Þetta kemur í kjölfar fréttar á miðlinum Axios síðastliðinn miðvikudag þar sem greint var frá því að Trump vildi beina athygli sinni að Amazon. Hlutabréf í Amazon féllu um 4% á miðvikudag.
I have stated my concerns with Amazon long before the Election. Unlike others, they pay little or no taxes to state & local governments, use our Postal System as their Delivery Boy (causing tremendous loss to the U.S.), and are putting many thousands of retailers out of business!
— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) March 29, 2018
Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem Trump beinir spjótum sínum að Amazon, en í ágúst í fyrra sagði forsetinn að verslunin væri að valda skattgreiðandi fyrirtækjum miklum skaða og fjöldi fólks væri að missa vinnu á þeirra kostnað.