þúsund sektið þá um 150 þúsund en ekki 250 þúsund. Ég mun óska eftir skýringum á þessari háu sekt og vil vita hvert þessi peningur fer,“ segir Karl ósáttur við sektarkostnaðinn en eru ekki djúpir vasar í Garðabænum og lítið mál að greiða sektina? „Þeir eru djúpir en yfirleitt tómir,“ segir formaðurinn léttur þrátt fyrir allt. Olís-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Fótbolti „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Íslenski boltinn Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Fleiri fréttir Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Sjá meira
Handknattleikssamband Íslands, HSÍ, leit það mjög alvarlegum augum að Stjarnan U skildi ekki hafa mætt til leiks gegn Akureyri í Grill 66-deildinni um síðustu helgi. Ákveðið var að beita félagið hámarkssekt sem er 250 þúsund krónur. Sú upphæð gæti átt eftir að hækka enda þarf Stjarnan einnig að greiða allan kostnað vegna leiksins. Þar með talið kostnað vegna dómara sem komu frá Reykjavík í leikinn. Akureyri getur þess utan sent bótakröfu á Stjörnuna. Kostnaður handknattleiksdeildar Stjörnunnar vegna þessa atviks gæti því hæglega farið yfir hálfa milljón króna.Ekkert samráð við Stjörnuna „Það átti að fljúga norður á föstudeginum og var búið að ganga frá því. Svo var ekki flogið vegna veðurs og bókuninni var svo frestað. Svo gerist það að HSÍ og Akureyri ákveða, án samráðs við okkur, að setja leikinn á klukkan 13.30 á laugardegi. Við vorum ósáttir við að hafa ekki verið í samráði um það,“ segir Karl Daníelsson, formaður handknattleiksdeildar Stjörnunnar. „Við vorum í smá vandræðum með að manna liðið vegna meiðsla og veikinda. Við sáum samt fram á að geta stillt upp liði á sunnudeginum og buðumst til þess að koma þá. Það var ekki inn í myndinni af hálfu Akureyrar. Við boðuðum því lágmarkshóp til þess að fara norður á laugardeginum en það mættu bara fjórir af um tíu sem voru boðaðir.“ Að leikmenn skuli ekki hafa skilað sér betur til þess að fara norður olli Karli miklum vonbrigðum. Eins og sjá má á myndbandinu hér að ofan var fjöldi manna mættur til þess að sjá leikinn en þeir fengu ekki mikil tilþrif að þessu sinni. „Það er bara algjör skandall. Þetta er mikil niðurlæging fyrir okkur sem erum í kringum starfið. Við funduðum svo með liðinu á sunnudeginum þar sem ég hellti úr skálum reiði minnar yfir þá og spurði hvort þeir ætluðu að greiða sektina? Hvort þeir teldu þetta lið vera fría líkamsrækt og menn gætu bara valið sér þá leiki sem þeir vildu fara í. Þetta er ofboðslega mikil niðurlæging fyrir okkur sem og fyrir íþróttina. Ekki síst er þetta líka vanvirðing við mótherjann. Við viðurkenndum okkar mistök og báðumst afsökunar. Svona hefur ekki komið fyrir áður hjá Stjörnunni og vonandi gerist það aldrei aftur.“Óþarflega há sekt Karl segir að Stjarnan muni taka á sig þennan skell og greiða sektina þó svo hann sé frekar ósáttur við að hafa fengið hámarkssekt frá HSÍ. „Ég er ekki sáttur með það og útskýrði fyrir HSÍ að það hefði ekki verið neitt samráð við okkur í þessu máli. Við viðurkennum samt okkar mistök. Ef að kostnaðurinn er 150 þúsund sektið þá um 150 þúsund en ekki 250 þúsund. Ég mun óska eftir skýringum á þessari háu sekt og vil vita hvert þessi peningur fer,“ segir Karl ósáttur við sektarkostnaðinn en eru ekki djúpir vasar í Garðabænum og lítið mál að greiða sektina? „Þeir eru djúpir en yfirleitt tómir,“ segir formaðurinn léttur þrátt fyrir allt.
Olís-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Fótbolti „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Íslenski boltinn Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Fleiri fréttir Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Sjá meira