Björgvin Páll bestur í vetur: „Ætlaði að verja fjörutíu prósent“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 26. mars 2018 10:30 Björgvin Páll Gústavsson, markvörður Hauka, var útnefndur besti leikmaður Olís-deildar karla í uppgjörsþætti Seinni bylgjunnar sem var í beinni útsendingu á föstudaginn á Stöð 2 Sport. Landsliðsmarkvörðurinn kom heim fyrir tímabilið og stóð undir væntingum og rúmlega það. Hann var með rétt tæplega 39 prósent markvörslu í liði Hauka og varði í þremur leikjum helming allra skota sem hann fékk á sig. Fyrir utan þriggja leikja dýfu um áramótin var Björgvin Páll yfirburða markvörður í deildinni og sá besti af öllum að mati sérfræðinga Seinni bylgjunnar. Björgvin Páll og Hákon Daði Styrmisson, sem var besti vinstri hornamaður tímabilsins, kíktu í spjallsettið hjá Stefáni Árna Pálssyni í þættinum á föstudaginn og fékk Björgvin strax spurninguna af hverju hann varði ekki 40 prósent í vetur.Tölfræði Björgvins Páls í vetur.Þroskaferli markvarða er langt „Það var markmiðið, en ég klikkaði á því. Ég varði aðeins of fáa bolta,“ sagði Björgvin léttur en hugmyndin hans um að koma heim til að endurstilla sig gekk fullkomlega upp. „Ég fékk leið á atvinnumennskunni í því formi sem hún var. Mig langaði að koma heima og sækja smá greddu. Það tókst því það er mikil ástríða í þessu Haukaliði. Ég hef enn þá mjög gaman að því að spila handbolta. Það er alveg klárt.“ Í Olís-deildinni eru margir ungir og efnilegir markverðir og var Björgvin spurður hvenær þeir ættu að fljúga úr hreiðrinu og taka sénsinn erlendis. „Þroskaferli markvarða er langt. Markverðir eiga fleiri ár í boltanum. Þeir geta spilað til fertugs og markverðir þroskast seinna. Þegar að þeir eru klárir andlega og líkamlega mega þeir fara út, en þá skiptir aldurinn engu máli í rauninni,“ segir Björgvin Páll. „Ef menn eru klárir þá eru þeir klárir, að mínu mati. Fyrir markverði er spiltími mikilvægur. Ef þeir eru að fara út í góð félög og fá mikið að spila þá er ekkert sem stendur í vegi fyrir þeim. Aldurinn er þá afstæður í þessu samhengi,“ segir Björgvin Páll Gústavsson. Olís-deild karla Tengdar fréttir Seinni bylgjan: Hætt'essu ársins Eins og allir handboltaunnendur vita þá hafa strákarnir í Seinni bylgjunni einstaklega gaman af því að hafa gaman. Þeir hafa fyllt líf áhorfenda með hlátri og skemmtun í uppáhaldslið margra, „Hætt'essu.“ 25. mars 2018 22:45 Selfoss áfrýjar ekki þrátt fyrir „ærna ástæðu“ Handknattleiksdeild UMF Selfoss sendi frá sér yfirlýsingu í dag þar sem félagið sagðist ekki ætla að áfrýja ákvörðun dómstóls HSÍ að vísa kæru félagsins frá dómi "þrátt fyrir ærna ástæðu.“ 25. mars 2018 18:51 Seinni bylgjan: „Góður en ekki grófur“ Uppgjörsþáttur Seinni bylgjunnar var í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport á föstudaginn. Þar fóru Tómas Þór Þórðarson og sérfræðingar hans, Gunnar Berg Viktorsson og Jóhann Gunnar Einarsson, yfir lokaumferðina og gerðu upp tímabilið. 25. mars 2018 20:30 Seinni bylgjan: „Aldrei óhultur fyrir niðurlægingu Barbasinski“ Uppgjörsþáttur Seinni bylgjunnar var í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport á föstudaginn. Þar fóru Tómas Þór Þórðarson og sérfræðingar hans, Gunnar Berg Viktorsson og Jóhann Gunnar Einarsson, yfir lokaumferðina og gerðu upp tímabilið. 25. mars 2018 08:00 Seinni bylgjan: „Fór með drengjakór Selfyssinga í annað sætið“ Uppgjörsþáttur Seinni bylgjunnar var í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í gærkvöld. Þar fóru Tómas Þór Þórðarson og sérfræðingar hans, Gunnar Berg Viktorsson og Jóhann Gunnar Einarsson, yfir lokaumferðina og gerðu upp tímabilið. 25. mars 2018 10:00 Mest lesið „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Í beinni: Frakkland - Ísland | Þyngsta prófið fyrir Ísland Fótbolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Sjá meira
Björgvin Páll Gústavsson, markvörður Hauka, var útnefndur besti leikmaður Olís-deildar karla í uppgjörsþætti Seinni bylgjunnar sem var í beinni útsendingu á föstudaginn á Stöð 2 Sport. Landsliðsmarkvörðurinn kom heim fyrir tímabilið og stóð undir væntingum og rúmlega það. Hann var með rétt tæplega 39 prósent markvörslu í liði Hauka og varði í þremur leikjum helming allra skota sem hann fékk á sig. Fyrir utan þriggja leikja dýfu um áramótin var Björgvin Páll yfirburða markvörður í deildinni og sá besti af öllum að mati sérfræðinga Seinni bylgjunnar. Björgvin Páll og Hákon Daði Styrmisson, sem var besti vinstri hornamaður tímabilsins, kíktu í spjallsettið hjá Stefáni Árna Pálssyni í þættinum á föstudaginn og fékk Björgvin strax spurninguna af hverju hann varði ekki 40 prósent í vetur.Tölfræði Björgvins Páls í vetur.Þroskaferli markvarða er langt „Það var markmiðið, en ég klikkaði á því. Ég varði aðeins of fáa bolta,“ sagði Björgvin léttur en hugmyndin hans um að koma heim til að endurstilla sig gekk fullkomlega upp. „Ég fékk leið á atvinnumennskunni í því formi sem hún var. Mig langaði að koma heima og sækja smá greddu. Það tókst því það er mikil ástríða í þessu Haukaliði. Ég hef enn þá mjög gaman að því að spila handbolta. Það er alveg klárt.“ Í Olís-deildinni eru margir ungir og efnilegir markverðir og var Björgvin spurður hvenær þeir ættu að fljúga úr hreiðrinu og taka sénsinn erlendis. „Þroskaferli markvarða er langt. Markverðir eiga fleiri ár í boltanum. Þeir geta spilað til fertugs og markverðir þroskast seinna. Þegar að þeir eru klárir andlega og líkamlega mega þeir fara út, en þá skiptir aldurinn engu máli í rauninni,“ segir Björgvin Páll. „Ef menn eru klárir þá eru þeir klárir, að mínu mati. Fyrir markverði er spiltími mikilvægur. Ef þeir eru að fara út í góð félög og fá mikið að spila þá er ekkert sem stendur í vegi fyrir þeim. Aldurinn er þá afstæður í þessu samhengi,“ segir Björgvin Páll Gústavsson.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Seinni bylgjan: Hætt'essu ársins Eins og allir handboltaunnendur vita þá hafa strákarnir í Seinni bylgjunni einstaklega gaman af því að hafa gaman. Þeir hafa fyllt líf áhorfenda með hlátri og skemmtun í uppáhaldslið margra, „Hætt'essu.“ 25. mars 2018 22:45 Selfoss áfrýjar ekki þrátt fyrir „ærna ástæðu“ Handknattleiksdeild UMF Selfoss sendi frá sér yfirlýsingu í dag þar sem félagið sagðist ekki ætla að áfrýja ákvörðun dómstóls HSÍ að vísa kæru félagsins frá dómi "þrátt fyrir ærna ástæðu.“ 25. mars 2018 18:51 Seinni bylgjan: „Góður en ekki grófur“ Uppgjörsþáttur Seinni bylgjunnar var í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport á föstudaginn. Þar fóru Tómas Þór Þórðarson og sérfræðingar hans, Gunnar Berg Viktorsson og Jóhann Gunnar Einarsson, yfir lokaumferðina og gerðu upp tímabilið. 25. mars 2018 20:30 Seinni bylgjan: „Aldrei óhultur fyrir niðurlægingu Barbasinski“ Uppgjörsþáttur Seinni bylgjunnar var í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport á föstudaginn. Þar fóru Tómas Þór Þórðarson og sérfræðingar hans, Gunnar Berg Viktorsson og Jóhann Gunnar Einarsson, yfir lokaumferðina og gerðu upp tímabilið. 25. mars 2018 08:00 Seinni bylgjan: „Fór með drengjakór Selfyssinga í annað sætið“ Uppgjörsþáttur Seinni bylgjunnar var í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í gærkvöld. Þar fóru Tómas Þór Þórðarson og sérfræðingar hans, Gunnar Berg Viktorsson og Jóhann Gunnar Einarsson, yfir lokaumferðina og gerðu upp tímabilið. 25. mars 2018 10:00 Mest lesið „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Í beinni: Frakkland - Ísland | Þyngsta prófið fyrir Ísland Fótbolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Sjá meira
Seinni bylgjan: Hætt'essu ársins Eins og allir handboltaunnendur vita þá hafa strákarnir í Seinni bylgjunni einstaklega gaman af því að hafa gaman. Þeir hafa fyllt líf áhorfenda með hlátri og skemmtun í uppáhaldslið margra, „Hætt'essu.“ 25. mars 2018 22:45
Selfoss áfrýjar ekki þrátt fyrir „ærna ástæðu“ Handknattleiksdeild UMF Selfoss sendi frá sér yfirlýsingu í dag þar sem félagið sagðist ekki ætla að áfrýja ákvörðun dómstóls HSÍ að vísa kæru félagsins frá dómi "þrátt fyrir ærna ástæðu.“ 25. mars 2018 18:51
Seinni bylgjan: „Góður en ekki grófur“ Uppgjörsþáttur Seinni bylgjunnar var í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport á föstudaginn. Þar fóru Tómas Þór Þórðarson og sérfræðingar hans, Gunnar Berg Viktorsson og Jóhann Gunnar Einarsson, yfir lokaumferðina og gerðu upp tímabilið. 25. mars 2018 20:30
Seinni bylgjan: „Aldrei óhultur fyrir niðurlægingu Barbasinski“ Uppgjörsþáttur Seinni bylgjunnar var í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport á föstudaginn. Þar fóru Tómas Þór Þórðarson og sérfræðingar hans, Gunnar Berg Viktorsson og Jóhann Gunnar Einarsson, yfir lokaumferðina og gerðu upp tímabilið. 25. mars 2018 08:00
Seinni bylgjan: „Fór með drengjakór Selfyssinga í annað sætið“ Uppgjörsþáttur Seinni bylgjunnar var í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í gærkvöld. Þar fóru Tómas Þór Þórðarson og sérfræðingar hans, Gunnar Berg Viktorsson og Jóhann Gunnar Einarsson, yfir lokaumferðina og gerðu upp tímabilið. 25. mars 2018 10:00