Amazon þvertekur fyrir að hlera samtöl notenda þrátt fyrir grunsamlega einkaleyfisumsókn Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. apríl 2018 23:45 Echo-hátalarar Amazon eru raddstýrðir og því útbúnir hljóðnemum. Vísir/Getty Tæknirisinn Amazon þvertekur fyrir að hlera samtöl viðskiptavina sinna. Tilefnið er umsókn fyrirtækisins um einkaleyfi á sérstakri tækni, sem byggir á því að hlusta eftir ákveðnum stikkorðum í téðum samtölum. Þessi stikkorð verði svo hægt að nota til að beina sérsniðnum auglýsingum að notendum. BBC greinir frá. Umræddum algrími (e. algorithm) er lýst í einkaleyfisumsókninni. Í henni er gert ráð fyrir að hægt verði að hlusta á samræður notenda og safna þannig upplýsingum um þá. Þegar fréttir bárust af umsókninni veltu sérfræðingar því fyrir sér hvort koma ætti hinni nýju tækni fyrir í Echo-hátölurum Amazon, sem eru raddstýrðir og því útbúnir hljóðnemum.Sjá einnig: Óhugnanlegur hlátur Alexu hræðir notendur Í umsókninni segir enn fremur að algrímið myndi nýta sér „stikkorð“ á borð við „mér líkar“ og „ég elska“ til að sigta út hluti sem eru notendum hugleiknir. Þessir hlutir yrðu svo notaðir í sérsniðnar auglýsingar handa hverjum notanda fyrir sig. Amazon hefur hins vegar gefið það út að fyrirtækið nýti sér ekki tækni til að hlera samtöl viðskiptavina sinna. Þá segir einnig í yfirlýsingu að Amazon „taki persónuvernd alvarlega“ og að umsóknir um einkaleyfi „endurspegli ekki endilega vöruþróun innan fyrirtæksins á þessum tímapunkti.“Mark Zuckerberg á leið á fund þingnefndar í gær. Þar þurfti hann að svara fyrir ýmislegt tengt persónuverndarmálum hjá fyrirtæki sínu, Facebook.Vísir/AFPMark Zuckerberg, stofnandi Facebook, þurfti að svara fyrir sambærilegt mál frammi fyrir þingnefnd Bandaríkjaþings í gær en þingmaðurinn Gary Peters spurði hann hvort fyrirtækið hleraði samtöl notenda sinna í auglýsingaskyni. Í svari Zuckerberg kom fram að um væri að ræða þráláta samsæriskenningu. Hann, líkt og talsmenn Amazon, þvertók fyrir að hlusta á samtöl notenda. Amazon Mest lesið Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Tæknirisinn Amazon þvertekur fyrir að hlera samtöl viðskiptavina sinna. Tilefnið er umsókn fyrirtækisins um einkaleyfi á sérstakri tækni, sem byggir á því að hlusta eftir ákveðnum stikkorðum í téðum samtölum. Þessi stikkorð verði svo hægt að nota til að beina sérsniðnum auglýsingum að notendum. BBC greinir frá. Umræddum algrími (e. algorithm) er lýst í einkaleyfisumsókninni. Í henni er gert ráð fyrir að hægt verði að hlusta á samræður notenda og safna þannig upplýsingum um þá. Þegar fréttir bárust af umsókninni veltu sérfræðingar því fyrir sér hvort koma ætti hinni nýju tækni fyrir í Echo-hátölurum Amazon, sem eru raddstýrðir og því útbúnir hljóðnemum.Sjá einnig: Óhugnanlegur hlátur Alexu hræðir notendur Í umsókninni segir enn fremur að algrímið myndi nýta sér „stikkorð“ á borð við „mér líkar“ og „ég elska“ til að sigta út hluti sem eru notendum hugleiknir. Þessir hlutir yrðu svo notaðir í sérsniðnar auglýsingar handa hverjum notanda fyrir sig. Amazon hefur hins vegar gefið það út að fyrirtækið nýti sér ekki tækni til að hlera samtöl viðskiptavina sinna. Þá segir einnig í yfirlýsingu að Amazon „taki persónuvernd alvarlega“ og að umsóknir um einkaleyfi „endurspegli ekki endilega vöruþróun innan fyrirtæksins á þessum tímapunkti.“Mark Zuckerberg á leið á fund þingnefndar í gær. Þar þurfti hann að svara fyrir ýmislegt tengt persónuverndarmálum hjá fyrirtæki sínu, Facebook.Vísir/AFPMark Zuckerberg, stofnandi Facebook, þurfti að svara fyrir sambærilegt mál frammi fyrir þingnefnd Bandaríkjaþings í gær en þingmaðurinn Gary Peters spurði hann hvort fyrirtækið hleraði samtöl notenda sinna í auglýsingaskyni. Í svari Zuckerberg kom fram að um væri að ræða þráláta samsæriskenningu. Hann, líkt og talsmenn Amazon, þvertók fyrir að hlusta á samtöl notenda.
Amazon Mest lesið Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira