Roy Hodgson, stjóri Crystal Palace, segir að lærisveinn hans á síðasta tímabili hjá Palace, Rube Loftus-Cheek, sé betri leikmaður en Michael Ballack, fyrrum leikmaður Chelsea og þýska landsliðsins.
England mætir Panama á morgun á HM en Loftus-Cheek kom inn á sem varamaður í fyrsta leiknum gegn Túnis og þótti gera vel.
„Ég veit ekki hver besta staðan hans er en það fer eftir hvernig lið vilja spila. Hann fer meira framhjá mönnum en Ballack og Ruben er með kraftinn hans og hraða. Það er klárt,” sagði Hodgson.
„Hann er með fleiri strengi til að spila á heldur en Ballack hafði. Það er djarft að segja það, ég veit, en hann er svo góður að fara framhjá mönnum.”
Hodgson er viss um að Ruben Loftus-Cheek sé klár í slaginn til þess að byrja fyrir enska landsliðið í leik morgundagsins en myndir sem láku út í vikunni segja að hann byrji í stað Dele Alli sem er meiddur.
„Ég held að hann sé potþétt klár. Hundrað prósent. Við söknuðum hans gríðarlega þegar hann var frá vegna ökklameiðslanna. Ég held að hann sé pottþétt klár og mér fannst sýna það gegn Túnis.”
Hodgson segir Loftus-Cheek vera betri en Ballack
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið

Glórulaus tækling Gylfa Þórs
Íslenski boltinn




„Bæði svekktur en líka stoltur“
Íslenski boltinn

„Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“
Körfubolti

„Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“
Körfubolti

„Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“
Körfubolti

„Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“
Íslenski boltinn

„Ég tek þetta bara á mig“
Íslenski boltinn