Collymore var spurður að því á Twitter hvaða liðum hann sæi mest eftir nú þegar aðeins 16 lið eru eftir í keppni í Rússlandi. Íslandi og Perú var svar hans.
„Stuðningsmenn Perú voru frábærir. Kynslóð sem óx úr grasi án þess að sjá þjóð sína á HM henti sér af fullum krafti í þessa upplifun,“ sagði Collymore um Perú.
Um íslenska liðið sagði hann: „Ísland, einfaldlega vegna þess að það lekur af þeim klassi frá toppi til táar. Þjóð sem er að gera hlutina rétt frá yngri flokka starfi upp í landsliðin.“
Collymore heimsótti Ísland í lok síðasta árs þar sem hann vann að þátt um liðið og sá lokaleik Íslands í undankeppni HM gegn Kósovó.
Peru and Iceland equally.
Peru fans were incredible. A generation who never knew World Cup football threw themselves completely into this experience.
Iceland, simply because they reek class from top to bottom. Grass to international team, doing things correctly. https://t.co/HedX2aQBou
— Stanley Victor Collymore (@StanCollymore) June 29, 2018