Engin miskunn á stórmótum Kristinn Páll Teitsson skrifar 7. apríl 2018 10:00 Ólafía komst ekki í gegnum niðurskurðinn á Ana Inspiration risamótinu á dögunum visir/getty Ólafía Þórunn Kristinsdóttir atvinnukylfingur fór í fyrsta sinn holu í höggi á einu af risamótunum á dögunum. Engin miskunn var sýnd þeim kylfingum sem fóru út af brautinni og missti hún af niðurskurðinum. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR og íþróttamaður ársins, dvelur þessa dagana í Kaliforníuríki í Bandaríkjunum en hún er á ferð og flugi á LPGA-mótaröðinni, sterkustu mótaröð heims. Tók hún þátt í fyrsta risamóti ársins á dögunum og var annar tveggja kylfinga sem fóru holu í höggi á Ana Inspiration-mótinu. Hins vegar komst hún ekki í gegnum niðurskurðinn eftir slakan hring á öðrum degi. Var þetta fjórða risamót hennar á rúmu ári en hún fær svo þátttökurétt á bandaríska meistaramótinu í byrjun sumars og hefur þá tekið þátt í öllum risamótunum fimm í kvennagolfinu. Ekkert mót er á mótaröðinni þessa helgina og er hún við æfingar í sólinni en er einnig með augastað á Masters-mótinu.Engin miskunn á þessum mótum Um síðustu helgi var leikið á Mission Hills Country Club en Ólafía lék völlinn árið 2016 með góðum árangri. Hún lék völlinn á ný fyrir þremur vikum fyrir mót og svo degi fyrir en sagði að það hefði verið allt annað þegar mótið var ræst. „Völlurinn var afar erfiður, brautirnar voru þröngar og utan brautanna var grasið ótrúlega þungt og erfitt. Ef þú fórst út af braut þá þurftirðu að íhuga að vippa aftur inn á brautina í staðinn fyrir að reyna við flötina, grasið var hátt og þétt og erfitt að slá boltann þaðan. Ég lenti í töluverðum vandræðum þar því ég bjóst ekki við að brautirnar yrðu svona þröngar og var alltaf að reyna að bjarga mér,“ sagði Ólafía sem fann brautina aðeins fjórtán sinnum í upphafshöggunum 28. „Þegar ég spilaði hérna í undanrásunum var karginn ekki jafn þykkur og bara fyrir mánuði var þetta allt öðruvísi en það er engin miskunn á stórmótum. Eftir á hefði ég þurft að undirbúa mig betur og öðruvísi, æfa mun meira með drævernum eða stutta leikinn. Annað sem var að trufla mig í því var breytilegt hitastig, ég átti oft í erfiðleikum með að velja járn,“ sagði Ólafía en Pernilla Lindberg, sigurvegari mótsins, var einnig í vandræðum með upphafshöggin en náði að bjarga sér á stutta spilinu. „Pernilla náði, fannst manni, alltaf að bjarga sér með stutta spilinu, hún var oft utan brautar en virtist alltaf ná að bjarga pari þegar ég var meira að missa þetta í skolla. Hún var frábær í stutta spilinu um helgina,“ sagði Ólafía um Pernillu sem átti gott mót með járnunum og frábæra daga með pútterinn í hendi.Vantar stöðugleika í púttunum Ólafía hefur verið í örlitlum vandræðum með pútterinn undanfarnar vikur en hún er að reyna að fá meiri stöðugleika í spilamennskunni á flötinni. Á bestu dögum sínum hefur hún haldið sér undir þrjátíu púttum en á slæmum dögum fer þetta upp í 35, fimm högga sveifla. „Ég vildi vinna í meiri stöðugleika í púttleiknum, í fyrra púttaði ég kannski frábærlega eina vikuna og illa vikuna eftir það. Á Bahama-eyjum var ég að pútta vel og á þriðja hring á Kia-mótinu þegar ég fékk átta fugla þá púttaði ég frábærlega. Svo dettur hann út og ég er ekki alveg nógu ánægð með það, ég fékk mér nýjan pútter í fyrradag og ætla að þreifa mig áfram með hann,“ sagði Ólafía sem var vongóð um að nýr pútter væri lausnin. „Kannski er þetta andlegt og ég þurfti bara að fá eitthvað nýtt.“Minning sem ég gleymi aldrei Ólafía fagnaði skiljanlega er hún fékk holu í höggi á sautjándu holu vallarins. Var þetta í fyrsta sinn á ferlinum sem Ólafía fór holu í höggi en það kom á stærsta sviði golfsins. Var það hárrétt leið til að svara fyrir skolla á holunni áður. „Ég reyni alltaf að hugsa ekkert út í síðustu holu þegar ég geng á næsta teig, ég man bara að við þurftum að bíða aðeins eftir ráshópnum á undan áður en við fengum að slá. Það var óvænt að sjá höggið fara niður, ég hef fengið nokkra erni á ferlinum en aldrei holu í höggi,“ sagði Ólafía glöð í bragði er hún rifjaði þetta upp en hún fékk einmitt örn fyrr á hringnum. „Ég hef áður slegið niður úr löngu höggi en aldrei á par þrjú holu. Fyrst hélt ég að hann væri bara alveg við holuna en svo sá ég hann hverfa niður. Þetta er minning sem ég gleymi aldrei þó að ég hafi misst af niðurskurðinum,“ sagði Ólafía sem fékk hamingjuóskir frá fólki er hún fylgdist með lokadögunum af hliðarlínunni. „Það voru ótrúlega margir sem stöðvuðu mig og sögðu mér að þeir hefðu séð höggið og vildu óska mér til hamingju. Ég fann fyrir miklum áhuga á svæðinu eftir þetta.“ Ólafíu fataðist flugið á öðrum degi er hún fékk tvo skramba, þrjá skolla og lék á sex höggum yfir pari. Hún hefur verið að fá talsvert af skrömbum í byrjun árs. „Það skiptir öllu máli hvernig þeir koma, þarna voru báðir algjör óþarfi því stutta spilið var að svíkja mig. Á annarri holunni slæ ég inn af 40 metra færi og ég þrípútta sem er fáránlegt,“ sagði Ólafía og hélt áfram: „Ég vissi þegar skammt var eftir að niðurskurðurinn á svona sterku móti yrði ekki á fjórum yfir pari og ég fór að reyna að sækja. Ég þurfti að fá fugla og þá er meiri hætta á mistökum eins og gerðist undir lokin þegar ég miðaði á pinna en fór í sandgryfjuna.“Finnst skemmtilegra á æfingasvæðinu Ólafía er á öðru keppnistímabili sínu á LPGA-mótaröðinni en hún hafnaði í 73. sæti peningalistans á fyrsta ári sínu. Tryggði það henni fullan þátttökurétt á þessu ári sem gefur henni betra tækifæri til að velja þau mót, sem hún tekur þátt í, eftir eigin hentisemi. Kvaðst hún að tímabilinu loknu í fyrra hafa fundið fyrir þreytu enda vildi hún ekki missa af neinum tækifærum en hún getur betur stýrt álaginu í ár. Næstu tólf mót fara fram í Bandaríkjunum en törnin hefst með móti á Hawaii á fimmtudaginn þar sem Ólafía verður meðal þátttakenda. „Mér líður bara nokkuð vel núna, ég tók þessa viku sem æfingaviku og fer svo til Hawaii á næstu dögum og þá hefst næsta törn en svo get ég leyft mér að taka frí á einu móti og lengt hvíldartímann. Það gat verið yfirþyrmandi að horfa á dagskrána og öll ferðalögin en það er annað í ár. Ég er komin með gott skipulag á hvernig á að takast á við öll ferðalögin og gengur betur að aðlagast í ár.“ Hvíldarvika inniheldur hins vegar margar ferðir á æfingasvæðið til að fínpússa spilamennskuna. „Ég er með sjúkraþjálfarann hjá mér og hef verið dugleg í ræktinni en ég reyni að æfa mikið þegar tími gefst til. Mér finnst skemmtilegra að fara á æfingasvæðið og vinna í tækninni í æfingarvikum frekar en að fara út á völlinn. Hvíldin er ekkert svo mikil, helst á kvöldin,“ sagði Ólafía hlæjandi en það tekur á að vera atvinnumanneskja í fremstu röð. „Ef ég þarf að velja á milli þess að fara á æfingasvæðið eða spila hring þá vel ég æfingasvæðið. Ég fæ mun meira út úr því að mér finnst, í staðinn fyrir að labba óþarfa vegalengdir get ég slegið tíu högg á æfingasvæðinu. Þetta er öfugt hjá ansi mörgum kylfingum en svo í aðdraganda móta byggist eftirvæntingin upp og ég kemst í annan gír.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Handbolti Luke Shaw algjörlega niðurbrotinn Enski boltinn Rondey rakaði af sér hárið til stuðnings Skúla Körfubolti Breyta fótboltareglunum vegna Arteta Enski boltinn Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Enski boltinn Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Handbolti Hunsaði varnaðarorðin og skrifaði aftur um ást Jesú á fyrirliðabandið sitt Enski boltinn Amorim varar stuðningsmenn United við: Óveðrið mun koma Enski boltinn Annar leikmaður liðsins sem missir barn á síðustu mánuðum Sport Amma, Anníe og hinar eftirminnilegustu stundirnar á ferli Katrínar Tönju Sport Fleiri fréttir Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir atvinnukylfingur fór í fyrsta sinn holu í höggi á einu af risamótunum á dögunum. Engin miskunn var sýnd þeim kylfingum sem fóru út af brautinni og missti hún af niðurskurðinum. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR og íþróttamaður ársins, dvelur þessa dagana í Kaliforníuríki í Bandaríkjunum en hún er á ferð og flugi á LPGA-mótaröðinni, sterkustu mótaröð heims. Tók hún þátt í fyrsta risamóti ársins á dögunum og var annar tveggja kylfinga sem fóru holu í höggi á Ana Inspiration-mótinu. Hins vegar komst hún ekki í gegnum niðurskurðinn eftir slakan hring á öðrum degi. Var þetta fjórða risamót hennar á rúmu ári en hún fær svo þátttökurétt á bandaríska meistaramótinu í byrjun sumars og hefur þá tekið þátt í öllum risamótunum fimm í kvennagolfinu. Ekkert mót er á mótaröðinni þessa helgina og er hún við æfingar í sólinni en er einnig með augastað á Masters-mótinu.Engin miskunn á þessum mótum Um síðustu helgi var leikið á Mission Hills Country Club en Ólafía lék völlinn árið 2016 með góðum árangri. Hún lék völlinn á ný fyrir þremur vikum fyrir mót og svo degi fyrir en sagði að það hefði verið allt annað þegar mótið var ræst. „Völlurinn var afar erfiður, brautirnar voru þröngar og utan brautanna var grasið ótrúlega þungt og erfitt. Ef þú fórst út af braut þá þurftirðu að íhuga að vippa aftur inn á brautina í staðinn fyrir að reyna við flötina, grasið var hátt og þétt og erfitt að slá boltann þaðan. Ég lenti í töluverðum vandræðum þar því ég bjóst ekki við að brautirnar yrðu svona þröngar og var alltaf að reyna að bjarga mér,“ sagði Ólafía sem fann brautina aðeins fjórtán sinnum í upphafshöggunum 28. „Þegar ég spilaði hérna í undanrásunum var karginn ekki jafn þykkur og bara fyrir mánuði var þetta allt öðruvísi en það er engin miskunn á stórmótum. Eftir á hefði ég þurft að undirbúa mig betur og öðruvísi, æfa mun meira með drævernum eða stutta leikinn. Annað sem var að trufla mig í því var breytilegt hitastig, ég átti oft í erfiðleikum með að velja járn,“ sagði Ólafía en Pernilla Lindberg, sigurvegari mótsins, var einnig í vandræðum með upphafshöggin en náði að bjarga sér á stutta spilinu. „Pernilla náði, fannst manni, alltaf að bjarga sér með stutta spilinu, hún var oft utan brautar en virtist alltaf ná að bjarga pari þegar ég var meira að missa þetta í skolla. Hún var frábær í stutta spilinu um helgina,“ sagði Ólafía um Pernillu sem átti gott mót með járnunum og frábæra daga með pútterinn í hendi.Vantar stöðugleika í púttunum Ólafía hefur verið í örlitlum vandræðum með pútterinn undanfarnar vikur en hún er að reyna að fá meiri stöðugleika í spilamennskunni á flötinni. Á bestu dögum sínum hefur hún haldið sér undir þrjátíu púttum en á slæmum dögum fer þetta upp í 35, fimm högga sveifla. „Ég vildi vinna í meiri stöðugleika í púttleiknum, í fyrra púttaði ég kannski frábærlega eina vikuna og illa vikuna eftir það. Á Bahama-eyjum var ég að pútta vel og á þriðja hring á Kia-mótinu þegar ég fékk átta fugla þá púttaði ég frábærlega. Svo dettur hann út og ég er ekki alveg nógu ánægð með það, ég fékk mér nýjan pútter í fyrradag og ætla að þreifa mig áfram með hann,“ sagði Ólafía sem var vongóð um að nýr pútter væri lausnin. „Kannski er þetta andlegt og ég þurfti bara að fá eitthvað nýtt.“Minning sem ég gleymi aldrei Ólafía fagnaði skiljanlega er hún fékk holu í höggi á sautjándu holu vallarins. Var þetta í fyrsta sinn á ferlinum sem Ólafía fór holu í höggi en það kom á stærsta sviði golfsins. Var það hárrétt leið til að svara fyrir skolla á holunni áður. „Ég reyni alltaf að hugsa ekkert út í síðustu holu þegar ég geng á næsta teig, ég man bara að við þurftum að bíða aðeins eftir ráshópnum á undan áður en við fengum að slá. Það var óvænt að sjá höggið fara niður, ég hef fengið nokkra erni á ferlinum en aldrei holu í höggi,“ sagði Ólafía glöð í bragði er hún rifjaði þetta upp en hún fékk einmitt örn fyrr á hringnum. „Ég hef áður slegið niður úr löngu höggi en aldrei á par þrjú holu. Fyrst hélt ég að hann væri bara alveg við holuna en svo sá ég hann hverfa niður. Þetta er minning sem ég gleymi aldrei þó að ég hafi misst af niðurskurðinum,“ sagði Ólafía sem fékk hamingjuóskir frá fólki er hún fylgdist með lokadögunum af hliðarlínunni. „Það voru ótrúlega margir sem stöðvuðu mig og sögðu mér að þeir hefðu séð höggið og vildu óska mér til hamingju. Ég fann fyrir miklum áhuga á svæðinu eftir þetta.“ Ólafíu fataðist flugið á öðrum degi er hún fékk tvo skramba, þrjá skolla og lék á sex höggum yfir pari. Hún hefur verið að fá talsvert af skrömbum í byrjun árs. „Það skiptir öllu máli hvernig þeir koma, þarna voru báðir algjör óþarfi því stutta spilið var að svíkja mig. Á annarri holunni slæ ég inn af 40 metra færi og ég þrípútta sem er fáránlegt,“ sagði Ólafía og hélt áfram: „Ég vissi þegar skammt var eftir að niðurskurðurinn á svona sterku móti yrði ekki á fjórum yfir pari og ég fór að reyna að sækja. Ég þurfti að fá fugla og þá er meiri hætta á mistökum eins og gerðist undir lokin þegar ég miðaði á pinna en fór í sandgryfjuna.“Finnst skemmtilegra á æfingasvæðinu Ólafía er á öðru keppnistímabili sínu á LPGA-mótaröðinni en hún hafnaði í 73. sæti peningalistans á fyrsta ári sínu. Tryggði það henni fullan þátttökurétt á þessu ári sem gefur henni betra tækifæri til að velja þau mót, sem hún tekur þátt í, eftir eigin hentisemi. Kvaðst hún að tímabilinu loknu í fyrra hafa fundið fyrir þreytu enda vildi hún ekki missa af neinum tækifærum en hún getur betur stýrt álaginu í ár. Næstu tólf mót fara fram í Bandaríkjunum en törnin hefst með móti á Hawaii á fimmtudaginn þar sem Ólafía verður meðal þátttakenda. „Mér líður bara nokkuð vel núna, ég tók þessa viku sem æfingaviku og fer svo til Hawaii á næstu dögum og þá hefst næsta törn en svo get ég leyft mér að taka frí á einu móti og lengt hvíldartímann. Það gat verið yfirþyrmandi að horfa á dagskrána og öll ferðalögin en það er annað í ár. Ég er komin með gott skipulag á hvernig á að takast á við öll ferðalögin og gengur betur að aðlagast í ár.“ Hvíldarvika inniheldur hins vegar margar ferðir á æfingasvæðið til að fínpússa spilamennskuna. „Ég er með sjúkraþjálfarann hjá mér og hef verið dugleg í ræktinni en ég reyni að æfa mikið þegar tími gefst til. Mér finnst skemmtilegra að fara á æfingasvæðið og vinna í tækninni í æfingarvikum frekar en að fara út á völlinn. Hvíldin er ekkert svo mikil, helst á kvöldin,“ sagði Ólafía hlæjandi en það tekur á að vera atvinnumanneskja í fremstu röð. „Ef ég þarf að velja á milli þess að fara á æfingasvæðið eða spila hring þá vel ég æfingasvæðið. Ég fæ mun meira út úr því að mér finnst, í staðinn fyrir að labba óþarfa vegalengdir get ég slegið tíu högg á æfingasvæðinu. Þetta er öfugt hjá ansi mörgum kylfingum en svo í aðdraganda móta byggist eftirvæntingin upp og ég kemst í annan gír.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Handbolti Luke Shaw algjörlega niðurbrotinn Enski boltinn Rondey rakaði af sér hárið til stuðnings Skúla Körfubolti Breyta fótboltareglunum vegna Arteta Enski boltinn Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Enski boltinn Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Handbolti Hunsaði varnaðarorðin og skrifaði aftur um ást Jesú á fyrirliðabandið sitt Enski boltinn Amorim varar stuðningsmenn United við: Óveðrið mun koma Enski boltinn Annar leikmaður liðsins sem missir barn á síðustu mánuðum Sport Amma, Anníe og hinar eftirminnilegustu stundirnar á ferli Katrínar Tönju Sport Fleiri fréttir Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira