Verðlauna jákvæða umfjöllun um Spán Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 31. maí 2018 06:00 Mariano Rajoy, forsætisráðherra Spánar. Vísir/AFP Spænska utanríkisráðuneytið hefur tilkynnt um ný verðlaun sem verða veitt þeim erlenda blaðamanni sem gerir mest til þess að bæta orðspor Spánar út á við. Frá þessu greindi katalónski miðillinn El Nacional. „Sem sagt, ráðuneytið mun líta sérstaklega til þeirra skoðana sem koma fram í umfjölluninni og er því um að ræða verðlaun fyrir að tala vel um spænsku ríkisstjórnina og stefnumál hennar,“ sagði í umfjöllun Katalóníumiðilsins en sá blaðamaður sem hlýtur þessi verðlaun fær í vasann nærri eina og hálfa milljón króna. El Nacional setur verðlaunin í samhengi við katalónsku sjálfstæðisbaráttuna og heldur því fram að spænska ríkisstjórnin líti svo á að alþjóðapressan hafi ekki verið nægilega gagnrýnin á hreyfinguna. Graham Keeley, blaðamaður The Times á Spáni, sagði í skoðanagrein í gær að þessi tilraun Spánverja myndi ekki ganga upp.„Blaðamenn elska að vinna verðlaun, þau bæta okkar viðkvæmu sjálfsmynd. En nú berast fréttir af verðlaunum sem hvorki ég né nokkur annar blaðamaður með vott af sjálfsvirðingu ætti að vilja, hljóta þrátt fyrir verðlaunaféð.“ Styr stendur nú um Mariano Rajoy forsætisráðherra og ríkisstjórn hans vegna sakfellingar tuga flokksmanna í spillingarmálum. Atkvæðagreiðsla um vantraust á Rajoy fer fram á morgun. Þó er ólíklegt að vantraust verði samþykkt þar sem Ciudadanos-flokkurinn mun standa með Rajoy. Ciudadanos-menn hafa þó farið fram á að boðað verði til kosninga sem fyrst. Miðað við kannanir myndi flokkur Rajoys, Partido Popular, fá um 20 prósent atkvæða en fékk 33 prósent í kosningunum 2016. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Fleiri fréttir Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Sjá meira
Spænska utanríkisráðuneytið hefur tilkynnt um ný verðlaun sem verða veitt þeim erlenda blaðamanni sem gerir mest til þess að bæta orðspor Spánar út á við. Frá þessu greindi katalónski miðillinn El Nacional. „Sem sagt, ráðuneytið mun líta sérstaklega til þeirra skoðana sem koma fram í umfjölluninni og er því um að ræða verðlaun fyrir að tala vel um spænsku ríkisstjórnina og stefnumál hennar,“ sagði í umfjöllun Katalóníumiðilsins en sá blaðamaður sem hlýtur þessi verðlaun fær í vasann nærri eina og hálfa milljón króna. El Nacional setur verðlaunin í samhengi við katalónsku sjálfstæðisbaráttuna og heldur því fram að spænska ríkisstjórnin líti svo á að alþjóðapressan hafi ekki verið nægilega gagnrýnin á hreyfinguna. Graham Keeley, blaðamaður The Times á Spáni, sagði í skoðanagrein í gær að þessi tilraun Spánverja myndi ekki ganga upp.„Blaðamenn elska að vinna verðlaun, þau bæta okkar viðkvæmu sjálfsmynd. En nú berast fréttir af verðlaunum sem hvorki ég né nokkur annar blaðamaður með vott af sjálfsvirðingu ætti að vilja, hljóta þrátt fyrir verðlaunaféð.“ Styr stendur nú um Mariano Rajoy forsætisráðherra og ríkisstjórn hans vegna sakfellingar tuga flokksmanna í spillingarmálum. Atkvæðagreiðsla um vantraust á Rajoy fer fram á morgun. Þó er ólíklegt að vantraust verði samþykkt þar sem Ciudadanos-flokkurinn mun standa með Rajoy. Ciudadanos-menn hafa þó farið fram á að boðað verði til kosninga sem fyrst. Miðað við kannanir myndi flokkur Rajoys, Partido Popular, fá um 20 prósent atkvæða en fékk 33 prósent í kosningunum 2016.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Fleiri fréttir Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Sjá meira