Bæjarbúar í Gelendzhik fengu ekki að sjá frægasta búningastjóra í heimi Kolbeinn Tumi Daðason í Kabardinka skrifar 10. júní 2018 13:30 Þessi ágæta kona var með íslenska fánann og fylgdist með leikmönnum og starfsfólki landsliðsins. Þó ekki frægasta búningastjóra í heimi, Sigga dúllu. Vísir/Vilhelm Stærstur hluti starfsfólks íslenska landsliðsins var mættur ásamt leikmönnum á fyrstu æfingu liðsins á rússneskri grundu í Gelendzhik í dag. Ekki þó kokkarnir og lykilmaðurinn og búningastjórinn Sigurður Sveinn Þórðarson, betur þekktur sem Siggi dúlla, en fyrir því var góð ástæða. Eins og alþjóð veit sér Siggi um búningamál strákanna og var ekkert lítið magn af klæðnaði sem kom með liðinu til Rússlands í gær. Það tók góðan tíma að pakka því öllu saman heima á Íslandi og verkefni dagsins, eða mögulega næstu daga, er að koma skipulagi á hlutina. Það segir Kristinn V. Jóhannsson, vallarstjóri á Laugardalsvelli, sem heldur utan um allan fatabúnað ásamt Sigga. Er óhætt að segja að Sigga hafi verið sárt saknað þá tæpu tvo tíma sem æfing landsliðsins tók enda vanur að gefa sig á tal við fjölmiðlamenn og gefa af sér. Sannkallaður gleðigjafi. Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari hefur reglulega nefnt Sigga frægasta búningastjóra í heimi, og líklega orð að sönnu.Siggi dúlla er búningastjóri landsliðsins og Stjörnunnar. Á dögunum setti Vífilfell bjór á markaðinn sem ber nafnið Dúllan.Þekkir hvert strá á Laugardalsvelli „Siggi er uppi á hóteli að reyna að koma skipulagi á hlutina,“ sagði Kristinn í léttu spjalli á meðan opinni æfingu landsliðsins stóð í dag. Kristinn var á svæðinu til að fylgjast með aðstæðum á vellinum enda öllum hnútum kunnugur í þeim bransa enda slegið það nokkrum sinum í gegnum árin. „Þeir byrjuðu að vinna í þessum velli í desember og janúar, bæði stúkunni og vellinum,“ segir Kristinn. „Þeir lögðu nýtt gras og hafa hugsað vel um hann fram að móti,“ segir Kristinn í steikjandi hita í Gelendzhik. „Þetta er loftslag sem við erum ekki vanir. Við erum með einhverjar óskir sem þeir (vallarstarfsmenn) eru á móti. Við erum ekki vanir því að hafa 32 gráður. Við verðum að virða þeirra skoðanir, eða komast að sameiginlegri niðurstöðu um hvað er best fyrir liðið. Varðandi slátturhæð, vökvun og svoleiðis.“Kristinn V. Jóhannsson búningastjóri landsliðsins á æfingunni í morgun.Vísir/VilhelmSjokk að fá ískalt vatn Leikmenn höfðu á orði að grasið hefði verið frábært í byrjun æfingar, þegar völlurinn var nývökvaður en gamanið hefði kárnað eftir því sem leið á og völlurinn þornaði. „Við létum vökva hann fyrir æfingu og ætluðum að vökva í miðri æfingu en það var eitthvað flókið. Við verðum bara að bæta úr því á morgun. Við æfum hálftíma fyrr á morgun og vökvum kannski meira fyrir æfinguna. Þeir hafa hugmyndir um að það sé of heitt til að vökva og það hafi áhrif. Við veðrum að treysta þeirra orðum og kynna mér þetta betur.“ Kristinn þekkir grasið betur en flestir. „Þegar það er svona heitt er mikið sjokk fyrir völlinn að fá ískalt vatn á sig. Það getur haft slæm áhrif, alveg eins og hann getur þornað upp. Við þurfum að finna einhverja niðurstöðu í sameiningu,“ sagði Kristinn yfirvegaður. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Í beinni: Ísland - Tyrkland | Strákarnir geta tryggt sig inn á EM Körfubolti Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Fleiri fréttir „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Sjá meira
Stærstur hluti starfsfólks íslenska landsliðsins var mættur ásamt leikmönnum á fyrstu æfingu liðsins á rússneskri grundu í Gelendzhik í dag. Ekki þó kokkarnir og lykilmaðurinn og búningastjórinn Sigurður Sveinn Þórðarson, betur þekktur sem Siggi dúlla, en fyrir því var góð ástæða. Eins og alþjóð veit sér Siggi um búningamál strákanna og var ekkert lítið magn af klæðnaði sem kom með liðinu til Rússlands í gær. Það tók góðan tíma að pakka því öllu saman heima á Íslandi og verkefni dagsins, eða mögulega næstu daga, er að koma skipulagi á hlutina. Það segir Kristinn V. Jóhannsson, vallarstjóri á Laugardalsvelli, sem heldur utan um allan fatabúnað ásamt Sigga. Er óhætt að segja að Sigga hafi verið sárt saknað þá tæpu tvo tíma sem æfing landsliðsins tók enda vanur að gefa sig á tal við fjölmiðlamenn og gefa af sér. Sannkallaður gleðigjafi. Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari hefur reglulega nefnt Sigga frægasta búningastjóra í heimi, og líklega orð að sönnu.Siggi dúlla er búningastjóri landsliðsins og Stjörnunnar. Á dögunum setti Vífilfell bjór á markaðinn sem ber nafnið Dúllan.Þekkir hvert strá á Laugardalsvelli „Siggi er uppi á hóteli að reyna að koma skipulagi á hlutina,“ sagði Kristinn í léttu spjalli á meðan opinni æfingu landsliðsins stóð í dag. Kristinn var á svæðinu til að fylgjast með aðstæðum á vellinum enda öllum hnútum kunnugur í þeim bransa enda slegið það nokkrum sinum í gegnum árin. „Þeir byrjuðu að vinna í þessum velli í desember og janúar, bæði stúkunni og vellinum,“ segir Kristinn. „Þeir lögðu nýtt gras og hafa hugsað vel um hann fram að móti,“ segir Kristinn í steikjandi hita í Gelendzhik. „Þetta er loftslag sem við erum ekki vanir. Við erum með einhverjar óskir sem þeir (vallarstarfsmenn) eru á móti. Við erum ekki vanir því að hafa 32 gráður. Við verðum að virða þeirra skoðanir, eða komast að sameiginlegri niðurstöðu um hvað er best fyrir liðið. Varðandi slátturhæð, vökvun og svoleiðis.“Kristinn V. Jóhannsson búningastjóri landsliðsins á æfingunni í morgun.Vísir/VilhelmSjokk að fá ískalt vatn Leikmenn höfðu á orði að grasið hefði verið frábært í byrjun æfingar, þegar völlurinn var nývökvaður en gamanið hefði kárnað eftir því sem leið á og völlurinn þornaði. „Við létum vökva hann fyrir æfingu og ætluðum að vökva í miðri æfingu en það var eitthvað flókið. Við verðum bara að bæta úr því á morgun. Við æfum hálftíma fyrr á morgun og vökvum kannski meira fyrir æfinguna. Þeir hafa hugmyndir um að það sé of heitt til að vökva og það hafi áhrif. Við veðrum að treysta þeirra orðum og kynna mér þetta betur.“ Kristinn þekkir grasið betur en flestir. „Þegar það er svona heitt er mikið sjokk fyrir völlinn að fá ískalt vatn á sig. Það getur haft slæm áhrif, alveg eins og hann getur þornað upp. Við þurfum að finna einhverja niðurstöðu í sameiningu,“ sagði Kristinn yfirvegaður.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Í beinni: Ísland - Tyrkland | Strákarnir geta tryggt sig inn á EM Körfubolti Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Fleiri fréttir „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Sjá meira