Google kynnir viðbót sem mun geta hringt símtöl fyrir þig Sylvía Hall skrifar 9. maí 2018 23:18 Sundar Pichai, forstjóri Google, kynnti Duplex-viðbótina í gær. Vísir/Getty Google I/O ráðstefnan stendur nú yfir og lýkur á morgun, en sú kynning sem hefur vakið hvað mest umtal er ný viðbót við Google Assistant. Viðbótin, sem kölluð er Duplex, gerir þér kleift að láta Google Assistant hringja simtöl fyrir þig, en á ráðstefnunni fengu gestir að sjá dæmi um símtal. Kynningin vakti mikla lukku á meðal áhorfenda, en kynningin vakti einna helst athygli fyrir þær sakir hversu raunverulegt og eðlilegt símtalið var þrátt fyrir að aðeins ein manneskja tæki þátt í samtalinu. Hik, pásur, áhersluorð og „mmmhmm“ eru hluti af talmáli Google Assistant og væri erfitt að giska á að þarna væri um gervigreind að ræða, en ekki manneskju. Í kjölfar kynningarinnar hafa vaknað spurningar um siðferðislega skyldu Google í þessum efnum, en fyrirtækið er það fyrsta sem kynnir tækni af þessu tagi fyrir hinn almenna notanda. Til að mynda hafa margir velt fyrir sér hvort viðbótinni sé skylt að tilkynna viðmælandanum að hann sé að ræða við gervigreind, eða hvort það yrði til þess fallið að fólk myndi einfaldlega ekki halda áfram með símtalið ef það vissi að ekki væri raunveruleg manneskja á hinum endanum. Google hefur þó sagt í færslu á bloggsíðu sinni að Duplex sé einungis hugsað til þess að auka aðgengi að þjónustu og auðvelda upplýsingaöflun. Daglega noti fjöldi fólks Google til að finna opnunartíma eða aðrar upplýsingar en minni fyrirtæki séu oft með þessar upplýsingar óskráðar, og með Duplex sé hægt að gera fólki kleift að nálgast það með einu „símtali“. Séu upplýsingarnar of flóknar fyrir viðbótina mun notandinn fá tilkynningu og getur haldið áfram með símtalið sjálfur. Tækni Mest lesið Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur Gjaldþrota meðhöndlari Viðskipti innlent Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Viðskipti innlent Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu Viðskipti innlent E. coli í frönskum osti Neytendur Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Viðskipti innlent Fleiri fréttir Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Google I/O ráðstefnan stendur nú yfir og lýkur á morgun, en sú kynning sem hefur vakið hvað mest umtal er ný viðbót við Google Assistant. Viðbótin, sem kölluð er Duplex, gerir þér kleift að láta Google Assistant hringja simtöl fyrir þig, en á ráðstefnunni fengu gestir að sjá dæmi um símtal. Kynningin vakti mikla lukku á meðal áhorfenda, en kynningin vakti einna helst athygli fyrir þær sakir hversu raunverulegt og eðlilegt símtalið var þrátt fyrir að aðeins ein manneskja tæki þátt í samtalinu. Hik, pásur, áhersluorð og „mmmhmm“ eru hluti af talmáli Google Assistant og væri erfitt að giska á að þarna væri um gervigreind að ræða, en ekki manneskju. Í kjölfar kynningarinnar hafa vaknað spurningar um siðferðislega skyldu Google í þessum efnum, en fyrirtækið er það fyrsta sem kynnir tækni af þessu tagi fyrir hinn almenna notanda. Til að mynda hafa margir velt fyrir sér hvort viðbótinni sé skylt að tilkynna viðmælandanum að hann sé að ræða við gervigreind, eða hvort það yrði til þess fallið að fólk myndi einfaldlega ekki halda áfram með símtalið ef það vissi að ekki væri raunveruleg manneskja á hinum endanum. Google hefur þó sagt í færslu á bloggsíðu sinni að Duplex sé einungis hugsað til þess að auka aðgengi að þjónustu og auðvelda upplýsingaöflun. Daglega noti fjöldi fólks Google til að finna opnunartíma eða aðrar upplýsingar en minni fyrirtæki séu oft með þessar upplýsingar óskráðar, og með Duplex sé hægt að gera fólki kleift að nálgast það með einu „símtali“. Séu upplýsingarnar of flóknar fyrir viðbótina mun notandinn fá tilkynningu og getur haldið áfram með símtalið sjálfur.
Tækni Mest lesið Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur Gjaldþrota meðhöndlari Viðskipti innlent Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Viðskipti innlent Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu Viðskipti innlent E. coli í frönskum osti Neytendur Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Viðskipti innlent Fleiri fréttir Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira