Fyrirliðinn, Alfreð og Birkir Bjarna tóku því rólega Kolbeinn Tumi Daðason í Kabardinka skrifar 10. júní 2018 10:45 Birkir Bjarnason, í íþróttaskóm, á léttu skokki með Friðriki Ellerti Jónssyni, sjúkraþjálfara liðsins. Vísir/Vilhelm Í kringum eitt þúsund manns fylgdust með æfingu strákanna okkar fyrir opnum tjöldum í Gelendzhik í dag. Sólin skein og iðagrænt og nývökvað gras beið leikmanna landsliðsins. Tuttugu af tuttugu og þremur leikmönnum landsliðsins tóku þátt af fullum krafti en þrír voru á séræfingum vegna meiðsla sinna. Aron Einar Gunnarsson landsliðsfyrirliði glímir við meiðsli og tók því rólega á æfingunni. Sömu sögu er að segja um Alfreð Finnbogason og Birki Bjarnason sem einnig virðast glíma við smávægileg meiðsli. Birkir Bjarnason var í æfingum hjá Friðrik Ellerti Jónssyni og Aron Einar notaði líka tímann til að fara yfir málin með formanni landsliðsnefndar, Magnúsi Gylfasyni. Æfingin stóð yfir í tæpa tvo tíma. Strákarnir byrjuðu á léttri upphitun með teygju- og styrktaræfingum. Í framhaldinu voru sendinga- og skotæfingar áður en spil á háu tempói á stuttum velli tók við. Mikill hiti er í bænum eða tæplega 30 stig en hún hófst klukkan 11:30 að staðartíma. Strákarnir eru duglegir að vökva sig og nota sólarvörn. Ágæt stemmning var í stúkunni við æfingasvæðið þar sem fólk á öllum aldri lét stundum ágætlega í sér heyra. Þó vantaði tilfinnanlega einhvern til að stjórna stemmningunni. Ungir iðkendur frá fótboltaskólanum Volna fylgdust spenntir með kempunum.Vísir verður með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Reglulegt bransatal við flugmennina í háloftunum Það tók strákana okkar tíu klukkustundir að komast til Kabardinka. 10. júní 2018 07:30 Ómar: Tveir helmassaðir og vopnaðir sem sungu og dönsuðu fyrir okkur Íslenski hópurinn fékk höfðinglegar móttökur þegar hann mætti til Gelendzhik í gærkvöldi. 10. júní 2018 10:00 Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fótbolti Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Handbolti Sá fyrsti sem er rekinn í 104 ára sögu Sport Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Fótbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Fleiri fréttir Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjá meira
Í kringum eitt þúsund manns fylgdust með æfingu strákanna okkar fyrir opnum tjöldum í Gelendzhik í dag. Sólin skein og iðagrænt og nývökvað gras beið leikmanna landsliðsins. Tuttugu af tuttugu og þremur leikmönnum landsliðsins tóku þátt af fullum krafti en þrír voru á séræfingum vegna meiðsla sinna. Aron Einar Gunnarsson landsliðsfyrirliði glímir við meiðsli og tók því rólega á æfingunni. Sömu sögu er að segja um Alfreð Finnbogason og Birki Bjarnason sem einnig virðast glíma við smávægileg meiðsli. Birkir Bjarnason var í æfingum hjá Friðrik Ellerti Jónssyni og Aron Einar notaði líka tímann til að fara yfir málin með formanni landsliðsnefndar, Magnúsi Gylfasyni. Æfingin stóð yfir í tæpa tvo tíma. Strákarnir byrjuðu á léttri upphitun með teygju- og styrktaræfingum. Í framhaldinu voru sendinga- og skotæfingar áður en spil á háu tempói á stuttum velli tók við. Mikill hiti er í bænum eða tæplega 30 stig en hún hófst klukkan 11:30 að staðartíma. Strákarnir eru duglegir að vökva sig og nota sólarvörn. Ágæt stemmning var í stúkunni við æfingasvæðið þar sem fólk á öllum aldri lét stundum ágætlega í sér heyra. Þó vantaði tilfinnanlega einhvern til að stjórna stemmningunni. Ungir iðkendur frá fótboltaskólanum Volna fylgdust spenntir með kempunum.Vísir verður með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Reglulegt bransatal við flugmennina í háloftunum Það tók strákana okkar tíu klukkustundir að komast til Kabardinka. 10. júní 2018 07:30 Ómar: Tveir helmassaðir og vopnaðir sem sungu og dönsuðu fyrir okkur Íslenski hópurinn fékk höfðinglegar móttökur þegar hann mætti til Gelendzhik í gærkvöldi. 10. júní 2018 10:00 Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fótbolti Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Handbolti Sá fyrsti sem er rekinn í 104 ára sögu Sport Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Fótbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Fleiri fréttir Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjá meira
Reglulegt bransatal við flugmennina í háloftunum Það tók strákana okkar tíu klukkustundir að komast til Kabardinka. 10. júní 2018 07:30
Ómar: Tveir helmassaðir og vopnaðir sem sungu og dönsuðu fyrir okkur Íslenski hópurinn fékk höfðinglegar móttökur þegar hann mætti til Gelendzhik í gærkvöldi. 10. júní 2018 10:00