Átjánda holan fór afar illa með okkar konu í nótt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. mars 2018 07:00 Valdís Þóra Jónsdóttir. LET/Tristan Jones Valdís Þóra Jónsdóttir er í 85. sæti eftir fyrsta daginn á opna Nýja Suður-Wales golfmótinu á LET Evrópumótaröðinni. Valdís lék fyrstu átján holurnar á 76 höggum eða fimm höggum yfir pari. Hún er tíu höggum á eftir efstu konu og fimm höggum frá topp þrjátíu. Valdís Þóra fékk fugl á fyrstu holu og alls þrjá fugla á hringnum en fimm skollar og aðallega martröð á átjándu holunni komu í veg fyrir gott skot. Valdís Þór lék átjándu holuna á sjö höggum eða þremur höggum yfir pari. Það var í raun níunda holan hennar á hringnum því hún fór út á tíundu. Valdís vann sig samt ágætlega út úr þeim vonbrigðum því hún vann tvö högg til baka á næstu fjórum holum. Tveir skollar á síðustu þremur holunum sáu hinsvegar til þess að hún fékk niður um 30 sæti í töflunni. Valdís Þóra þarf að spila mun betur á öðrum hringnum ætli hún sér að ná niðurskurðinum. NSW mótið er fjórða mótið í röð hjá Valdísi Þóru á LET Evrópumótaröðinni á þessu ári en öll mótin hafa farið fram í Ástralíu. Íslandsmeistarinn 2017 tók einnig þátt á LPGA móti í febrúar og er mótið því fimmta mótið í röð hjá Valdísi Þóru í þessari keppnistörn. Besta árangrinum náði hún um síðustu helgi þegar hún tók þriðja sætið á Ladies Classic Bonville mótinu. Valdís Þóra lék þá hringina fjóra á sjö höggum undir pari. Hún náði ekki alveg að fylgja því eftir í nótt. Golf Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Valdís Þóra Jónsdóttir er í 85. sæti eftir fyrsta daginn á opna Nýja Suður-Wales golfmótinu á LET Evrópumótaröðinni. Valdís lék fyrstu átján holurnar á 76 höggum eða fimm höggum yfir pari. Hún er tíu höggum á eftir efstu konu og fimm höggum frá topp þrjátíu. Valdís Þóra fékk fugl á fyrstu holu og alls þrjá fugla á hringnum en fimm skollar og aðallega martröð á átjándu holunni komu í veg fyrir gott skot. Valdís Þór lék átjándu holuna á sjö höggum eða þremur höggum yfir pari. Það var í raun níunda holan hennar á hringnum því hún fór út á tíundu. Valdís vann sig samt ágætlega út úr þeim vonbrigðum því hún vann tvö högg til baka á næstu fjórum holum. Tveir skollar á síðustu þremur holunum sáu hinsvegar til þess að hún fékk niður um 30 sæti í töflunni. Valdís Þóra þarf að spila mun betur á öðrum hringnum ætli hún sér að ná niðurskurðinum. NSW mótið er fjórða mótið í röð hjá Valdísi Þóru á LET Evrópumótaröðinni á þessu ári en öll mótin hafa farið fram í Ástralíu. Íslandsmeistarinn 2017 tók einnig þátt á LPGA móti í febrúar og er mótið því fimmta mótið í röð hjá Valdísi Þóru í þessari keppnistörn. Besta árangrinum náði hún um síðustu helgi þegar hún tók þriðja sætið á Ladies Classic Bonville mótinu. Valdís Þóra lék þá hringina fjóra á sjö höggum undir pari. Hún náði ekki alveg að fylgja því eftir í nótt.
Golf Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira