Allar þrjár Norðurlandaþjóðurnar munu sitja eftir í sínum riðli ef fólkið hjá Gracenote mun hafa rétt fyrir sér. Íslenska landsliðið er með 37 prósent líkur á sæti í 16 liða úrslitum en Argentínu (80 prósent) og Króatíu (56%) er spáð upp úr D-riðlinum.
CNN segir frá þessu á vefsíðu sinni eins og sjá má hér.
Perú (69 prósent) og Frakkland (68 prósent) komst upp úr C-riðlinum á kostnað Dana (37 prósent) og Svíar (34 prósent) sitja eftir í F-riðli þar sem Þýskalandi (81 prósent) og Mexíkó (58 prósent) er spáð sætunum í sextán liða úrslitunum.
Check out @AP's piece on the 2018 World Cup featuring data-driven predictions from @Gracenotetweets' resident expert @SimonGleavehttps://t.co/y5ysemNzVJ#FIFAWorldCup#Footballpic.twitter.com/xM0Oxvf5wP
— Gracenote (@Gracenotetweets) June 7, 2018
Rætist spáin þá myndu Argentína og Frakkland mætast strax í 16 liða úrslitum keppninnar.
Brasilíska landsliðið er eina landsliðið sem nær upp í 90 prósent líkur á sæti í útsláttarkeppninni en næst koma heimsmeistarar Þjóðverja með 81 prósent líkur.
Ástralir reka lestina en aðeins 26 prósent líkur eru á því að þeir komist áfram úr sínum riðli. Nígeríumenn eru rétt á undan með 27 prósent líkur.
Norðurlandaþjóðir og þeirra riðlar með líkum á sæti í 16 liða úrslitunum
C-riðill
Perú - 69 prósent
Frakkland - 68 prósent
Danmörk - 37 prósent
Ástralía - 26 prósent
D-riðill
Argentína - 80 prósent
Króatía - 56 prósent
Ísland - 37 prósent
Nígería - 27 prósent
F-riðill
Þýskaland - 81 prósent
Mexíkó - 58 prósent
Svíþjóð - 34 prósent
Suður-Kórea - 27 prósent