Erindið er hluti af fyrirlestraröðinni Best fyrir börnin. Erindið fer fram í dag, þriðjudaginn 17. Apríl, klukkan 12 til 13.15 í Hátíðasal Háskóla Íslands.
Á fundinum ræða þær Freyja Birgisdóttir, dósent við Sálfræðideild Háskóla Íslands, Sigríður Ólafsdóttir, nýdoktor við Menntavísindasvið Háskóla Íslands, Dröfn Rafnsdóttir, verkefnisstjóri hjá Miðju máls og læsis hjá Reykjavíkurborg, og Þóra Sæunn Úlfsdóttir, talmeinafræðingur og læsisrágjafi hjá Miðju máls og læsis, um árangursríkar leiðir til að auka lestur barna og ungmenna.
Uppfært klukkan 13:15
Beinni útsendingu er lokið en upptöku frá fundinum má sjá hér að neðan.