Þolinmæði er lykilorðið okkar Hjörvar Ólafsson skrifar 5. apríl 2018 09:00 Gummi er klár í slaginn. Guðmundur Guðmundsson stýrir íslenska karlalandsliðinu í handbolta í sínum fyrstu leikjum síðan hann tók við liðinu á nýjan leik þegar Ísland tekur þátt í Gullmótinu í Noregi um helgina. Fyrsti leikur íslenska liðsins er gegn heimamönnum í kvöld, þá leikur íslenska liðið á móti Danmörku á laugardaginn og síðan Frakklandi á sunnudaginn. Guðmundur stýrði íslenska liðinu síðast árið 2012, en honum líst vel á landslagið í íslenskum handbolta. Hann leggur hins vegar ríka áherslu á að handboltafólk sýni íslenska liðinu þolinmæði þar sem liðið sé gríðarlega ungt og uppbygging muni taka drjúgan tíma. Það sé hins vegar ríkur efniviður til staðar og íslenska liðið geti hæglega verið komið í fremstu röð eftir þrjú ár. „Mér líst bara mjög vel á hlutina hérna fyrstu dagana. Það er góður andi í hópnum og menn eru að gefa sig alla í verkefnið. Við fórum yfir varnarleikinn á fyrstu æfingunni og á æfingunni daginn þar á eftir fórum við yfir sóknarleikinn. Það er vissulega mikil vinna fram undan, en þetta byrjar vel og leikmenn eru fljótir að meðtaka áherslurnar,“ sagði Guðmundur. „Það verður svo bara að koma í ljós hversu langt þessir ungu og efnilegu leikmenn eru komnir og hvernig þeir standa í samanburði við marga af bestu leikmönnum heims. Eins og ég sagði við HSÍ og á fyrsta blaðamannafundinum þegar ég tók við starfinu þá mun það taka um það bil þrjú ár að koma þessum leikmönnum í fremstu röð.“ Miklar breytingar hafa orðið á leikmannahópi íslenska liðsins síðan Guðmundur var síðast við stjórnvölinn hjá því. Ofan á það fékk Guðjón Valur Sigurðsson frí frá þessu verkefni og Ásgeir Örn Hallgrímsson glímir við meiðsli og er fjarri góðu gamni. Leikmannahópurinn yngdist svo enn frekar þegar sex leikmenn sem Guðmundur hafði valið til þess að leika í Noregi heltust úr lestinni ýmist vegna meiðsla, veikinda eða persónulegra ástæðna. Aron Rafn Eðvarðsson, Theodór Sigurbjörnsson, Ólafur Andrés Guðmundsson, Ólafur Bjarki Ragnarsson, Ólafur Gústafsson og Ýmir Örn Gíslason voru þeir leikmenn sem drógu sig út úr hópnum. Guðmundur segist hafa breytt hugmyndafræðinni í kringum B-landsliðið, en sá leikmannahópur samanstandi af leikmönnum sem séu að banka á dyrnar hjá A-landsliðinu.Líklega yngsta lið frá upphafi „Þessi forföll gera ungt lið enn yngra og ég er ekki frá því að þetta sé yngsta landslið í sögunni sem Ísland hefur sent til leiks sem A-landslið í keppnisleiki. Nú sýnir það sig svart á hvítu hversu mikilvægt það er að starfrækja B-landslið. Ég kalla þetta B-landslið, en ekki afrekshóp til þess að undirstrika að þessir leikmenn eru næstir inn í A-landsliðið. Það sýnir sig svo enn frekar þegar ég tek fjóra leikmenn úr B-landsliðinu inn í A-landsliðið þegar forföll verða.“ Guðmundur fékk góða innsýn í starf B-landsliðsins á dögunum þegar hann hafði umsjón með æfingu liðsins. „Ég kom að æfingunum hjá B-landsliðinu í síðustu viku og við erum að fara yfir sömu hluti þar og í A-landsliðinu. Leikmenn eru því meðvitaðir um hvernig við erum að vinna hlutina og þurfa ekki að byrja á núllpunkti þegar þeir koma í A-landsliðið. Það er gríðarlega mikilvægt, ég fæ betri tilfinningu fyrir getu leikmanna og þetta stækkar hóp þeirra sem eru klárir í slaginn í verkefni með A-landsliðinu,“ sagði Guðmundur um samvinnuna á milli A- og B-landsliðanna.Getum komist í hæstu hæðir Ísland ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur á Gullmótinu, en mótherjar íslenska liðsins eru afar sterkir. Frakkar og Danir léku um bronsverðlaun á Evrópumótinu sem fram fór í Króatíu í janúar á þessu ári. Frakkar fóru með sigur af hólmi í þeim leik. Þá urðu Norðmenn í sjöunda sæti á því móti. Guðmundur telur mikilvægt að máta sig á móti jafn sterkum þjóðum og íslenska liðið mætir á mótinu til þess að finna út hvar liðið stendur og hvað þurfi að laga til þess að komast nær því að vera á efsta stalli í handboltaheiminum. „Það er ekki sanngjarnt að mínu mati að ætlast til þess að þeir leikmenn sem mynda þennan leikmannahóp séu fullmótaðir og klárir í það að standa fremstu leikmönnum heims á sporði. Ég tel hins vegar að það sé klárlega möguleiki á því að koma þessu liði í hæstu hæðir og þessir leikir eru byrjunin á því verkefni að bæta liðið og þróa leikmenn og spilamennsku liðsins. Við erum að fara að leika gegn þremur af fimm bestu þjóðum heims í handboltanum í dag. Það verður spennandi að sjá hvar við stöndum í samanburði við þær og fróðlegt að meta hvar okkar styrkleikar og veikleikar eru,“ sagði Guðmundur. „Við erum til að mynda með tvo mjög unga nýja miðjumenn, Gísla Þorgeir [Kristjánsson] og Hauk [Þrastarson], það verður til dæmis gaman að sjá hvernig þeir standa sig,“ sagði Guðmundur sem er með nýtt lið í höndunum. „Þetta er gjörbreytt lið og þetta hefur verið smá púsluspil vegna skakkafallanna. Ég hef hins vegar verið mjög ánægður með æfingarnar og það hvernig leikmenn eru að nálgast verkefnið. Það er hins vegar ómögulegt að dæma liðið eða meta hversu langt það er komið í alþjóðlegum handbolta. Við verðum að kasta mönnum út í djúpu laugina og láta þá spila við sterka leikmenn til þess. Það munum við gera um komandi helgi og ég er mjög spenntur eins og leikmenn liðsins og allir í kringum liðið. Staðan á íslenska liðinu er allt önnur en þegar ég var með það síðast. Við erum í uppbyggingarfasa þar sem ekki er möguleiki að stytta sér leið. Þetta tekur tíma þar sem þarf að leggja á sig mikla vinnu, en um leið verður þetta mjög skemmtilegur tími sem fram undan er. Þessir ungu leikmenn þurfa að fá að spila um það bil 30 landsleiki til þess að komast á sama stað og reyndari leikmenn liðsins. Þolinmæði verður lykilorðið,“ sagði Guðmundur. Birtist í Fréttablaðinu Íslenski handboltinn Mest lesið Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Handbolti Luke Shaw algjörlega niðurbrotinn Enski boltinn Rondey rakaði af sér hárið til stuðnings Skúla Körfubolti Breyta fótboltareglunum vegna Arteta Enski boltinn Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Enski boltinn Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Handbolti Hunsaði varnaðarorðin og skrifaði aftur um ást Jesú á fyrirliðabandið sitt Enski boltinn Annar leikmaður liðsins sem missir barn á síðustu mánuðum Sport Amma, Anníe og hinar eftirminnilegustu stundirnar á ferli Katrínar Tönju Sport Fékk ekki að fara inn á út af pínlegu klúðri Fótbolti Fleiri fréttir Stelpurnar hans Þóris þéna mun minna samtals en hlaupari Frammistaðan á EM skilaði stelpunum í efri styrkleikaflokk í fyrsta sinn Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Skýrsla Vals: Bölvaður Berlínarmúrinn „Fyrir mig var þetta gríðarlega erfitt“ Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Elín Rósa: Við náðum okkar helsta markmiði „Ákveðinn í að láta þennan leik ekki sitja í mér“ „Langar svolítið að setja punktinn aftan við þetta mót“ Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Svona eru milliriðlar EM: Þórir byrjar á Dönum Færeyjum skellt af herraþjóðinni og Holland vann með tuttugu Elísa veik og ekki með Tíu sinnum betri handboltaferð en aðrir hafa farið í „Við sjáum möguleika þarna“ „Þær eru búnar að taka nokkra krísufundina“ Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Útilokar ekki að Ómar Ingi verði með á HM Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Ómar Ingi ekki með á HM „Þýska liðið er allt önnur skepna“ „Förum léttar inn í þennan leik“ Leikdagur í Innsbruck: Hitum logsuðutækin Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ „Þá rennur stressið af manni“ Slóvenía bíður Íslands en ballið búið hjá heimakonum „Gæsahúð allsstaðar“ Hugsaði lítið og stressaði sig minna Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Sjá meira
Guðmundur Guðmundsson stýrir íslenska karlalandsliðinu í handbolta í sínum fyrstu leikjum síðan hann tók við liðinu á nýjan leik þegar Ísland tekur þátt í Gullmótinu í Noregi um helgina. Fyrsti leikur íslenska liðsins er gegn heimamönnum í kvöld, þá leikur íslenska liðið á móti Danmörku á laugardaginn og síðan Frakklandi á sunnudaginn. Guðmundur stýrði íslenska liðinu síðast árið 2012, en honum líst vel á landslagið í íslenskum handbolta. Hann leggur hins vegar ríka áherslu á að handboltafólk sýni íslenska liðinu þolinmæði þar sem liðið sé gríðarlega ungt og uppbygging muni taka drjúgan tíma. Það sé hins vegar ríkur efniviður til staðar og íslenska liðið geti hæglega verið komið í fremstu röð eftir þrjú ár. „Mér líst bara mjög vel á hlutina hérna fyrstu dagana. Það er góður andi í hópnum og menn eru að gefa sig alla í verkefnið. Við fórum yfir varnarleikinn á fyrstu æfingunni og á æfingunni daginn þar á eftir fórum við yfir sóknarleikinn. Það er vissulega mikil vinna fram undan, en þetta byrjar vel og leikmenn eru fljótir að meðtaka áherslurnar,“ sagði Guðmundur. „Það verður svo bara að koma í ljós hversu langt þessir ungu og efnilegu leikmenn eru komnir og hvernig þeir standa í samanburði við marga af bestu leikmönnum heims. Eins og ég sagði við HSÍ og á fyrsta blaðamannafundinum þegar ég tók við starfinu þá mun það taka um það bil þrjú ár að koma þessum leikmönnum í fremstu röð.“ Miklar breytingar hafa orðið á leikmannahópi íslenska liðsins síðan Guðmundur var síðast við stjórnvölinn hjá því. Ofan á það fékk Guðjón Valur Sigurðsson frí frá þessu verkefni og Ásgeir Örn Hallgrímsson glímir við meiðsli og er fjarri góðu gamni. Leikmannahópurinn yngdist svo enn frekar þegar sex leikmenn sem Guðmundur hafði valið til þess að leika í Noregi heltust úr lestinni ýmist vegna meiðsla, veikinda eða persónulegra ástæðna. Aron Rafn Eðvarðsson, Theodór Sigurbjörnsson, Ólafur Andrés Guðmundsson, Ólafur Bjarki Ragnarsson, Ólafur Gústafsson og Ýmir Örn Gíslason voru þeir leikmenn sem drógu sig út úr hópnum. Guðmundur segist hafa breytt hugmyndafræðinni í kringum B-landsliðið, en sá leikmannahópur samanstandi af leikmönnum sem séu að banka á dyrnar hjá A-landsliðinu.Líklega yngsta lið frá upphafi „Þessi forföll gera ungt lið enn yngra og ég er ekki frá því að þetta sé yngsta landslið í sögunni sem Ísland hefur sent til leiks sem A-landslið í keppnisleiki. Nú sýnir það sig svart á hvítu hversu mikilvægt það er að starfrækja B-landslið. Ég kalla þetta B-landslið, en ekki afrekshóp til þess að undirstrika að þessir leikmenn eru næstir inn í A-landsliðið. Það sýnir sig svo enn frekar þegar ég tek fjóra leikmenn úr B-landsliðinu inn í A-landsliðið þegar forföll verða.“ Guðmundur fékk góða innsýn í starf B-landsliðsins á dögunum þegar hann hafði umsjón með æfingu liðsins. „Ég kom að æfingunum hjá B-landsliðinu í síðustu viku og við erum að fara yfir sömu hluti þar og í A-landsliðinu. Leikmenn eru því meðvitaðir um hvernig við erum að vinna hlutina og þurfa ekki að byrja á núllpunkti þegar þeir koma í A-landsliðið. Það er gríðarlega mikilvægt, ég fæ betri tilfinningu fyrir getu leikmanna og þetta stækkar hóp þeirra sem eru klárir í slaginn í verkefni með A-landsliðinu,“ sagði Guðmundur um samvinnuna á milli A- og B-landsliðanna.Getum komist í hæstu hæðir Ísland ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur á Gullmótinu, en mótherjar íslenska liðsins eru afar sterkir. Frakkar og Danir léku um bronsverðlaun á Evrópumótinu sem fram fór í Króatíu í janúar á þessu ári. Frakkar fóru með sigur af hólmi í þeim leik. Þá urðu Norðmenn í sjöunda sæti á því móti. Guðmundur telur mikilvægt að máta sig á móti jafn sterkum þjóðum og íslenska liðið mætir á mótinu til þess að finna út hvar liðið stendur og hvað þurfi að laga til þess að komast nær því að vera á efsta stalli í handboltaheiminum. „Það er ekki sanngjarnt að mínu mati að ætlast til þess að þeir leikmenn sem mynda þennan leikmannahóp séu fullmótaðir og klárir í það að standa fremstu leikmönnum heims á sporði. Ég tel hins vegar að það sé klárlega möguleiki á því að koma þessu liði í hæstu hæðir og þessir leikir eru byrjunin á því verkefni að bæta liðið og þróa leikmenn og spilamennsku liðsins. Við erum að fara að leika gegn þremur af fimm bestu þjóðum heims í handboltanum í dag. Það verður spennandi að sjá hvar við stöndum í samanburði við þær og fróðlegt að meta hvar okkar styrkleikar og veikleikar eru,“ sagði Guðmundur. „Við erum til að mynda með tvo mjög unga nýja miðjumenn, Gísla Þorgeir [Kristjánsson] og Hauk [Þrastarson], það verður til dæmis gaman að sjá hvernig þeir standa sig,“ sagði Guðmundur sem er með nýtt lið í höndunum. „Þetta er gjörbreytt lið og þetta hefur verið smá púsluspil vegna skakkafallanna. Ég hef hins vegar verið mjög ánægður með æfingarnar og það hvernig leikmenn eru að nálgast verkefnið. Það er hins vegar ómögulegt að dæma liðið eða meta hversu langt það er komið í alþjóðlegum handbolta. Við verðum að kasta mönnum út í djúpu laugina og láta þá spila við sterka leikmenn til þess. Það munum við gera um komandi helgi og ég er mjög spenntur eins og leikmenn liðsins og allir í kringum liðið. Staðan á íslenska liðinu er allt önnur en þegar ég var með það síðast. Við erum í uppbyggingarfasa þar sem ekki er möguleiki að stytta sér leið. Þetta tekur tíma þar sem þarf að leggja á sig mikla vinnu, en um leið verður þetta mjög skemmtilegur tími sem fram undan er. Þessir ungu leikmenn þurfa að fá að spila um það bil 30 landsleiki til þess að komast á sama stað og reyndari leikmenn liðsins. Þolinmæði verður lykilorðið,“ sagði Guðmundur.
Birtist í Fréttablaðinu Íslenski handboltinn Mest lesið Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Handbolti Luke Shaw algjörlega niðurbrotinn Enski boltinn Rondey rakaði af sér hárið til stuðnings Skúla Körfubolti Breyta fótboltareglunum vegna Arteta Enski boltinn Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Enski boltinn Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Handbolti Hunsaði varnaðarorðin og skrifaði aftur um ást Jesú á fyrirliðabandið sitt Enski boltinn Annar leikmaður liðsins sem missir barn á síðustu mánuðum Sport Amma, Anníe og hinar eftirminnilegustu stundirnar á ferli Katrínar Tönju Sport Fékk ekki að fara inn á út af pínlegu klúðri Fótbolti Fleiri fréttir Stelpurnar hans Þóris þéna mun minna samtals en hlaupari Frammistaðan á EM skilaði stelpunum í efri styrkleikaflokk í fyrsta sinn Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Skýrsla Vals: Bölvaður Berlínarmúrinn „Fyrir mig var þetta gríðarlega erfitt“ Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Elín Rósa: Við náðum okkar helsta markmiði „Ákveðinn í að láta þennan leik ekki sitja í mér“ „Langar svolítið að setja punktinn aftan við þetta mót“ Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Svona eru milliriðlar EM: Þórir byrjar á Dönum Færeyjum skellt af herraþjóðinni og Holland vann með tuttugu Elísa veik og ekki með Tíu sinnum betri handboltaferð en aðrir hafa farið í „Við sjáum möguleika þarna“ „Þær eru búnar að taka nokkra krísufundina“ Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Útilokar ekki að Ómar Ingi verði með á HM Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Ómar Ingi ekki með á HM „Þýska liðið er allt önnur skepna“ „Förum léttar inn í þennan leik“ Leikdagur í Innsbruck: Hitum logsuðutækin Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ „Þá rennur stressið af manni“ Slóvenía bíður Íslands en ballið búið hjá heimakonum „Gæsahúð allsstaðar“ Hugsaði lítið og stressaði sig minna Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Sjá meira