Sósíalisti sópaði vonarstjörnu Stefán Ó. Jónsson skrifar 27. júní 2018 06:57 Alexandria Ocasio-Cortez rak ódýra en öfluga grasrótarbaráttu. Vísir/getty Hinn þaulsetni Joe Crowley, sem margir bjuggust við að myndi taka við sem leiðtogi Demókrataflokksins í öldungadeild Bandaríkjaþings, hlaut ekki endurkjör í kosningum flokksins í New York-ríki í gærkvöldi. Sú sem skákaði honum var hin 28 ára gamla Alexandria Ocasio-Cortez, fyrrum sjálfboðaliði í kosningabaráttu Bernie Sanders og yfirlýstur sósíalisti. Þegar búið er að telja um 98% atkvæða hefur Ocasio-Cortez hlotið um 57.5% atkvæða gegn 42.5% Crowley. Stjórnmálaskýrendur lýsa úrslitunum sem einhverjum þeim óvæntustu í nútímasögu bandarískra stjórnmála. Ocasio-Cortez á rætur að rekja til Púertó-Ríkó. Hún gangrýndi Crowley harðlega í kosningabaráttunni fyrir tengsl hans við auðvaldið á Wall Street og sagði hún hann ekki í neinum tengslum við umbjóðendur sína. Þeir eru margir hverjir, ekki síst í Queens og Bronx, af erlendum uppruna - rétt eins og Ocasio-Cortez. Crowley hefur lengi verið háttsettur innan Demókrataflokksins og bjuggust margir við því að hann myndi taka við leiðtogastöðu áður en langt um liði. Í samtali við Guardian segja starfsmenn flokksins að Crowley hafi fyrir vikið verið nokkuð sigurviss. Hann hafi því rekið nokkuð lágstemmda kosningabaráttu, þrátt fyrir að hafa safnað tífalt meira fjármagni en Ocasio-Cortez. Kosningabaráttu Ocasio-Cortez er lýst sem grasrótarbaráttu sem reiddi sig á töluverðan fjölda sjálfboðaliða. Hún heimsótti landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó á dögunum og kallaði eftir því að aðskilnaðarstefnu stjórnvalda í innflyjendamálum yrði hætt. Crowley hefur lýst yfir ósigri og óskað Ocasio-Cortez til hamingju. Hann muni áfram vinna að því að koma Repúblikanaflokknum úr Hvíta húsinu - því „ríkisstjórn Trump er ógn við allt það sem við í Queens og Bronx stöndum fyrir.“ Donald Trump var sjálfur kampakátur með úrslitin, enda hefur hann lengi haft horn í síðu Crowley. „Kannski hefði hann átt að vera vingjarnlegri við forsetann sinn,“ skrifaði Trump á Twitter eftir að úrslitin lágu fyrir.Wow! Big Trump Hater Congressman Joe Crowley, who many expected was going to take Nancy Pelosi's place, just LOST his primary election. In other words, he's out! That is a big one that nobody saw happening. Perhaps he should have been nicer, and more respectful, to his President!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 27, 2018 Bandaríkin Mexíkó Púertó Ríkó Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Sjá meira
Hinn þaulsetni Joe Crowley, sem margir bjuggust við að myndi taka við sem leiðtogi Demókrataflokksins í öldungadeild Bandaríkjaþings, hlaut ekki endurkjör í kosningum flokksins í New York-ríki í gærkvöldi. Sú sem skákaði honum var hin 28 ára gamla Alexandria Ocasio-Cortez, fyrrum sjálfboðaliði í kosningabaráttu Bernie Sanders og yfirlýstur sósíalisti. Þegar búið er að telja um 98% atkvæða hefur Ocasio-Cortez hlotið um 57.5% atkvæða gegn 42.5% Crowley. Stjórnmálaskýrendur lýsa úrslitunum sem einhverjum þeim óvæntustu í nútímasögu bandarískra stjórnmála. Ocasio-Cortez á rætur að rekja til Púertó-Ríkó. Hún gangrýndi Crowley harðlega í kosningabaráttunni fyrir tengsl hans við auðvaldið á Wall Street og sagði hún hann ekki í neinum tengslum við umbjóðendur sína. Þeir eru margir hverjir, ekki síst í Queens og Bronx, af erlendum uppruna - rétt eins og Ocasio-Cortez. Crowley hefur lengi verið háttsettur innan Demókrataflokksins og bjuggust margir við því að hann myndi taka við leiðtogastöðu áður en langt um liði. Í samtali við Guardian segja starfsmenn flokksins að Crowley hafi fyrir vikið verið nokkuð sigurviss. Hann hafi því rekið nokkuð lágstemmda kosningabaráttu, þrátt fyrir að hafa safnað tífalt meira fjármagni en Ocasio-Cortez. Kosningabaráttu Ocasio-Cortez er lýst sem grasrótarbaráttu sem reiddi sig á töluverðan fjölda sjálfboðaliða. Hún heimsótti landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó á dögunum og kallaði eftir því að aðskilnaðarstefnu stjórnvalda í innflyjendamálum yrði hætt. Crowley hefur lýst yfir ósigri og óskað Ocasio-Cortez til hamingju. Hann muni áfram vinna að því að koma Repúblikanaflokknum úr Hvíta húsinu - því „ríkisstjórn Trump er ógn við allt það sem við í Queens og Bronx stöndum fyrir.“ Donald Trump var sjálfur kampakátur með úrslitin, enda hefur hann lengi haft horn í síðu Crowley. „Kannski hefði hann átt að vera vingjarnlegri við forsetann sinn,“ skrifaði Trump á Twitter eftir að úrslitin lágu fyrir.Wow! Big Trump Hater Congressman Joe Crowley, who many expected was going to take Nancy Pelosi's place, just LOST his primary election. In other words, he's out! That is a big one that nobody saw happening. Perhaps he should have been nicer, and more respectful, to his President!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 27, 2018
Bandaríkin Mexíkó Púertó Ríkó Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Sjá meira