Heimavellir fá lungann af leiguíbúðalánunum Helgi Vífill Júlíusson skrifar 1. júní 2018 08:00 Leiguíbúðalán frá Íbúðalánasjóði lúta ströngum skilmálum. Mynd/Íbúðalánasjóður Íbúðalánasjóður hefur veitt lán fyrir 18,4 milljarða króna til kaupa eða byggingar leiguíbúða, byggt á vissum skilyrðum reglugerðar. Á meðal skilyrðanna er að viðkomandi félag megi ekki vera rekið í hagnaðarskyni. Slík lán sem ekki eru talin félagsleg nema 12,2 milljörðum króna. Heimavellir, sem skráð er í Kauphöll, hefur þegið átta milljarða króna í slík lán. Það er 44 prósent af heildinni. Þetta segir Anna Guðmunda Ingvarsdóttir, aðstoðarforstjóri Íbúðalánasjóðs. Anna segir í skriflegu svari að félögunum sé þó heimilt að skila hagnaði en hann megi aðeins nota til vaxtar, viðhalds eða niðurgreiðslu lána. Ekki megi greiða hluthöfum arð. Markmið með leiguíbúðalánum sé að fjölga leiguíbúðum. Alls hafi 95 prósent lánanna sem ekki eru félagsleg verið veitt á landsbyggðinni og fimm prósent á höfuðborgarsvæðinu. Lánin séu verðtryggð jafngreiðslulán með 4,2% föstum vöxtum, sömu kjör og bjóðist einstaklingum. Í greiningu Capacent á Heimavöllum segir að kjörin geti vart talist samkeppnishæf, sérstaklega borið saman við fjármögnun íbúða á höfuðborgarsvæðinu. Athygli er vakin á að stjórnendur Heimavalla hyggjast endurfjármagna lánin í haust, samkvæmt heimildum Markaðarins, enda er stefnt á að greiða arð með reglubundnum hætti.Íþyngjandi kvaðir gildi um félagið Íbúðalánasjóður upplýsti í vikunni að hann hefði sent 20 leigufélögum, sem eru með téð leiguíbúðalán, bréf og óskað eftir upplýsingum um verðlagningu leiguíbúða þeirra til að tryggja að rekstur félaganna hafi hagsmuni íbúa að leiðarljósi. Íbúðalánasjóður hefur lánað til 25 félaga og félagasamtaka á þessum grunni. Þar af er eitt hlutafélag, 17 einkahlutafélög, þrjár sjálfseignarstofnanir, tvö húsnæðissamvinnufélög, eitt byggðasamlag og ein félagasamtök. „Það fer ekki eftir félagsforminu sem slíku hvort félag telst rekið ekki í hagnaðarskyni eins og það er skilgreint í reglugerðinni. Félagið þarf einfaldlega að uppfylla þau skilyrði sem lögin og reglugerðin kveða á um, þ.e. að hafa það sem langtímamarkmið að reka leiguhúsnæði til langs tíma, að rekstur félagsins sé sem hagkvæmastur og með hagsmuni leigutaka að leiðarljósi, að óheimilt sé að ráðstafa arði eða arðsígildi út úr félaginu og svo framvegis. Þessar íþyngjandi kvaðir gilda um félagið svo lengi sem það er með lán frá Íbúðalánasjóði veitt á grundvelli þessarar reglugerðar. Sem dæmi má nefna eru Félagsbústaðir reknir í formi hlutafélags en félagið hefur með höndum félagslegt húsnæði Reykjavíkurborgar,“ segir Anna Guðmunda. Þá bendir Anna Guðmunda á að í janúar 2018 hafi það verið gert að skilyrði leiguíbúðalána að á því svæði sem lánað sé til ríki sannarlega markaðsbrestur, það er að þar hafi verið verulegur skortur á leiguhúsnæði og bygging íbúða í lágmarki eða sérstök vandkvæði á því að fá fjármögnun á almennum markaði. Við núverandi markaðsaðstæður eru slíkar lánveitingar til lögaðila nær eingöngu veittar vegna kaupa eða byggingar leiguíbúða á landsbyggðinni. Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Tengdar fréttir Stór eigandi Heimavalla seldi við skráningu Stór hluthafi í leigufélaginu Heimavellir, sem skráð var á hlutabréfamarkað á fimmtudag, hefur selt í félaginu með aðstoð fjárfestingarbankans Kviku. 30. maí 2018 06:00 Íbúðalánasjóður gæti gjaldfellt lán leigufélaga verði þau uppvís að óeðlilegum viðskiptaháttum Íbúðalánasjóður sendi tuttugu leigufélögum bréf í liðinni viku þar sem kallað var eftir svörum um hvernig skilyrðum reglugerðar um lán sjóðsins séu uppfyllt. 29. maí 2018 15:15 Telur vaxtalækkun geta lækkað leigu Forstjóri Heimavalla segir umræðu um hátt leiguverð ekki hafa verið félaginu til góðs. Helmings lækkun vaxta gæti lækkað leiguverð um 20 prósent. Viðskipti með bréf félagsins í Kauphöll Íslands hefjast í dag. 24. maí 2018 08:00 Mest lesið Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Viðskipti innlent Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Sjá meira
Íbúðalánasjóður hefur veitt lán fyrir 18,4 milljarða króna til kaupa eða byggingar leiguíbúða, byggt á vissum skilyrðum reglugerðar. Á meðal skilyrðanna er að viðkomandi félag megi ekki vera rekið í hagnaðarskyni. Slík lán sem ekki eru talin félagsleg nema 12,2 milljörðum króna. Heimavellir, sem skráð er í Kauphöll, hefur þegið átta milljarða króna í slík lán. Það er 44 prósent af heildinni. Þetta segir Anna Guðmunda Ingvarsdóttir, aðstoðarforstjóri Íbúðalánasjóðs. Anna segir í skriflegu svari að félögunum sé þó heimilt að skila hagnaði en hann megi aðeins nota til vaxtar, viðhalds eða niðurgreiðslu lána. Ekki megi greiða hluthöfum arð. Markmið með leiguíbúðalánum sé að fjölga leiguíbúðum. Alls hafi 95 prósent lánanna sem ekki eru félagsleg verið veitt á landsbyggðinni og fimm prósent á höfuðborgarsvæðinu. Lánin séu verðtryggð jafngreiðslulán með 4,2% föstum vöxtum, sömu kjör og bjóðist einstaklingum. Í greiningu Capacent á Heimavöllum segir að kjörin geti vart talist samkeppnishæf, sérstaklega borið saman við fjármögnun íbúða á höfuðborgarsvæðinu. Athygli er vakin á að stjórnendur Heimavalla hyggjast endurfjármagna lánin í haust, samkvæmt heimildum Markaðarins, enda er stefnt á að greiða arð með reglubundnum hætti.Íþyngjandi kvaðir gildi um félagið Íbúðalánasjóður upplýsti í vikunni að hann hefði sent 20 leigufélögum, sem eru með téð leiguíbúðalán, bréf og óskað eftir upplýsingum um verðlagningu leiguíbúða þeirra til að tryggja að rekstur félaganna hafi hagsmuni íbúa að leiðarljósi. Íbúðalánasjóður hefur lánað til 25 félaga og félagasamtaka á þessum grunni. Þar af er eitt hlutafélag, 17 einkahlutafélög, þrjár sjálfseignarstofnanir, tvö húsnæðissamvinnufélög, eitt byggðasamlag og ein félagasamtök. „Það fer ekki eftir félagsforminu sem slíku hvort félag telst rekið ekki í hagnaðarskyni eins og það er skilgreint í reglugerðinni. Félagið þarf einfaldlega að uppfylla þau skilyrði sem lögin og reglugerðin kveða á um, þ.e. að hafa það sem langtímamarkmið að reka leiguhúsnæði til langs tíma, að rekstur félagsins sé sem hagkvæmastur og með hagsmuni leigutaka að leiðarljósi, að óheimilt sé að ráðstafa arði eða arðsígildi út úr félaginu og svo framvegis. Þessar íþyngjandi kvaðir gilda um félagið svo lengi sem það er með lán frá Íbúðalánasjóði veitt á grundvelli þessarar reglugerðar. Sem dæmi má nefna eru Félagsbústaðir reknir í formi hlutafélags en félagið hefur með höndum félagslegt húsnæði Reykjavíkurborgar,“ segir Anna Guðmunda. Þá bendir Anna Guðmunda á að í janúar 2018 hafi það verið gert að skilyrði leiguíbúðalána að á því svæði sem lánað sé til ríki sannarlega markaðsbrestur, það er að þar hafi verið verulegur skortur á leiguhúsnæði og bygging íbúða í lágmarki eða sérstök vandkvæði á því að fá fjármögnun á almennum markaði. Við núverandi markaðsaðstæður eru slíkar lánveitingar til lögaðila nær eingöngu veittar vegna kaupa eða byggingar leiguíbúða á landsbyggðinni.
Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Tengdar fréttir Stór eigandi Heimavalla seldi við skráningu Stór hluthafi í leigufélaginu Heimavellir, sem skráð var á hlutabréfamarkað á fimmtudag, hefur selt í félaginu með aðstoð fjárfestingarbankans Kviku. 30. maí 2018 06:00 Íbúðalánasjóður gæti gjaldfellt lán leigufélaga verði þau uppvís að óeðlilegum viðskiptaháttum Íbúðalánasjóður sendi tuttugu leigufélögum bréf í liðinni viku þar sem kallað var eftir svörum um hvernig skilyrðum reglugerðar um lán sjóðsins séu uppfyllt. 29. maí 2018 15:15 Telur vaxtalækkun geta lækkað leigu Forstjóri Heimavalla segir umræðu um hátt leiguverð ekki hafa verið félaginu til góðs. Helmings lækkun vaxta gæti lækkað leiguverð um 20 prósent. Viðskipti með bréf félagsins í Kauphöll Íslands hefjast í dag. 24. maí 2018 08:00 Mest lesið Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Viðskipti innlent Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Sjá meira
Stór eigandi Heimavalla seldi við skráningu Stór hluthafi í leigufélaginu Heimavellir, sem skráð var á hlutabréfamarkað á fimmtudag, hefur selt í félaginu með aðstoð fjárfestingarbankans Kviku. 30. maí 2018 06:00
Íbúðalánasjóður gæti gjaldfellt lán leigufélaga verði þau uppvís að óeðlilegum viðskiptaháttum Íbúðalánasjóður sendi tuttugu leigufélögum bréf í liðinni viku þar sem kallað var eftir svörum um hvernig skilyrðum reglugerðar um lán sjóðsins séu uppfyllt. 29. maí 2018 15:15
Telur vaxtalækkun geta lækkað leigu Forstjóri Heimavalla segir umræðu um hátt leiguverð ekki hafa verið félaginu til góðs. Helmings lækkun vaxta gæti lækkað leiguverð um 20 prósent. Viðskipti með bréf félagsins í Kauphöll Íslands hefjast í dag. 24. maí 2018 08:00