Bunjevčević gekk til liðs við Tottenham frá Rauðu stjörnunni í Belgrad árið 2003 og var honum ætlað að fylla skarð Sol Campbell sem hafði þá gengið í raið erkifjendanna í Arsenal.
Bunjevčević fékk heilablóðfall í apríl síðastliðinn og hafði verið í dái síðan. Hann andaðist svo í dag.
Serbinn Aleksandar Kolarov tileinkaði Bunjevčević aukaspyrnumarkið sem hann skoraði í fyrsta leik serbneska landsliðsins á HM, gegn Kosta Ríka um miðjan mánuðinn.
Greint var frá andláti Goran Bunjevčević á heimasíðu Rauðu stjörnunnar fyrr í kvöld. Tottenham Hotspur minnist Bunjevčević á Twitter-síðu sinni.
We are deeply saddened to hear of the passing of our former player Goran Bunjevčević. The thoughts of everyone at the Club are with his friends and family at this extremely difficult time. pic.twitter.com/UryBkqz6as
— Tottenham Hotspur (@SpursOfficial) June 28, 2018