Fjárfestar í fiskeldi slá áformum um uppbyggingu á frest Heimir Már Pétursson skrifar 6. júlí 2018 14:00 Einar K. Guðfinnsson, formaður Landsambands fiskeldisstöðva, segir niðurstöðu Hafró viðhalda þeirri óvissu sem verið hafi um frekari uppbyggingu laxeldis. Formaður Landsambands fiskeldisstöðva segir fjárfesta hafa slegið áformum um frekari uppbyggingu í laxeldi á frest eftir að Hafrannsóknarstofnun ákvað að endurskoða ekki áhættumat vegna sjókvíaeldis á laxi. Þótt niðurstaða stofnunarinnar séu mikil vonbrigði muni fyrirtækin engu að síður halda til streitu umsóknum um aukið eldi sem nú séu til skoðunar hjá ýmsum stofnunum. Hafrannsóknarstofnun skilaði áhættumati vegna laxeldis í sjó fyrir um ári sem fiskeldisfyrirtækin vonuðu að stofnunin myndi endurskoða eftir samskipti við Hafró undanfarið ár. Stofnunin hefur hins vegar ákveðið að fyrra mat standi áfram sem þýðir að hún telur ekki ráðlegt að auka eldi á laxi í sjókvíum á Vestfjörðum og Austfjörðum. Einar K. Guðfinnsson, formaður Landsambands fiskeldisstöðva, segir þessa niðurstöðu viðhalda þeirri óvissu sem verið hafi um frekari uppbyggingu laxeldis. „Þetta hefur þegar haft þau áhrif að fyrirtæki sem voru að undirbúa fjárfestingar í ljósi framtíðar uppbyggingar hafa slegið þeim á frest. Sem mun auðvitað hafa áhrif á atvinnusköpun og þess háttar í þessum byggðum,” segir Einar. Undanfarna mánuði hafi fiskeldisfyrirtækin unnið í góðri trú á grundvelli áhættumódels Hafró og að þau töldu í samstarfi við stofnunina að hugmyndum sem drægju úr hættu á að fiskur slyppi úr kvíum. Menn hafi því vonast eftir efnislegri niðurstöðu. „Við höfðum eðlilegar væntingar um að það myndi leiða til meiri framleiðsluheimilda en þarna er einfaldlega sagt pass eins og í spilunum. Þá komast menn ekkert lengra áfram.”Þýðir þetta að það er úti um áætlanir um frekari uppbyggingu og aukningu í eldi á þessum stöðum?„Ég vil ekki taka svo djúpt í árinni. En það er ljóst að þetta mun fresta öllum frekari ákvörðunum,” segir Einar. Hins vegar séu umsóknir um aukið eldi til meðferðar hjá Skipulagsstofnun, Umhverfisstofnun og Matvælastofnun og þeirri vinnu verði haldið áfram. Við vorum að vonast til þess að þarna hefðu menn fastara land undir fótum eftir að hafa farið í gegnum þetta áhættumat. Þess vegna eru þetta gífurleg vonbrigði fyrir okkur. En fyrst og fremst auðvitað hefur þetta áhrif fyrir einstök fyrirtæki og alveg sérstaklega þær byggðir sem höfðu haft réttmætar væntingar um uppbyggingu í fiskeldi,” segir Einar K. Guðfinnsson. Fiskeldi Tengdar fréttir Laxeldisfyrirtæki þurfa að eitra fyrir laxalús í Tálknafirði og Arnarfirði Laxalús er orðin svo mikil í Tálknafirði og Arnarfirði að nota þarf eitur til að drepa lúsina. Hitastig sjávar ekki eins mikil vörn gegn laxalús og talið var. Laxalúsin veldur fyrirtækjum í laxeldi nokkrum búsifjum. 28. júní 2018 08:00 Starfsleyfi gefið út fyrir fiskeldi á Fáskrúðsfirði Ein umsögn barst þar sem þess var krafist að leyfisveitingunni yrði hafnað. 3. júlí 2018 09:45 Mest lesið Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Innlent Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Innlent Slökkviliðsmenn felldu samninginn Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sjá meira
Formaður Landsambands fiskeldisstöðva segir fjárfesta hafa slegið áformum um frekari uppbyggingu í laxeldi á frest eftir að Hafrannsóknarstofnun ákvað að endurskoða ekki áhættumat vegna sjókvíaeldis á laxi. Þótt niðurstaða stofnunarinnar séu mikil vonbrigði muni fyrirtækin engu að síður halda til streitu umsóknum um aukið eldi sem nú séu til skoðunar hjá ýmsum stofnunum. Hafrannsóknarstofnun skilaði áhættumati vegna laxeldis í sjó fyrir um ári sem fiskeldisfyrirtækin vonuðu að stofnunin myndi endurskoða eftir samskipti við Hafró undanfarið ár. Stofnunin hefur hins vegar ákveðið að fyrra mat standi áfram sem þýðir að hún telur ekki ráðlegt að auka eldi á laxi í sjókvíum á Vestfjörðum og Austfjörðum. Einar K. Guðfinnsson, formaður Landsambands fiskeldisstöðva, segir þessa niðurstöðu viðhalda þeirri óvissu sem verið hafi um frekari uppbyggingu laxeldis. „Þetta hefur þegar haft þau áhrif að fyrirtæki sem voru að undirbúa fjárfestingar í ljósi framtíðar uppbyggingar hafa slegið þeim á frest. Sem mun auðvitað hafa áhrif á atvinnusköpun og þess háttar í þessum byggðum,” segir Einar. Undanfarna mánuði hafi fiskeldisfyrirtækin unnið í góðri trú á grundvelli áhættumódels Hafró og að þau töldu í samstarfi við stofnunina að hugmyndum sem drægju úr hættu á að fiskur slyppi úr kvíum. Menn hafi því vonast eftir efnislegri niðurstöðu. „Við höfðum eðlilegar væntingar um að það myndi leiða til meiri framleiðsluheimilda en þarna er einfaldlega sagt pass eins og í spilunum. Þá komast menn ekkert lengra áfram.”Þýðir þetta að það er úti um áætlanir um frekari uppbyggingu og aukningu í eldi á þessum stöðum?„Ég vil ekki taka svo djúpt í árinni. En það er ljóst að þetta mun fresta öllum frekari ákvörðunum,” segir Einar. Hins vegar séu umsóknir um aukið eldi til meðferðar hjá Skipulagsstofnun, Umhverfisstofnun og Matvælastofnun og þeirri vinnu verði haldið áfram. Við vorum að vonast til þess að þarna hefðu menn fastara land undir fótum eftir að hafa farið í gegnum þetta áhættumat. Þess vegna eru þetta gífurleg vonbrigði fyrir okkur. En fyrst og fremst auðvitað hefur þetta áhrif fyrir einstök fyrirtæki og alveg sérstaklega þær byggðir sem höfðu haft réttmætar væntingar um uppbyggingu í fiskeldi,” segir Einar K. Guðfinnsson.
Fiskeldi Tengdar fréttir Laxeldisfyrirtæki þurfa að eitra fyrir laxalús í Tálknafirði og Arnarfirði Laxalús er orðin svo mikil í Tálknafirði og Arnarfirði að nota þarf eitur til að drepa lúsina. Hitastig sjávar ekki eins mikil vörn gegn laxalús og talið var. Laxalúsin veldur fyrirtækjum í laxeldi nokkrum búsifjum. 28. júní 2018 08:00 Starfsleyfi gefið út fyrir fiskeldi á Fáskrúðsfirði Ein umsögn barst þar sem þess var krafist að leyfisveitingunni yrði hafnað. 3. júlí 2018 09:45 Mest lesið Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Innlent Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Innlent Slökkviliðsmenn felldu samninginn Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sjá meira
Laxeldisfyrirtæki þurfa að eitra fyrir laxalús í Tálknafirði og Arnarfirði Laxalús er orðin svo mikil í Tálknafirði og Arnarfirði að nota þarf eitur til að drepa lúsina. Hitastig sjávar ekki eins mikil vörn gegn laxalús og talið var. Laxalúsin veldur fyrirtækjum í laxeldi nokkrum búsifjum. 28. júní 2018 08:00
Starfsleyfi gefið út fyrir fiskeldi á Fáskrúðsfirði Ein umsögn barst þar sem þess var krafist að leyfisveitingunni yrði hafnað. 3. júlí 2018 09:45