Ungt knattspyrnufólk á betra skilið frá KSÍ Benedikt Bóas skrifar 20. apríl 2018 08:00 Sitjandi eru þeir Guðni Bergsson, formaður KSÍ, Ari Edwald, forstjóri MS, og Stefán Sigurðsson, forstjóri Sýnar. Fyrir aftan eru leikmenn liða sem voru boðuð á fundinn, þar á meðal liðið með bjórauglýsinguna. Slíkt féll í grýttan jarðveg hjá samtökum foreldra gegn áfengisauglýsingum. Nýverið skrifaði KSÍ undir samning við Mjólkursamsöluna um að bikarkeppnin heiti framvegis Mjólkurbikarinn. Var nokkrum félögum boðið að vera viðstödd, meðal annars Vatnaliljum, félagi í fjórðu deild. Það félag auglýsir bjórinn Bola framan á treyjunum. Í mynd sem fylgdi fréttatilkynningu standa tveir leikmenn félagsins bak við formann KSÍ, Guðna Bergsson með áfengisauglýsinguna framan á búningnum. Árni Guðmundsson, formaður Foreldrasamtaka gegn áfengisauglýsingum, segir að þetta sé klárt brot á 20. grein áfengislaga og er lítið skemmt. „Þetta er einstaklega óviðeigandi og ósmekklegt sem og brot á áfengislögum. Þetta er í blóra við öll helstu markmið íþróttahreyfingarinnar og alls þess æskulýðsstarfs sem þar fer fram. Með öðrum orðum algerlega óboðlegt,“ segir hann.Samtökin skora á KSÍ að gera betur í þessum efnum og vanda sig betur. „Foreldrasamtök gegn áfengisauglýsingum skora á KSÍ að gera gangskör í þessum efnum og hafa í hvívetna málstað barna og gildi hreyfingarinnar í öndvegi. Ungt knattspyrnufólk á einfaldlega betra skilið en svona vitleysu,“ segir Árni. Hjá KSÍ fengust þau svör að sambandið ætlaði að skoða málið.20. grein áfengislaga Hvers konar auglýsingar á áfengi og einstökum áfengistegundum eru bannaðar. Enn fremur er bannað að sýna neyslu eða hvers konar aðra meðferð áfengis í auglýsingum eða upplýsingum um annars konar vöru eða þjónustu. Með auglýsingu er átt við hvers konar tilkynningar til almennings vegna markaðssetningar þar sem sýndar eru í máli eða myndum áfengistegundir eða atriði tengd áfengisneyslu, svo sem áfengisvöruheiti eða auðkenni, eftirlíkingar af áfengisvarningi, spjöld eða annar svipaður búnaður, útstillingar, dreifing prentaðs máls og vörusýnishorna og þess háttar. Bannið tekur með sama hætti til auglýsinga sem eingöngu fela í sér firmanafn og/eða firmamerki áfengisframleiðanda. Þó er framleiðanda sem auk áfengis framleiðir aðrar drykkjarvörur heimilt að nota firmanafn eða merki í tengslum við auglýsingu þeirra drykkja, enda megi augljóst vera að um óáfenga drykki sé að ræða í skilningi laganna og ekki vísað til hinnar áfengu framleiðslu. Undanþegið banni við áfengisauglýsingum erAuglýsingar á erlendum tungumálum í erlendum prentritum sem flutt eru til landsins, nema megintilgangur ritsins eða innflutningsins sé að auglýsa áfengi.Auðkenni með firmanafni og/ eða firmamerki á venjulegum búnaði til áfengisveitinga á veitingastað þar sem áfengisveitingar eru heimilaðar.Auðkenni með firmanafni og/ eða firmamerki á flutningatækjum áfengisframleiðanda, vöruumbúðum, bréfsefni eða öðru sem beinlínis tengist starfsemi hans. Birtist í Fréttablaðinu Íslenski boltinn Mest lesið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Lífið Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Lífið Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Lífið Ný fjarlækningaþjónusta fyrir sykursýkissjúklinga á Selfossi Lífið samstarf Páskaleg og fersk marengsbomba Lífið Fleiri fréttir Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Laufey tróð upp á Coachella Sjá meira
Nýverið skrifaði KSÍ undir samning við Mjólkursamsöluna um að bikarkeppnin heiti framvegis Mjólkurbikarinn. Var nokkrum félögum boðið að vera viðstödd, meðal annars Vatnaliljum, félagi í fjórðu deild. Það félag auglýsir bjórinn Bola framan á treyjunum. Í mynd sem fylgdi fréttatilkynningu standa tveir leikmenn félagsins bak við formann KSÍ, Guðna Bergsson með áfengisauglýsinguna framan á búningnum. Árni Guðmundsson, formaður Foreldrasamtaka gegn áfengisauglýsingum, segir að þetta sé klárt brot á 20. grein áfengislaga og er lítið skemmt. „Þetta er einstaklega óviðeigandi og ósmekklegt sem og brot á áfengislögum. Þetta er í blóra við öll helstu markmið íþróttahreyfingarinnar og alls þess æskulýðsstarfs sem þar fer fram. Með öðrum orðum algerlega óboðlegt,“ segir hann.Samtökin skora á KSÍ að gera betur í þessum efnum og vanda sig betur. „Foreldrasamtök gegn áfengisauglýsingum skora á KSÍ að gera gangskör í þessum efnum og hafa í hvívetna málstað barna og gildi hreyfingarinnar í öndvegi. Ungt knattspyrnufólk á einfaldlega betra skilið en svona vitleysu,“ segir Árni. Hjá KSÍ fengust þau svör að sambandið ætlaði að skoða málið.20. grein áfengislaga Hvers konar auglýsingar á áfengi og einstökum áfengistegundum eru bannaðar. Enn fremur er bannað að sýna neyslu eða hvers konar aðra meðferð áfengis í auglýsingum eða upplýsingum um annars konar vöru eða þjónustu. Með auglýsingu er átt við hvers konar tilkynningar til almennings vegna markaðssetningar þar sem sýndar eru í máli eða myndum áfengistegundir eða atriði tengd áfengisneyslu, svo sem áfengisvöruheiti eða auðkenni, eftirlíkingar af áfengisvarningi, spjöld eða annar svipaður búnaður, útstillingar, dreifing prentaðs máls og vörusýnishorna og þess háttar. Bannið tekur með sama hætti til auglýsinga sem eingöngu fela í sér firmanafn og/eða firmamerki áfengisframleiðanda. Þó er framleiðanda sem auk áfengis framleiðir aðrar drykkjarvörur heimilt að nota firmanafn eða merki í tengslum við auglýsingu þeirra drykkja, enda megi augljóst vera að um óáfenga drykki sé að ræða í skilningi laganna og ekki vísað til hinnar áfengu framleiðslu. Undanþegið banni við áfengisauglýsingum erAuglýsingar á erlendum tungumálum í erlendum prentritum sem flutt eru til landsins, nema megintilgangur ritsins eða innflutningsins sé að auglýsa áfengi.Auðkenni með firmanafni og/ eða firmamerki á venjulegum búnaði til áfengisveitinga á veitingastað þar sem áfengisveitingar eru heimilaðar.Auðkenni með firmanafni og/ eða firmamerki á flutningatækjum áfengisframleiðanda, vöruumbúðum, bréfsefni eða öðru sem beinlínis tengist starfsemi hans.
Birtist í Fréttablaðinu Íslenski boltinn Mest lesið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Lífið Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Lífið Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Lífið Ný fjarlækningaþjónusta fyrir sykursýkissjúklinga á Selfossi Lífið samstarf Páskaleg og fersk marengsbomba Lífið Fleiri fréttir Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Laufey tróð upp á Coachella Sjá meira