Í upphaflegri færslu Evrópulögreglunnar (Europol) kemur fram að hlutirnir á myndunum sem hún deilir birtist í bakgrunni barnaklámefnis. Myndirnar eru birtar á síðunni þegar allar aðrar leiðir til að rannsaka málin hafa engu skilað.
Þeir sem telja sig kannast við eitthvað á myndunum eru beðnir um að hafa samband við lögregluna. Sérstakan áhuga hefur Europol á að rekja staðsetningu hlutanna og staðanna sem birtast á myndunum.
Hægt er að senda Europol nafnlausar ábendingar í gegnum vefsíðuna.