Hörmungar Grosjean halda áfram Bragi Þórðarson skrifar 17. maí 2018 11:30 Bíll Grosjean var fjarlægður af brautinni á Spáni snemma leiks um helgina vísir/getty Frakkinn Romain Grosjean hefur átt vægast sagt slæma byrjun á Formúlu 1 tímabilinu. Hann hefur aðeins klárað tvær af þeim fimm keppnum sem lokið er, og í bæði skiptin hefur hann verið langt á eftir liðsfélaga sínum. Besti árangur Frakkans til þessa er 13. sætið í Barein kappakstrinum. Það verður að teljast lélegt þar sem liðsfélagi hans, Kevin Magnussen, varð fimmti í eyðimörkinni og er nú þegar kominn með 19 stig í keppni ökuþóra. Í spænska kappakstrinum um helgina varð Grosjean frá að hverfa strax í þriðju beygju eftir að hafa misst stjórn á Haas-bíl sínum. Ekki nóg með það, heldur keyrði hann tvo aðra ökumenn út með því að hringspólast á miðri brautinni. Alþjóða akstursíþróttasambandið, FIA, hefur því gefið Grosjean þriggja sæta refsingu á ráspól í næstu keppni sem fer fram í Mónakó 27. Maí. Aðrir ökumenn í Formúlunni eru hreint ekki sáttir við akstursstíl Frakkans, og telja hann vera stórhættulegan. „Hann ætti að fara í bann fyrir þetta,“ sagði Nico Hulkenberg eftir spænska kappaksturinn, en Nico er einn þeirra sem Romain klessti á. Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem akstursstíll Grosjean fær harða gagnrýni. Mark Webber sagði árið 2012 að ræsa ætti Romain sér, svo hinir gætu keppt sín á milli og ekki þurft að hafa áhyggjur af Frakkanum. Það er því alveg ljóst að sæti Grosjean hjá Haas gæti verið í hættu, sérstaklega þar sem Magnussen hefur byrjað tímabilið mjög vel. Formúla Mest lesið Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Handbolti Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september Enski boltinn Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti Ekkert mark í grannaslagnum Enski boltinn Leik lokið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Íslenski boltinn „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Golf Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Handbolti Tveir létust í hjólreiðakeppni Sport „Ég er 100% pirraður“ Enski boltinn Fleiri fréttir Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Sjá meira
Frakkinn Romain Grosjean hefur átt vægast sagt slæma byrjun á Formúlu 1 tímabilinu. Hann hefur aðeins klárað tvær af þeim fimm keppnum sem lokið er, og í bæði skiptin hefur hann verið langt á eftir liðsfélaga sínum. Besti árangur Frakkans til þessa er 13. sætið í Barein kappakstrinum. Það verður að teljast lélegt þar sem liðsfélagi hans, Kevin Magnussen, varð fimmti í eyðimörkinni og er nú þegar kominn með 19 stig í keppni ökuþóra. Í spænska kappakstrinum um helgina varð Grosjean frá að hverfa strax í þriðju beygju eftir að hafa misst stjórn á Haas-bíl sínum. Ekki nóg með það, heldur keyrði hann tvo aðra ökumenn út með því að hringspólast á miðri brautinni. Alþjóða akstursíþróttasambandið, FIA, hefur því gefið Grosjean þriggja sæta refsingu á ráspól í næstu keppni sem fer fram í Mónakó 27. Maí. Aðrir ökumenn í Formúlunni eru hreint ekki sáttir við akstursstíl Frakkans, og telja hann vera stórhættulegan. „Hann ætti að fara í bann fyrir þetta,“ sagði Nico Hulkenberg eftir spænska kappaksturinn, en Nico er einn þeirra sem Romain klessti á. Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem akstursstíll Grosjean fær harða gagnrýni. Mark Webber sagði árið 2012 að ræsa ætti Romain sér, svo hinir gætu keppt sín á milli og ekki þurft að hafa áhyggjur af Frakkanum. Það er því alveg ljóst að sæti Grosjean hjá Haas gæti verið í hættu, sérstaklega þar sem Magnussen hefur byrjað tímabilið mjög vel.
Formúla Mest lesið Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Handbolti Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september Enski boltinn Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti Ekkert mark í grannaslagnum Enski boltinn Leik lokið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Íslenski boltinn „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Golf Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Handbolti Tveir létust í hjólreiðakeppni Sport „Ég er 100% pirraður“ Enski boltinn Fleiri fréttir Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Sjá meira