Upphitun: Aðeins eitt stig skilur að fyrir endurkomuna til Frakklands Bragi Þórðarson skrifar 21. júní 2018 18:30 Lewis Hamilton og Sebastian Vettel berjast um heimsmestaratitil ökuþóra vísir/samsett mynd/getty Eftir tíu ára hlé fer Formúla 1 aftur til Frakklands og nú á Paul Ricard brautinni í Marseille. Franski kappaksturinn var síðast haldinn á Magny-Cours brautinni árið 2008. Spennan er ógurleg í toppbaráttunni en nú er aðeins eitt stig á milli þeirra Sebastian Vettel og Lewis Hamilton sem berjast um fimmta titil sinn í Formúlu 1. Vettel hafði betur í Kanada fyrir tveimur vikum með sannfærandi sigri. Kappaksturinn um helgina verður áhugaverður, þó aðalega vegna þess að enginn af þeim 20 ökuþórum sem etja kappi hafa nokkurn tímann keppt á frönsku brautinni. Tíu þessara ökuþóra voru ekki einu sinni fæddir þegar að Alain Prost sigraði á Paul Ricard árið 1990.Alain Prost sigraði Frakklandskappaksturinn árið 1990vísir/gettyÞetta verður í 15 skiptið sem keppni fer fram í Marseille og eru fyrrum sigurvegarar goðsagnir á borð við Niki Lauda, Nigel Mansell og Nelson Piquet. Brautin er afar teknísk með mörgum háhraða beygjum. Aftari hluti brautarinnar er svo í rauninni bara einn langur beinn kafli með smá hraðahindrun sem mun bjóða upp á mikla framúrakstra. Síðustu keppnir í Mónakó og Kanada voru ekki nægilega skemmtilegar fyrir áhorfendur. Það má þó búast við meiri hasar í Frakklandi um helgina ef marka má álit keppenda. Tímatakan byrjar klukkan 13:50 á laugardaginn og svo hefst útsending frá kappakstrinum kl. 13:40, allt á Stöð 2 Sport. Formúla Mest lesið Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik Körfubolti „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ Sport Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Fótbolti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Enski boltinn „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Körfubolti Fleiri fréttir Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Sjá meira
Eftir tíu ára hlé fer Formúla 1 aftur til Frakklands og nú á Paul Ricard brautinni í Marseille. Franski kappaksturinn var síðast haldinn á Magny-Cours brautinni árið 2008. Spennan er ógurleg í toppbaráttunni en nú er aðeins eitt stig á milli þeirra Sebastian Vettel og Lewis Hamilton sem berjast um fimmta titil sinn í Formúlu 1. Vettel hafði betur í Kanada fyrir tveimur vikum með sannfærandi sigri. Kappaksturinn um helgina verður áhugaverður, þó aðalega vegna þess að enginn af þeim 20 ökuþórum sem etja kappi hafa nokkurn tímann keppt á frönsku brautinni. Tíu þessara ökuþóra voru ekki einu sinni fæddir þegar að Alain Prost sigraði á Paul Ricard árið 1990.Alain Prost sigraði Frakklandskappaksturinn árið 1990vísir/gettyÞetta verður í 15 skiptið sem keppni fer fram í Marseille og eru fyrrum sigurvegarar goðsagnir á borð við Niki Lauda, Nigel Mansell og Nelson Piquet. Brautin er afar teknísk með mörgum háhraða beygjum. Aftari hluti brautarinnar er svo í rauninni bara einn langur beinn kafli með smá hraðahindrun sem mun bjóða upp á mikla framúrakstra. Síðustu keppnir í Mónakó og Kanada voru ekki nægilega skemmtilegar fyrir áhorfendur. Það má þó búast við meiri hasar í Frakklandi um helgina ef marka má álit keppenda. Tímatakan byrjar klukkan 13:50 á laugardaginn og svo hefst útsending frá kappakstrinum kl. 13:40, allt á Stöð 2 Sport.
Formúla Mest lesið Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik Körfubolti „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ Sport Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Fótbolti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Enski boltinn „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Körfubolti Fleiri fréttir Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Sjá meira