Gunnar: Ekki minn stíll að djöflast í mönnum á internetinu Tómas Þór Þórðarson skrifar 28. mars 2018 12:00 Eins og greint var frá í morgun berst Gunnar Nelson á móti Bandaríkjamanninum Neil Magny á UFC-bardagakvöldi í Liverpool 27. maí og snýr þar með í búrið á ný eftir tíu mánaða fjarveru. Hefði UFC fengið að ráða hefði Gunnar barist sem aðalstjarnan á UFC-kvöldinu í Lundúnum í mars en þar vildu menn sjá Liverpool-strákinn Darren Till mæta Gunnari. Ekkert varð úr þeim bardaga því Till sagðist vera veikur þrátt fyrir að margar vikur ættu eftir að líða þar til að bardaganum kæmi. Hann var svo ekki veikari en það, að Till skemmti sér konunglega í Brasilíu skömmu eftir að segjast veikur.Darren Till virtist ekki þora í Gunnar Nelson.vísir/gettyTalaði um aðra en Gunnar „Þegar kemur að bardagastíl væri ég slæmur mótherji fyrir Till. Ég er fyrir neðan hann á styrkleikalistanum og hann er á fínum skriði. Áhættan að taka bardaga á móti mér er slík að þeir líta væntanlega á það sem svo að það sé ekki þess virði,“ segir Gunnar sem útskýrir flótta Till að einhverju leyti. „Ég veit svo sem ekkert um þetta nákvæmlega, en ég held að Till sé ekkert svakalega spenntur fyrir því að mæta mér. Mér finnst það á öllu miðað við hvernig hann talar á netinu og hvernig hann talar svo seinna mér.“ „Till talaði mikið um alla aðra en mig þrátt fyrir að það hefði verið flottur bardagi í Liverpool. Það var búið að tala um það. Síðan gæti bara vel verið að umboðsmaður hans segi honum að gleyma því að mæta mér. Það er ekki vitlaus pæling hjá þeim,“ segir Gunnar við íþróttadeild.Gunnar nennir ekki netrifrildum.vísir/gettyEkkert internetrót Till var búinn að rífa kjaft á netinu í svolítinn tíma og sagðist meira en klár í að mæta Gunnari í búrinu. Annað kom svo á daginn. Gunnar var orðinn svo þyrstur í að berjast að hann tók þátt í umræðunum á Twitter í fyrsta sinn ásamt þjálfara sínum, John Kavanagh. „John hefur alltaf aðeins verið að kynda undir mönnum af og til. Ég er mjög lítið í því. Það er ekki minn stíll og er bara ekki ég. Ég nenni ekki að vera að djöflast í mönnum á netinu,“ segir Gunnar. „Ég gerði það aðeins við Darren Till og hélt að það hefði heppnast. Þá hugsaði ég með mér að kannski myndi ég gera þetta oftar, en síðan gerðist ekki neitt.“ „Þetta er ekki minn stíll. Ég þarf aðeins að fara út fyrir mitt hugarfar til þess að fara að róta í mönnum á internetinu. Það er ekki ég,“ segir Gunnar Nelson. Viðtalið má sjá í spilaranum efst í fréttinni.So @ufc have offered @GunniNelson v @darrentill2 main event #UFCLondon we've agreed so hoping to hear confirmation soon how do you guys like the match up? I'm reminded of the Thatch fight, big strong striker but I think Till is tougher challenge. One way to find out... pic.twitter.com/b7U81FpzBf— Coach Kavanagh (@John_Kavanagh) January 24, 2018 MMA Tengdar fréttir Bardagi Gunnars og Magny staðfestur: „Ég ætla mér að vinna allt“ Gunnar Nelson snýr aftur í búrið á móti Neil Magny í Liverpool 27. maí. 28. mars 2018 08:00 Segir að tap fyrir Magny gæti sannað að Gunnar sé ekki einn af tíu bestu MMA-sérfræðingur Stöðvar 2 Sports hefur mikla trú á Gunnari í bardaga gegn Neil Magny. 27. mars 2018 14:00 Mest lesið Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitakeppni karla hefst Sport „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Körfubolti „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ Sport Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn Fimm fengu bann fyrir slagsmálin Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik Körfubolti Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Fótbolti Fleiri fréttir Fimm fengu bann fyrir slagsmálin Dagskráin í dag: Úrslitakeppni karla hefst „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Pelikanarnir búnir að gefast upp „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Dæmdur í áttatíu leikja bann og tapar 769 milljónum króna HM stækkað og verðlaunaféð tvöfaldað Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ McIlroy meiddur í aðdraganda Masters Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Valskonur fá seinni leikinn heima Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni Sjá meira
Eins og greint var frá í morgun berst Gunnar Nelson á móti Bandaríkjamanninum Neil Magny á UFC-bardagakvöldi í Liverpool 27. maí og snýr þar með í búrið á ný eftir tíu mánaða fjarveru. Hefði UFC fengið að ráða hefði Gunnar barist sem aðalstjarnan á UFC-kvöldinu í Lundúnum í mars en þar vildu menn sjá Liverpool-strákinn Darren Till mæta Gunnari. Ekkert varð úr þeim bardaga því Till sagðist vera veikur þrátt fyrir að margar vikur ættu eftir að líða þar til að bardaganum kæmi. Hann var svo ekki veikari en það, að Till skemmti sér konunglega í Brasilíu skömmu eftir að segjast veikur.Darren Till virtist ekki þora í Gunnar Nelson.vísir/gettyTalaði um aðra en Gunnar „Þegar kemur að bardagastíl væri ég slæmur mótherji fyrir Till. Ég er fyrir neðan hann á styrkleikalistanum og hann er á fínum skriði. Áhættan að taka bardaga á móti mér er slík að þeir líta væntanlega á það sem svo að það sé ekki þess virði,“ segir Gunnar sem útskýrir flótta Till að einhverju leyti. „Ég veit svo sem ekkert um þetta nákvæmlega, en ég held að Till sé ekkert svakalega spenntur fyrir því að mæta mér. Mér finnst það á öllu miðað við hvernig hann talar á netinu og hvernig hann talar svo seinna mér.“ „Till talaði mikið um alla aðra en mig þrátt fyrir að það hefði verið flottur bardagi í Liverpool. Það var búið að tala um það. Síðan gæti bara vel verið að umboðsmaður hans segi honum að gleyma því að mæta mér. Það er ekki vitlaus pæling hjá þeim,“ segir Gunnar við íþróttadeild.Gunnar nennir ekki netrifrildum.vísir/gettyEkkert internetrót Till var búinn að rífa kjaft á netinu í svolítinn tíma og sagðist meira en klár í að mæta Gunnari í búrinu. Annað kom svo á daginn. Gunnar var orðinn svo þyrstur í að berjast að hann tók þátt í umræðunum á Twitter í fyrsta sinn ásamt þjálfara sínum, John Kavanagh. „John hefur alltaf aðeins verið að kynda undir mönnum af og til. Ég er mjög lítið í því. Það er ekki minn stíll og er bara ekki ég. Ég nenni ekki að vera að djöflast í mönnum á netinu,“ segir Gunnar. „Ég gerði það aðeins við Darren Till og hélt að það hefði heppnast. Þá hugsaði ég með mér að kannski myndi ég gera þetta oftar, en síðan gerðist ekki neitt.“ „Þetta er ekki minn stíll. Ég þarf aðeins að fara út fyrir mitt hugarfar til þess að fara að róta í mönnum á internetinu. Það er ekki ég,“ segir Gunnar Nelson. Viðtalið má sjá í spilaranum efst í fréttinni.So @ufc have offered @GunniNelson v @darrentill2 main event #UFCLondon we've agreed so hoping to hear confirmation soon how do you guys like the match up? I'm reminded of the Thatch fight, big strong striker but I think Till is tougher challenge. One way to find out... pic.twitter.com/b7U81FpzBf— Coach Kavanagh (@John_Kavanagh) January 24, 2018
MMA Tengdar fréttir Bardagi Gunnars og Magny staðfestur: „Ég ætla mér að vinna allt“ Gunnar Nelson snýr aftur í búrið á móti Neil Magny í Liverpool 27. maí. 28. mars 2018 08:00 Segir að tap fyrir Magny gæti sannað að Gunnar sé ekki einn af tíu bestu MMA-sérfræðingur Stöðvar 2 Sports hefur mikla trú á Gunnari í bardaga gegn Neil Magny. 27. mars 2018 14:00 Mest lesið Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitakeppni karla hefst Sport „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Körfubolti „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ Sport Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn Fimm fengu bann fyrir slagsmálin Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik Körfubolti Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Fótbolti Fleiri fréttir Fimm fengu bann fyrir slagsmálin Dagskráin í dag: Úrslitakeppni karla hefst „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Pelikanarnir búnir að gefast upp „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Dæmdur í áttatíu leikja bann og tapar 769 milljónum króna HM stækkað og verðlaunaféð tvöfaldað Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ McIlroy meiddur í aðdraganda Masters Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Valskonur fá seinni leikinn heima Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni Sjá meira
Bardagi Gunnars og Magny staðfestur: „Ég ætla mér að vinna allt“ Gunnar Nelson snýr aftur í búrið á móti Neil Magny í Liverpool 27. maí. 28. mars 2018 08:00
Segir að tap fyrir Magny gæti sannað að Gunnar sé ekki einn af tíu bestu MMA-sérfræðingur Stöðvar 2 Sports hefur mikla trú á Gunnari í bardaga gegn Neil Magny. 27. mars 2018 14:00