Fleiri en áður sækja um nám í menntavísindum og leikskólakennarafræðum Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 9. júní 2018 12:47 Umsóknum í grunnnámi í allar verkfræðigreinar Háskólans fjölgar og aukinn áhugi er m.a. á lögfræði, næringarfræði og leikskólakennarafræði auk þess sem menntavísindin eru almennt í sókn. Vísir/Hanna Mikil aukning er á umsóknum um nám í Háskóla Íslands. Ástæðan er stytting náms til stúdentsprófs segir rektor skólans. Þetta reyni á, en skólinn sé vel undirbúinn fyrir fjöldann. Tæplega 5.000 umsóknir bárust um grunnnám í Háskóla Íslands fyrir komandi skólaár eða rúmlega ellefu prósent fleiri umsóknir en í fyrra. Fjöldi umsókna um framhaldsnám jókst einnig milli ára og nemur aukningin um 12,5 prósentum. Jón Atli Benediktsson segir að skólinn hafi undirbúið sig fyrir þessa miklu aukningu. „Megin skýringin er nú endurskipulagning framhaldsskólans. Nú eru nemendur að útskrifast í svokölluðum tvöföldum árgöngum í meira mæli en áður. Ég segi það vegna þess að þetta hefur verið ferli sem hefur verið í gangi í nokkur ár en nú eru nokkrir stórir skólar að koma inn. Á næsta ári mun þetta halda áfram þegar síðustu stóru skólarnir, MR og MA, munu útskrifa tvöfalda árganga. Svo þetta er eitthvað sem við vissum af og kemur ekki á óvart;“ segir Jón Atli. „Samkvæmt okkar spám bjuggumst við við sjö til tólf prósenta aukningu í umsóknum nýnema og við erum að sjá rúmlega ellefu prósenta aukningu.“Er Háskóli Íslands tilbúinn til að taka á móti þessum fjölda? „Þetta mun náttúrulega reyna á en við teljum að við munum geta gert þetta. Við erum búin að vera að skoða þetta á undanförnum misserum og við teljum að við getum gert þetta. Við leggjum mjög mikla áherslu á gæði í háskólastarfi og við höfum fjárveitingar. Við teljum okkur alveg geta gert þetta innan þess ramma sem við höfum.“ Umsóknum í grunnnámi í allar verkfræðigreinar Háskólans fjölgar og aukinn áhugi er m.a. á lögfræði, næringarfræði og leikskólakennarafræði auk þess sem menntavísindin eru almennt í sókn. Jón Atli segir þetta jákvæða þróun. „Það eru ánægjulegar fréttir þarna inn á milli. Fjöldi umsókna í leikskólakennarafræði eykst um 60 prósent. Við sjáum að fjöldi nema í lögfræðiumsóknum eykst um 40 prósent og við sjáum líka að í öllum verkfræðigreinum eykst fjöldinn verulega. Svo þetta er mjög ánægjulegt að sjá að þarna eru greinar sem eru að koma mjög vel út.“ Skóla - og menntamál Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Mikil aukning er á umsóknum um nám í Háskóla Íslands. Ástæðan er stytting náms til stúdentsprófs segir rektor skólans. Þetta reyni á, en skólinn sé vel undirbúinn fyrir fjöldann. Tæplega 5.000 umsóknir bárust um grunnnám í Háskóla Íslands fyrir komandi skólaár eða rúmlega ellefu prósent fleiri umsóknir en í fyrra. Fjöldi umsókna um framhaldsnám jókst einnig milli ára og nemur aukningin um 12,5 prósentum. Jón Atli Benediktsson segir að skólinn hafi undirbúið sig fyrir þessa miklu aukningu. „Megin skýringin er nú endurskipulagning framhaldsskólans. Nú eru nemendur að útskrifast í svokölluðum tvöföldum árgöngum í meira mæli en áður. Ég segi það vegna þess að þetta hefur verið ferli sem hefur verið í gangi í nokkur ár en nú eru nokkrir stórir skólar að koma inn. Á næsta ári mun þetta halda áfram þegar síðustu stóru skólarnir, MR og MA, munu útskrifa tvöfalda árganga. Svo þetta er eitthvað sem við vissum af og kemur ekki á óvart;“ segir Jón Atli. „Samkvæmt okkar spám bjuggumst við við sjö til tólf prósenta aukningu í umsóknum nýnema og við erum að sjá rúmlega ellefu prósenta aukningu.“Er Háskóli Íslands tilbúinn til að taka á móti þessum fjölda? „Þetta mun náttúrulega reyna á en við teljum að við munum geta gert þetta. Við erum búin að vera að skoða þetta á undanförnum misserum og við teljum að við getum gert þetta. Við leggjum mjög mikla áherslu á gæði í háskólastarfi og við höfum fjárveitingar. Við teljum okkur alveg geta gert þetta innan þess ramma sem við höfum.“ Umsóknum í grunnnámi í allar verkfræðigreinar Háskólans fjölgar og aukinn áhugi er m.a. á lögfræði, næringarfræði og leikskólakennarafræði auk þess sem menntavísindin eru almennt í sókn. Jón Atli segir þetta jákvæða þróun. „Það eru ánægjulegar fréttir þarna inn á milli. Fjöldi umsókna í leikskólakennarafræði eykst um 60 prósent. Við sjáum að fjöldi nema í lögfræðiumsóknum eykst um 40 prósent og við sjáum líka að í öllum verkfræðigreinum eykst fjöldinn verulega. Svo þetta er mjög ánægjulegt að sjá að þarna eru greinar sem eru að koma mjög vel út.“
Skóla - og menntamál Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira