Alfreð átti mark og stoðsendingu í leiknum sem endaði 2-0 fyrir Augsburg. Með sigrinum tryggði Augsburg sæti sitt í deild hinna bestu í Þýskalandi.
Með Alfreð í liðinu eru engir aukvisar, Bayern München á tvo fulltrúa í vörninni, þá Juan Bernat og Niklas Süle, og Borussia Dortmund 3.
Alfreð er jafn í 6. sæti yfir markahæstu leikmenn deildarinnar með 12 mörk. Hann var lengi vel í toppbaráttunni en meiðslin settu þar strik í reikninginn og Robert Lewandowski er lang efstur á markalistanum í dag með 28 mörk.
Je 3x @HSV und @BVB, 2x @FCBayern, je 1x @FCAugsburg, @achtzehn99 und @VfB: das Team der Woche bei #BLFantasy ➡️ https://t.co/jdLpdikPeopic.twitter.com/NsdPeU7dTf
— BUNDESLIGA (@Bundesliga_DE) April 23, 2018