Ávöxtun olíusjóðsins 13,7 prósent Kristinn Ingi Jónsson skrifar 28. febrúar 2018 06:00 Yngve Slyngstad, framkvæmdastjóri olíusjóðsins Norski olíusjóðurinn, sem er stærsti fjárfestingarsjóður í ríkiseigu í heiminum, skilaði 13,7 prósenta ávöxtun á síðasta ári. Jafngildir það um 131 milljarði dala eða sem nemur tæplega 13.200 milljörðum króna. Ávöxtun sjóðsins á síðasta ári er sú þriðja mesta á einu ári frá stofnun hans árið 1990. Afkoman skýrist einkum af góðri ávöxtun hlutabréfa sjóðsins en hún nam 19,4 prósentum í fyrra. Fasteignir í eigu sjóðsins skiluðu 7,5 prósenta ávöxtun en skuldabréf aðeins 3,3 prósenta ávöxtun. Í frétt Financial Times segir að það hafi einkum verið hlutabréf í tæknifyrirtækjum, svo sem Apple, Tencent og Microsoft, sem hafi stuðlað að ríkulegri ávöxtun olíusjóðsins. Sjóðurinn hefur vaxið leifturhratt frá stofnun og á að meðaltali um 1,4 prósenta hlut í hverju einasta skráða fyrirtæki í heiminum. Yngve Slyngstad, framkvæmdastjóri sjóðsins, sagði fjárfestum á fundi fyrr í vikunni að þeir mættu búast við miklum sveiflum í ávöxtun sjóðsins á næstu árum, enda væri sjóðurinn berskjaldaður gagnvart sveiflum á alþjóðlegum hlutabréfamörkuðum. Birtist í Fréttablaðinu Norðurlönd Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Sjá meira
Norski olíusjóðurinn, sem er stærsti fjárfestingarsjóður í ríkiseigu í heiminum, skilaði 13,7 prósenta ávöxtun á síðasta ári. Jafngildir það um 131 milljarði dala eða sem nemur tæplega 13.200 milljörðum króna. Ávöxtun sjóðsins á síðasta ári er sú þriðja mesta á einu ári frá stofnun hans árið 1990. Afkoman skýrist einkum af góðri ávöxtun hlutabréfa sjóðsins en hún nam 19,4 prósentum í fyrra. Fasteignir í eigu sjóðsins skiluðu 7,5 prósenta ávöxtun en skuldabréf aðeins 3,3 prósenta ávöxtun. Í frétt Financial Times segir að það hafi einkum verið hlutabréf í tæknifyrirtækjum, svo sem Apple, Tencent og Microsoft, sem hafi stuðlað að ríkulegri ávöxtun olíusjóðsins. Sjóðurinn hefur vaxið leifturhratt frá stofnun og á að meðaltali um 1,4 prósenta hlut í hverju einasta skráða fyrirtæki í heiminum. Yngve Slyngstad, framkvæmdastjóri sjóðsins, sagði fjárfestum á fundi fyrr í vikunni að þeir mættu búast við miklum sveiflum í ávöxtun sjóðsins á næstu árum, enda væri sjóðurinn berskjaldaður gagnvart sveiflum á alþjóðlegum hlutabréfamörkuðum.
Birtist í Fréttablaðinu Norðurlönd Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Sjá meira