Undir yfirborðinu „ekki heimildarmynd“ að mati Einars Stefán Ó. Jónsson skrifar 14. maí 2018 08:54 Einar K. Guðfinnsson, formaður Landssambands fiskeldisstöðva. Einar K. Guðfinnsson, formaður Landssambands fiskeldsstöðva, segir að kvikmyndin Undir yfirborðinu sé ekki „heimildarmynd“ í þeim skilningi orðsins. Hún hafi verið kostuð af einstaklingum sem vilji halda fram sínum eigin sjónarmiðum þegar kemur að uppbyggingu fiskeldis á Íslandi og varpi því ekki sanngjörnu ljósi á málaflokkinn að mati Einars. Kvikmyndin, sem frumsýnd var í Ríkissjónvarpinu í gærkvöldi, dró upp dökka mynd af reynslu Norðmanna og Skota af fiskeldi á undanförnum árum. Rætt var við fjölda einstaklinga sem vöruðu Íslendinga við því að feta sömu spor og fyrrnefndar þjóðir; spor full af óafturkræfum náttúruspjöllum, erfðamengun í fiskistofnum og margvíslegri mengun. Einar ræddi myndina í Bítinu í morgun ásamt Kristján Þ. Davíðssyni, framkvæmdastjóra Landssambands Fiskeldisstöðva. Þeir voru á einu máli um að myndin væri einhliða – það væri þó hvorki aðalatriðið né ætti það að koma á óvart. Ráðist hafi verið í gerð myndarinnar með það fyrir augum að draga fram verstu hliðar fiskeldis. Því hafi að „sjálfsögðu“ aðeins verið rætt við einstaklinga sem væru andsnúnir þessum iðnaði, enda myndu kvikmyndagerðarmennirnir – „ekki leggja pening í mynd sem dregur upp jákvæða mynd af fiskeldinu,“ eins og Einar orðaði það. Hann sagðist þó vera ósáttur við að kvikmyndagerðarmennirnir hefðu ekki borið saman sambærilegar aðstæður. Fiskeldi í Noregi og Skotlandi lyti öðrum lögmálum en það íslenska, ekki síst í ljósi þess að hér séu hafstraumar um margt hagstæðari og þá þurfa fiskeldiskvíar að vera lengra úti á hafi en tíðkast í hinum löndunum tveimur – eins og fram kemur í skýrslu Hafrannsóknarstofnunnar um málið.Einar þvertók jafnframt fyrir það að fóður, sem sett væri ofan í kvíarnar, safnaðist fyrir á hafsbotni með óafturkræfum afleiðingum fyrir náttúru svæðisins. Lítið sem ekkert af fóðri fari í raun til spillis að sögn Einars, enda séu það fjárhagslegir hagsmunir fiskeldisfyrirtækjanna að fóðrið nýtist sem best. Þannig sé strangt eftirlit með því hvort að fiskurinn í kvíunum sé í raun að taka fóðrið eða ekki. Þar að auki geti slík „fóðurfjöll“ sem sögð eru myndast á hafsbotni skemmt sjálfar kvíarnar – með miklu fjárhagstjóni fyrir fiskeldisfyrirtækin. Einar sagðist þó ekki hafa tölur um það hversu mikið af fóðri safnaðist á hafsbotni undir íslenskum fiskeldiskvíum. Hann neitar því þó ekki að eitthvað fóður kunni að falla til við fiskeldi á Íslandi. Það sé þó ekki mikið og er í ofanálag lífrænt. „Móðir náttúra og Ægir konungur“ sjá síðan til þess að dreifa því um höfin, eins og Einar orðaði það. Þá gaf Einar jafnframt lítið fyrir áhyggjur manna af erfðablöndun eldisfisks og íslenskra stofna. Einstaka slysasleppingar hefðu þar lítil áhrif; stærsti hluti fiskanna dræpist skömmu eftir að úr kvíunum væri komið. Að sama skapi þarf litlar áhyggjur að hafa að sögn Einars af hugsanlegum sýkingum sem upp koma í tengslum við fiskeldið. Mikil framþróun hafi orðið í meðferðum sem innihalda ekki sýklalyf, sem annars hefði þurft að dæla ofan í kvíarnar, og vinni norskir vísindamenn nú að kappi við að nýjar lausnir – enda miklar fjárhagslegir hagsmunir undir. Þá sagði Einar jafnframt að rekstrar- og starfsleyfi til fiskeldis á Íslandi væri veitt til 10 ára, ólíkt fyrirkomulaginu í Noregi þar sem leyfin eru ótímabundin. Fari eitthvað úrskeiðs við fiskeldið er það því í höndum íslenskra stjórnvalda að afturkalla leyfin og stöðva ræktunina.Spjall þeirra Einars og Kristjáns við þáttastjórnendur Bítisins má heyra hér að ofan. Fiskeldi Tengdar fréttir Skipulagsstofnun leggst gegn laxeldi í Ísafjarðardjúpi Skipulagsstofnun leggst gegn eldi á allt að 6,800 tonnum af frjóum laxi í sjókvíum í Ísafjarðardjúpi, sem fyrirtækið Háafell hefur áformað. 5. apríl 2018 09:06 Veiðiréttareigendur hvetja til sniðgöngu á eldislaxi „Ég á alveg eins von á að aðrir í þessum geira muni fylgja í kjölfarið,“ segir Haraldur Eiríksson, sölu- og markaðsstjóri hjá Veiðifélaginu Hreggnasa, sem birti í gær afgerandi stjórnarsamþykkt félagsins gegn sjókvíaeldi og afurðum þess. 17. apríl 2018 06:00 Fiskeldi stefnir í ígildi stóriðju á Vestfjörðum með hundruðum starfa Fiskeldisfyrirtækið Arctic Fish kynnti í gær fyrir íbúum á sunnanverðum Vestfjörðum nýja seiðaeldisstöð sína í Tálknafirði en hún verður hluti af laxeldi fyrirtækisins á Vestfjörðum. 4. maí 2018 19:30 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund Innlent Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Sjá meira
Einar K. Guðfinnsson, formaður Landssambands fiskeldsstöðva, segir að kvikmyndin Undir yfirborðinu sé ekki „heimildarmynd“ í þeim skilningi orðsins. Hún hafi verið kostuð af einstaklingum sem vilji halda fram sínum eigin sjónarmiðum þegar kemur að uppbyggingu fiskeldis á Íslandi og varpi því ekki sanngjörnu ljósi á málaflokkinn að mati Einars. Kvikmyndin, sem frumsýnd var í Ríkissjónvarpinu í gærkvöldi, dró upp dökka mynd af reynslu Norðmanna og Skota af fiskeldi á undanförnum árum. Rætt var við fjölda einstaklinga sem vöruðu Íslendinga við því að feta sömu spor og fyrrnefndar þjóðir; spor full af óafturkræfum náttúruspjöllum, erfðamengun í fiskistofnum og margvíslegri mengun. Einar ræddi myndina í Bítinu í morgun ásamt Kristján Þ. Davíðssyni, framkvæmdastjóra Landssambands Fiskeldisstöðva. Þeir voru á einu máli um að myndin væri einhliða – það væri þó hvorki aðalatriðið né ætti það að koma á óvart. Ráðist hafi verið í gerð myndarinnar með það fyrir augum að draga fram verstu hliðar fiskeldis. Því hafi að „sjálfsögðu“ aðeins verið rætt við einstaklinga sem væru andsnúnir þessum iðnaði, enda myndu kvikmyndagerðarmennirnir – „ekki leggja pening í mynd sem dregur upp jákvæða mynd af fiskeldinu,“ eins og Einar orðaði það. Hann sagðist þó vera ósáttur við að kvikmyndagerðarmennirnir hefðu ekki borið saman sambærilegar aðstæður. Fiskeldi í Noregi og Skotlandi lyti öðrum lögmálum en það íslenska, ekki síst í ljósi þess að hér séu hafstraumar um margt hagstæðari og þá þurfa fiskeldiskvíar að vera lengra úti á hafi en tíðkast í hinum löndunum tveimur – eins og fram kemur í skýrslu Hafrannsóknarstofnunnar um málið.Einar þvertók jafnframt fyrir það að fóður, sem sett væri ofan í kvíarnar, safnaðist fyrir á hafsbotni með óafturkræfum afleiðingum fyrir náttúru svæðisins. Lítið sem ekkert af fóðri fari í raun til spillis að sögn Einars, enda séu það fjárhagslegir hagsmunir fiskeldisfyrirtækjanna að fóðrið nýtist sem best. Þannig sé strangt eftirlit með því hvort að fiskurinn í kvíunum sé í raun að taka fóðrið eða ekki. Þar að auki geti slík „fóðurfjöll“ sem sögð eru myndast á hafsbotni skemmt sjálfar kvíarnar – með miklu fjárhagstjóni fyrir fiskeldisfyrirtækin. Einar sagðist þó ekki hafa tölur um það hversu mikið af fóðri safnaðist á hafsbotni undir íslenskum fiskeldiskvíum. Hann neitar því þó ekki að eitthvað fóður kunni að falla til við fiskeldi á Íslandi. Það sé þó ekki mikið og er í ofanálag lífrænt. „Móðir náttúra og Ægir konungur“ sjá síðan til þess að dreifa því um höfin, eins og Einar orðaði það. Þá gaf Einar jafnframt lítið fyrir áhyggjur manna af erfðablöndun eldisfisks og íslenskra stofna. Einstaka slysasleppingar hefðu þar lítil áhrif; stærsti hluti fiskanna dræpist skömmu eftir að úr kvíunum væri komið. Að sama skapi þarf litlar áhyggjur að hafa að sögn Einars af hugsanlegum sýkingum sem upp koma í tengslum við fiskeldið. Mikil framþróun hafi orðið í meðferðum sem innihalda ekki sýklalyf, sem annars hefði þurft að dæla ofan í kvíarnar, og vinni norskir vísindamenn nú að kappi við að nýjar lausnir – enda miklar fjárhagslegir hagsmunir undir. Þá sagði Einar jafnframt að rekstrar- og starfsleyfi til fiskeldis á Íslandi væri veitt til 10 ára, ólíkt fyrirkomulaginu í Noregi þar sem leyfin eru ótímabundin. Fari eitthvað úrskeiðs við fiskeldið er það því í höndum íslenskra stjórnvalda að afturkalla leyfin og stöðva ræktunina.Spjall þeirra Einars og Kristjáns við þáttastjórnendur Bítisins má heyra hér að ofan.
Fiskeldi Tengdar fréttir Skipulagsstofnun leggst gegn laxeldi í Ísafjarðardjúpi Skipulagsstofnun leggst gegn eldi á allt að 6,800 tonnum af frjóum laxi í sjókvíum í Ísafjarðardjúpi, sem fyrirtækið Háafell hefur áformað. 5. apríl 2018 09:06 Veiðiréttareigendur hvetja til sniðgöngu á eldislaxi „Ég á alveg eins von á að aðrir í þessum geira muni fylgja í kjölfarið,“ segir Haraldur Eiríksson, sölu- og markaðsstjóri hjá Veiðifélaginu Hreggnasa, sem birti í gær afgerandi stjórnarsamþykkt félagsins gegn sjókvíaeldi og afurðum þess. 17. apríl 2018 06:00 Fiskeldi stefnir í ígildi stóriðju á Vestfjörðum með hundruðum starfa Fiskeldisfyrirtækið Arctic Fish kynnti í gær fyrir íbúum á sunnanverðum Vestfjörðum nýja seiðaeldisstöð sína í Tálknafirði en hún verður hluti af laxeldi fyrirtækisins á Vestfjörðum. 4. maí 2018 19:30 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund Innlent Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Sjá meira
Skipulagsstofnun leggst gegn laxeldi í Ísafjarðardjúpi Skipulagsstofnun leggst gegn eldi á allt að 6,800 tonnum af frjóum laxi í sjókvíum í Ísafjarðardjúpi, sem fyrirtækið Háafell hefur áformað. 5. apríl 2018 09:06
Veiðiréttareigendur hvetja til sniðgöngu á eldislaxi „Ég á alveg eins von á að aðrir í þessum geira muni fylgja í kjölfarið,“ segir Haraldur Eiríksson, sölu- og markaðsstjóri hjá Veiðifélaginu Hreggnasa, sem birti í gær afgerandi stjórnarsamþykkt félagsins gegn sjókvíaeldi og afurðum þess. 17. apríl 2018 06:00
Fiskeldi stefnir í ígildi stóriðju á Vestfjörðum með hundruðum starfa Fiskeldisfyrirtækið Arctic Fish kynnti í gær fyrir íbúum á sunnanverðum Vestfjörðum nýja seiðaeldisstöð sína í Tálknafirði en hún verður hluti af laxeldi fyrirtækisins á Vestfjörðum. 4. maí 2018 19:30