Stemmningin var svo svakaleg í Róm í gærkvöldi að forseti Roma gerði þetta Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. apríl 2018 08:30 Daniele De Rossi og Federico Fazio fagna sigri í gærkvöldi. Vísir/Getty Á kvöldi þegar flestir knattspyrnaáhugamenn voru að pæla í því hvort Manchester City tækist að vinna upp þriggja marka forskot Liverpool þá voru endurkomudísirnar að hjálpa öðru félagi að vinna upp þriggja marka forskot mun sunnar í álfunni. Ítalska félagið AS Roma gerði nánast hið ómögulega í gærkvöldi þegar liðið sló stórlið Barcelona út úr Meistardeildinni. AS Roma komst þar með í undanúrslit Meistaradeildarinnar í fyrsta sinn síðan 1984 en þá hét keppnin reyndar Evrópukeppni meistaraliða. Barcelona kom með 4-1 forskot úr fyrri leiknum á Spáni en Roma vann leikinn 3-0 og komst áfram á fleirum mörkum skoruðum á útivelli. Það var magnað að sjá leikmenn, þjálfara, starfsmenn og stuðningsfólk Rómarliðsins gjörsamlega missa sig í leikslok og það leyndist ekki að þarna var félagið að afreka nánast hið ómögulega. Það er eitt að dragast á móti Barelona í Meistaradeildinni en það er annað að þurfa að vinna upp þriggja marka forskot á móti Lionel Messi og félögum. Sigurinn var því afar sætur. Stemmningin var líka svo svakaleg í Rómarborg í gærkvöldi og nótt að forseti Roma var einn af þeim sem gjörsamlaga misstu sig. Bandaríkjamaðurinn James Pallotta er forseti félagsins og hann lét sig bara vaða í gosbrunninn Piazza del Popolo í sigurgleðinni. Ítalski blaðamaðurinn Tancredi Palmeri, sem vinnur nú hjá CNN en var áður hjá Gazzetta dello Sport, birti myndband af því Twitter þegar James Pallotta lét sig vaða í brunninn eins og sjá má hér fyrir neðan.UNBELIEVABLE! Roma president Pallotta throwing himself in the fountain surrounded by fans! pic.twitter.com/tqSnehrMbp — Tancredi Palmeri (@tancredipalmeri) April 10, 2018 Stuðningsfólk Rómarliðsins var mjög ánægt með uppátæki James Pallotta eins og heyra má líka í þessu myndbandi hér fyrir ofan. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Fleiri fréttir Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Sjá meira
Á kvöldi þegar flestir knattspyrnaáhugamenn voru að pæla í því hvort Manchester City tækist að vinna upp þriggja marka forskot Liverpool þá voru endurkomudísirnar að hjálpa öðru félagi að vinna upp þriggja marka forskot mun sunnar í álfunni. Ítalska félagið AS Roma gerði nánast hið ómögulega í gærkvöldi þegar liðið sló stórlið Barcelona út úr Meistardeildinni. AS Roma komst þar með í undanúrslit Meistaradeildarinnar í fyrsta sinn síðan 1984 en þá hét keppnin reyndar Evrópukeppni meistaraliða. Barcelona kom með 4-1 forskot úr fyrri leiknum á Spáni en Roma vann leikinn 3-0 og komst áfram á fleirum mörkum skoruðum á útivelli. Það var magnað að sjá leikmenn, þjálfara, starfsmenn og stuðningsfólk Rómarliðsins gjörsamlega missa sig í leikslok og það leyndist ekki að þarna var félagið að afreka nánast hið ómögulega. Það er eitt að dragast á móti Barelona í Meistaradeildinni en það er annað að þurfa að vinna upp þriggja marka forskot á móti Lionel Messi og félögum. Sigurinn var því afar sætur. Stemmningin var líka svo svakaleg í Rómarborg í gærkvöldi og nótt að forseti Roma var einn af þeim sem gjörsamlaga misstu sig. Bandaríkjamaðurinn James Pallotta er forseti félagsins og hann lét sig bara vaða í gosbrunninn Piazza del Popolo í sigurgleðinni. Ítalski blaðamaðurinn Tancredi Palmeri, sem vinnur nú hjá CNN en var áður hjá Gazzetta dello Sport, birti myndband af því Twitter þegar James Pallotta lét sig vaða í brunninn eins og sjá má hér fyrir neðan.UNBELIEVABLE! Roma president Pallotta throwing himself in the fountain surrounded by fans! pic.twitter.com/tqSnehrMbp — Tancredi Palmeri (@tancredipalmeri) April 10, 2018 Stuðningsfólk Rómarliðsins var mjög ánægt með uppátæki James Pallotta eins og heyra má líka í þessu myndbandi hér fyrir ofan.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Fleiri fréttir Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Sjá meira