Airbus varar Breta við hörðu Brexit Kjartan Kjartansson skrifar 22. júní 2018 08:59 Þrátt við viðvörunarorð um Brexit telja sérfræðingar ólíklegt að Airbus dragi sig skyndilega frá Bretlandi. Vísir/EPA Flugvélaframleiðandinn Airbus segist þurfa að endurskoða veru sína á Bretlandi ef Bretar ganga úr Evrópusambandinu án þess að fyrir liggi samningur um viðskiptasamband þeirra áður. Airbus framleiðir vængi fyrir allar farþegaflugvélar sínar á Bretlandi. Fyrirtækið segir í yfirlýsingu að gangi Bretar bæði úr innri markaði ESB og tollabandalaginu án samkomulags um framhaldið leiði það til „verulegrar röskunar og truflunar“ á framleiðslu þess á Bretlandi. „Í einföldu máli, sviðsmynd með engum samningi ógnar framtíð Airbus á Bretlandi með beinum hætti,“ segir Tom Williams, framkvæmdastjóri Airbus. Fyrirtækið hafi þegar gripið til aðgerða til að reyna að draga úr áhættu sinni vegna útgöngu Breta úr ESB, að því er segir í frétt Reuters. Hvorki hefur gengið né rekið í viðræðum breskra stjórnvalda og fulltrúa Evrópusambandsins um hvernig viðskiptum þeirra verður háttað eftir útgönguna á næsta ári. Fjöldi fyrirtækja hefur kvartað undan því að óvissan geri þeim erfitt að skipuleggja sig fram í tímann. Klofningur hefur verið innan minnihlutastjórnar Íhaldsflokksins um viðræðurnar. Hugmyndir hafa meðal annars komið fram um að framlengja aðlögunartíma eftir viðskilnaðinn á næsta ári til að auka svigrúmið til að ná langtímasamkomulagi. Airbus segir að jafnvel þó að aðlögunartíminn yrði framlengdur til ársloka 2020 væri það of skammur fyrirvari fyrir fyrirtækið að laga starfsemi sína að breyttum aðstæðum. Brexit Tengdar fréttir Ólga vegna atkvæðagreiðslu um að þingmenn fái lokaorðið um Brexit-samning Tillaga um að breskir þingmenn fái lokaorðið um samning við ESB um útgönguna veldur ólgu innan Íhaldsflokksins. 12. júní 2018 10:57 Mest lesið Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Hvar er opið um páskana? Neytendur Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Fleiri fréttir Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Sjá meira
Flugvélaframleiðandinn Airbus segist þurfa að endurskoða veru sína á Bretlandi ef Bretar ganga úr Evrópusambandinu án þess að fyrir liggi samningur um viðskiptasamband þeirra áður. Airbus framleiðir vængi fyrir allar farþegaflugvélar sínar á Bretlandi. Fyrirtækið segir í yfirlýsingu að gangi Bretar bæði úr innri markaði ESB og tollabandalaginu án samkomulags um framhaldið leiði það til „verulegrar röskunar og truflunar“ á framleiðslu þess á Bretlandi. „Í einföldu máli, sviðsmynd með engum samningi ógnar framtíð Airbus á Bretlandi með beinum hætti,“ segir Tom Williams, framkvæmdastjóri Airbus. Fyrirtækið hafi þegar gripið til aðgerða til að reyna að draga úr áhættu sinni vegna útgöngu Breta úr ESB, að því er segir í frétt Reuters. Hvorki hefur gengið né rekið í viðræðum breskra stjórnvalda og fulltrúa Evrópusambandsins um hvernig viðskiptum þeirra verður háttað eftir útgönguna á næsta ári. Fjöldi fyrirtækja hefur kvartað undan því að óvissan geri þeim erfitt að skipuleggja sig fram í tímann. Klofningur hefur verið innan minnihlutastjórnar Íhaldsflokksins um viðræðurnar. Hugmyndir hafa meðal annars komið fram um að framlengja aðlögunartíma eftir viðskilnaðinn á næsta ári til að auka svigrúmið til að ná langtímasamkomulagi. Airbus segir að jafnvel þó að aðlögunartíminn yrði framlengdur til ársloka 2020 væri það of skammur fyrirvari fyrir fyrirtækið að laga starfsemi sína að breyttum aðstæðum.
Brexit Tengdar fréttir Ólga vegna atkvæðagreiðslu um að þingmenn fái lokaorðið um Brexit-samning Tillaga um að breskir þingmenn fái lokaorðið um samning við ESB um útgönguna veldur ólgu innan Íhaldsflokksins. 12. júní 2018 10:57 Mest lesið Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Hvar er opið um páskana? Neytendur Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Fleiri fréttir Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Sjá meira
Ólga vegna atkvæðagreiðslu um að þingmenn fái lokaorðið um Brexit-samning Tillaga um að breskir þingmenn fái lokaorðið um samning við ESB um útgönguna veldur ólgu innan Íhaldsflokksins. 12. júní 2018 10:57