Einar Rafn með hæstu meðaleikunn HBStatz eftir deildarkeppnina Einar Sigurvinsson skrifar 22. mars 2018 18:15 Einar Rafn Eiðsson, leikmaður FH. Vísir/eyþór Deildarkeppni Olís-deildarinnar lauk í gærkvöldi og endaði Einar Rafn Eiðsson, leikmaður FH, með hæstu meðaleinkunn leikmanna deildarinnar samkvæmt tölfræðisamantekt HBStatz. Einar Rafn lék alla 22 leiki FH í deildarkeppninni og fékk hann 8,06 í meðaleikunn sem tryggði honum toppsætið á styrkleikalistanum (e. power rankings). Hann var markahæsti leikmaður FH liðsins með 138 mörk, að meðaltali 6,27 mörk í leik en það er fjórða hæsta markameðaltal deildarinnar. Hann var auk þess með 4,6 stoðsendingar að meðaltali í hverjum leik sem setur hann í 2. sæti á stoðsendingalistanum.Björgvin Páll Gústavsson er í 2. sæti styrkleikalistans.vísir/antonBjörgvin Páll Gústavsson, markvörður Hauka, endaði í 2. sæti styrkleikalistans með 7,95 í meðaleinkunn. Björgvin Páll var með langhæstu meðaleinkunn markvarða deildarinnar en næstur á eftir honum á markvarðarlistanum kom Grétar Ari Guðjónsson í ÍR með 7,79 í meðaleinkunn. Björgvin Páll varði að meðaltali 13,5 skot í leik og 38,9 prósent allra skota sem á hann komu. Hann var einnig með flestar stoðsendingar markvarða deildarinnar en hann lagði að meðaltali upp 1,5 mark í leik.Haukur Þrastarson er í 2. sæti styrkleikalistans.vísir/stefánHinn 16 ára gamli leikmaður Selfoss, Haukur Þrastarson, endaði í 3.sæti á styrkleikalistanum. Hann var í 2. sæti á sóknarstyrkleikalistanum auk þess sem varnareinkunn Hauks var sú þriðja hæsta í deildinni. Hann stal að meðaltali 1,1 bolta í hverjum leik, sem er næst hæsta meðaleikunn allra leikmanna, Kristján Örn Kristjánsson í Fjölni var hæstur á þeim lista með 1,3 stolna bolta að meðaltali í leik. Haukur var auk þess með fimm löglegar stöðvanir að meðaltali í leik en aðeins Gunnar Malquist Þórsson í Aftureldingu og Alexander Örn Júlíusson í Val voru með hærri meðaleinkunn í þeim flokki af leikmönnum sem léku fleiri en einn leik. Bjarki Már Gunnarsson í Stjörnunni var hæstur á varnarstyrkleikalistanum með 7,95 í varnareinkunn. Næstur á eftir honum kom Ísak Rafnsson í FH. Bjarki Már varði að meðaltali 1,2 skot í leik, næst flest skot allra útileikmanna. Ísak Rafnsson var hæstur á þeim lista með 1,8 varin skot að meðaltali.Bjarki Már Gunnarsson er efstur á varnarstyrkleikalistanum.Vísir/Andri MarinóStyrkleikalisti HBStatz (heildareinkunn): 1. Einar Rafn Eiðsson, FH - 8,06 2. Björgvin Páll Gústavsson, Haukar - 7,95 3. Haukur Þrastarson, Selfoss - 7,83 4. Kristján Örn Kristjánsson, Fjölnir - 7,83 5. Elvar Örn Jónsson, Selfoss - 7,82 6. Ari Magnús Þorgeirsson, Stjarnan - 7,74 7. Teitur Örn Einarsson, Selfoss - 7,73 8. Sigurbergur Sveinsson, ÍBV - 7,62 9. Anton Rúnarsson, Valur - 7,59 10. Bergvin Þór Gíslason, ÍR - 7,49Sóknarstyrkleikalisti: 1. Einar Rafn Eiðsson, FH - 8,42 2. Haukur Þrastarson, Selfoss - 8,27 3. Ari Magnús Þorgeirsson, Stjarnan - 8,26 4. Teitur Örn Einarsson, Selfoss - 8,13 5. Elvar Örn Jónsson, Selfoss - 8,06 6. Gísli Þorgeir Kristjánsson, FH - 8,02 7. Ásbjörn Friðriksson, FH - 8,01 8. Anton Rúnarsson, Valur - 7,99 9. Theodór Sigurbjörnsson, ÍBV - 7,89 10. Sigurbergur Sveinsson, ÍBV - 7,89Varnarstyrkleikalisti: 1. Bjarki Már Gunnarsson, Stjarnan - 7,95 2. Ísak Rafnsson, FH - 7,69 3. Haukur Þrastarson, Selfoss - 7.65 4. Ágúst Birgisson, FH - 7,51 5. Alexander Örn Júlíusson, Valur - 7,40 6. Daníel Ingason, Haukar - 7,39 7. Gunnar Malquist Þórsson, Afturelding - 7,37 8. Ýmir Örn Gíslason, Valur - 7,21 9. Kristján Orri Jóhannsson, ÍR - 7,20 10. Elvar Örn Jónsson, 7,19Markvarðastyrkleikalisti: 1. Björgvin Páll Gústavsson, Haukar - 8,62 2. Grétar Ari Guðjónsson, ÍR - 7,79 3. Hreiðar Levý Guðmundsson, Grótta - 7,77 4. Ágúst Elí Björgvinsson, FH - 7,58 5. Viktor Gísli Hallgrímsson, Fram - 7,24 6. Aron Rafn Eðvarðsson, ÍBV - 7,24 7. Sigurður Ingiberg Ólafsson, Valur - 7,13 8. Davíð Svansson, Víkingur - 7,05 9. Stephen Nielsen, ÍBV - 6,99 10. Sveinbjörn Pétursson, Stjarnan - 6,97 Olís-deild karla Mest lesið Leik lokið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Fótbolti „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Sjá meira
Deildarkeppni Olís-deildarinnar lauk í gærkvöldi og endaði Einar Rafn Eiðsson, leikmaður FH, með hæstu meðaleinkunn leikmanna deildarinnar samkvæmt tölfræðisamantekt HBStatz. Einar Rafn lék alla 22 leiki FH í deildarkeppninni og fékk hann 8,06 í meðaleikunn sem tryggði honum toppsætið á styrkleikalistanum (e. power rankings). Hann var markahæsti leikmaður FH liðsins með 138 mörk, að meðaltali 6,27 mörk í leik en það er fjórða hæsta markameðaltal deildarinnar. Hann var auk þess með 4,6 stoðsendingar að meðaltali í hverjum leik sem setur hann í 2. sæti á stoðsendingalistanum.Björgvin Páll Gústavsson er í 2. sæti styrkleikalistans.vísir/antonBjörgvin Páll Gústavsson, markvörður Hauka, endaði í 2. sæti styrkleikalistans með 7,95 í meðaleinkunn. Björgvin Páll var með langhæstu meðaleinkunn markvarða deildarinnar en næstur á eftir honum á markvarðarlistanum kom Grétar Ari Guðjónsson í ÍR með 7,79 í meðaleinkunn. Björgvin Páll varði að meðaltali 13,5 skot í leik og 38,9 prósent allra skota sem á hann komu. Hann var einnig með flestar stoðsendingar markvarða deildarinnar en hann lagði að meðaltali upp 1,5 mark í leik.Haukur Þrastarson er í 2. sæti styrkleikalistans.vísir/stefánHinn 16 ára gamli leikmaður Selfoss, Haukur Þrastarson, endaði í 3.sæti á styrkleikalistanum. Hann var í 2. sæti á sóknarstyrkleikalistanum auk þess sem varnareinkunn Hauks var sú þriðja hæsta í deildinni. Hann stal að meðaltali 1,1 bolta í hverjum leik, sem er næst hæsta meðaleikunn allra leikmanna, Kristján Örn Kristjánsson í Fjölni var hæstur á þeim lista með 1,3 stolna bolta að meðaltali í leik. Haukur var auk þess með fimm löglegar stöðvanir að meðaltali í leik en aðeins Gunnar Malquist Þórsson í Aftureldingu og Alexander Örn Júlíusson í Val voru með hærri meðaleinkunn í þeim flokki af leikmönnum sem léku fleiri en einn leik. Bjarki Már Gunnarsson í Stjörnunni var hæstur á varnarstyrkleikalistanum með 7,95 í varnareinkunn. Næstur á eftir honum kom Ísak Rafnsson í FH. Bjarki Már varði að meðaltali 1,2 skot í leik, næst flest skot allra útileikmanna. Ísak Rafnsson var hæstur á þeim lista með 1,8 varin skot að meðaltali.Bjarki Már Gunnarsson er efstur á varnarstyrkleikalistanum.Vísir/Andri MarinóStyrkleikalisti HBStatz (heildareinkunn): 1. Einar Rafn Eiðsson, FH - 8,06 2. Björgvin Páll Gústavsson, Haukar - 7,95 3. Haukur Þrastarson, Selfoss - 7,83 4. Kristján Örn Kristjánsson, Fjölnir - 7,83 5. Elvar Örn Jónsson, Selfoss - 7,82 6. Ari Magnús Þorgeirsson, Stjarnan - 7,74 7. Teitur Örn Einarsson, Selfoss - 7,73 8. Sigurbergur Sveinsson, ÍBV - 7,62 9. Anton Rúnarsson, Valur - 7,59 10. Bergvin Þór Gíslason, ÍR - 7,49Sóknarstyrkleikalisti: 1. Einar Rafn Eiðsson, FH - 8,42 2. Haukur Þrastarson, Selfoss - 8,27 3. Ari Magnús Þorgeirsson, Stjarnan - 8,26 4. Teitur Örn Einarsson, Selfoss - 8,13 5. Elvar Örn Jónsson, Selfoss - 8,06 6. Gísli Þorgeir Kristjánsson, FH - 8,02 7. Ásbjörn Friðriksson, FH - 8,01 8. Anton Rúnarsson, Valur - 7,99 9. Theodór Sigurbjörnsson, ÍBV - 7,89 10. Sigurbergur Sveinsson, ÍBV - 7,89Varnarstyrkleikalisti: 1. Bjarki Már Gunnarsson, Stjarnan - 7,95 2. Ísak Rafnsson, FH - 7,69 3. Haukur Þrastarson, Selfoss - 7.65 4. Ágúst Birgisson, FH - 7,51 5. Alexander Örn Júlíusson, Valur - 7,40 6. Daníel Ingason, Haukar - 7,39 7. Gunnar Malquist Þórsson, Afturelding - 7,37 8. Ýmir Örn Gíslason, Valur - 7,21 9. Kristján Orri Jóhannsson, ÍR - 7,20 10. Elvar Örn Jónsson, 7,19Markvarðastyrkleikalisti: 1. Björgvin Páll Gústavsson, Haukar - 8,62 2. Grétar Ari Guðjónsson, ÍR - 7,79 3. Hreiðar Levý Guðmundsson, Grótta - 7,77 4. Ágúst Elí Björgvinsson, FH - 7,58 5. Viktor Gísli Hallgrímsson, Fram - 7,24 6. Aron Rafn Eðvarðsson, ÍBV - 7,24 7. Sigurður Ingiberg Ólafsson, Valur - 7,13 8. Davíð Svansson, Víkingur - 7,05 9. Stephen Nielsen, ÍBV - 6,99 10. Sveinbjörn Pétursson, Stjarnan - 6,97
Olís-deild karla Mest lesið Leik lokið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Fótbolti „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Sjá meira