Handtekinn grunaður um að hafa stolið Óskarsstyttu Frances McDormand Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. mars 2018 22:15 Frances McDormand á Óskarnum í gær en styttan góða er við hlið hennar. vísir/getty Terry Bryant, 47 ára gamall maður, var handtekinn í morgun grunaður um að hafa stolið Óskarsverðlaunastyttu leikkonunnar Frances McDormand. McDormand fékk styttuna á Óskarsverðlaununum í nótt en hún var valin besta leikkona ársins í aðalhlutverki. Í frétt Guardian segir að maðurinn hafi sett mynd af sér með styttuna á Facebook þar sem hann gortaði sig af því að hafa unnið Óskarinn fyrir bestu tónlist. Hann var skömmu síðar handtekinn grunaður um meiriháttar þjófnað í Governors Ball-veislunni sem ávallt er haldin eftir Óskarsverðlaunin. Lögreglan í Los Angeles segir að Bryant hafi keypt miða í veisluna. Bryant setti inn myndband á Facebook-síðuna þar sem hann sýndi styttuna „sína“ og tók við hamingjuóskum. Talið er að hann hafi stolið styttu McDormand af borðinu hennar þegar hún var annars staðar í veislunni að fagna með vinum og vandamönnum. Blaðamaður New York Times, Cara Buckley, setti síðan mynd af Bryant á Twitter og sagði að ljósmyndari í veislunni hefði stoppað manninn og tekið af honum styttuna. „Eftir stuttan aðskilnað eru Frances og Óskarinn hennar nú hamingjusöm saman á ný. Þau fögnuðu endurfundunum með tvöföldum ostborgara frá In-N-Out Burger,“ sagði talsmaður McDormand, Simon Halls. Þetta er í annað sinn sem McDormand vinnur Óskar fyrir bestu leikkonuna en fyrra skiptið var fyrir myndina Fargo árið 1996. Kraftmikil ræða hennar þegar hún tók við verðlaununum hefur vakið mikla athygli en þar kallaði hún eftir jafnrétti í Hollywood, ekki bara í orði heldur á borði.Security at the Governors Ball are looking for this guy, who grabbed Frances McDormand's Oscar and ran out with it. Wolfgang Puck's photographer stopped him, got the Oscar back, and the guy disappeared back into the ball. Apparently Frances has said to let him go. #Oscars #Drama pic.twitter.com/5tlsx4Ulwt— Cara Buckley (@caraNYT) March 5, 2018 Óskarinn Tengdar fréttir Kimmel fór á kostum í upphafsræðunni: „Þurfum fleiri typpalausa karlmenn“ Óskarsverðlaunin voru afhent í nítugasta sinn við hátíðlega athöfn í Los Angeles í nótt. 5. mars 2018 11:00 Óskarinn 2018: Shape of Water og Frances McDormand stálu senunni Óskarsverðlaunin voru afhent í nítugasta sinn við hátíðlega athöfn í Los Angeles í nótt. 5. mars 2018 05:15 Mest lesið Afhjúpaði óléttuna á epískan hátt enn og aftur Tíska og hönnun Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Lífið Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Lífið Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Lífið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Tónlist Blautir búkar og pylsupartí Menning Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Sjá meira
Terry Bryant, 47 ára gamall maður, var handtekinn í morgun grunaður um að hafa stolið Óskarsverðlaunastyttu leikkonunnar Frances McDormand. McDormand fékk styttuna á Óskarsverðlaununum í nótt en hún var valin besta leikkona ársins í aðalhlutverki. Í frétt Guardian segir að maðurinn hafi sett mynd af sér með styttuna á Facebook þar sem hann gortaði sig af því að hafa unnið Óskarinn fyrir bestu tónlist. Hann var skömmu síðar handtekinn grunaður um meiriháttar þjófnað í Governors Ball-veislunni sem ávallt er haldin eftir Óskarsverðlaunin. Lögreglan í Los Angeles segir að Bryant hafi keypt miða í veisluna. Bryant setti inn myndband á Facebook-síðuna þar sem hann sýndi styttuna „sína“ og tók við hamingjuóskum. Talið er að hann hafi stolið styttu McDormand af borðinu hennar þegar hún var annars staðar í veislunni að fagna með vinum og vandamönnum. Blaðamaður New York Times, Cara Buckley, setti síðan mynd af Bryant á Twitter og sagði að ljósmyndari í veislunni hefði stoppað manninn og tekið af honum styttuna. „Eftir stuttan aðskilnað eru Frances og Óskarinn hennar nú hamingjusöm saman á ný. Þau fögnuðu endurfundunum með tvöföldum ostborgara frá In-N-Out Burger,“ sagði talsmaður McDormand, Simon Halls. Þetta er í annað sinn sem McDormand vinnur Óskar fyrir bestu leikkonuna en fyrra skiptið var fyrir myndina Fargo árið 1996. Kraftmikil ræða hennar þegar hún tók við verðlaununum hefur vakið mikla athygli en þar kallaði hún eftir jafnrétti í Hollywood, ekki bara í orði heldur á borði.Security at the Governors Ball are looking for this guy, who grabbed Frances McDormand's Oscar and ran out with it. Wolfgang Puck's photographer stopped him, got the Oscar back, and the guy disappeared back into the ball. Apparently Frances has said to let him go. #Oscars #Drama pic.twitter.com/5tlsx4Ulwt— Cara Buckley (@caraNYT) March 5, 2018
Óskarinn Tengdar fréttir Kimmel fór á kostum í upphafsræðunni: „Þurfum fleiri typpalausa karlmenn“ Óskarsverðlaunin voru afhent í nítugasta sinn við hátíðlega athöfn í Los Angeles í nótt. 5. mars 2018 11:00 Óskarinn 2018: Shape of Water og Frances McDormand stálu senunni Óskarsverðlaunin voru afhent í nítugasta sinn við hátíðlega athöfn í Los Angeles í nótt. 5. mars 2018 05:15 Mest lesið Afhjúpaði óléttuna á epískan hátt enn og aftur Tíska og hönnun Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Lífið Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Lífið Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Lífið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Tónlist Blautir búkar og pylsupartí Menning Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Sjá meira
Kimmel fór á kostum í upphafsræðunni: „Þurfum fleiri typpalausa karlmenn“ Óskarsverðlaunin voru afhent í nítugasta sinn við hátíðlega athöfn í Los Angeles í nótt. 5. mars 2018 11:00
Óskarinn 2018: Shape of Water og Frances McDormand stálu senunni Óskarsverðlaunin voru afhent í nítugasta sinn við hátíðlega athöfn í Los Angeles í nótt. 5. mars 2018 05:15
Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp
Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp